Horfði í beinni á innbrot manns sem skaut fjölskylduna síðan til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 22:35 Systkini Domatiliu Caal, fyrir miðju, reyna að hugga hana á staðnum þar sem maður hennar var skotinn til bana af Shane James. Jay Janner/AP Maður í Texas horfði í beinni á það þegar maður braust inn á heimili hans áður en hann skaut konu hans og dóttur til bana. Árásin var hluti af berserksgangi skotmannsins sem drap sex og særði þrjá í Texas á þriðjudag. Þetta kemur fram í nýjum dómskjölum sem greina frá því hvernig hinn 34 ára Shane James braust inn í hús fjölskyldunnar og hvernig hann reyndi síðar að flýja úr fangelsi. Fangamynd af Shane James sem mun líklega hljóta dauðarefsingu fyrir glæpi sína, sex morð og þrjár tilraunir til morðs.Austin Police Department/AP Árásirnar áttu sér stað þriðjudaginn 5. desember og gæti James átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna glæpa sinna. Á miðvikudag eftir að búið var að handtaka James reyndi hann að flýja úr fangelsi í Travis-sýslu. Honum tókst að komast fram á gang þar sem hann var yfirbugaður af lögregluþjónum. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að James hafi verið andlega veikur. Þá hafði hann áður verið handtekinn fyrir að ráðast á fjölskyldumeðlim og var góðkunningi lögreglunnar í Austin. Myrti mæðgurnar og flúði á fjölskyldubílnum Gögn sem voru birt í málinu í dag lýsa innbroti James í hús í borginni Austin. Þar kemur fram að maður sem fylgdist með öryggismyndavélum á heimili sínu hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna að brotist hefði verið inn til hans. Lögregluþjónar mættu á vettvang og höfðu afskipti af innbrotsþjófnum sem skaut til þeirra. Hann hæfði einn lögregluþjóninn áður en hann rændi bíl heimilisins og flúði af vettvangi. Lögreglan veitti James eftirför og var hann á endanum handsamaður eftir að hafa klesst stolna bílnum, Þegar lögregluþjónarnir rannsökuðu heimilið fundu þeir tvær konur sem höfðu hlotið alvarlega skotáverka. Ekki tókst að lífga konurnar við og létust þær á vettvangi. Nöfn kvennanna hafa verið gerð opinber en þær voru hin 56 ára Katherine Short og hin þrítuga Lauren Short. Dóttirin var samkvæmt föðurnum með „sérþarfir“ en það kemur ekki fram í hverju þær fólust. Myrti fyrst foreldra sína Að sögn Javier Salazar, fógeta Bexar-sýslu, er talið að árásarhrina James hafi hafist einhvern tímann á milli mánudagsnætur og þriðjudagsmorguns. Fyrstu fórnarlömb James voru foreldrar hans, Phyllis og Shane James eldri. Fjölskyldumeðlimir höfðu talað við hjónin á mánudagskvöld en lík þeirra fundust á þriðjudagskvöld. Íbúar í Austin ræða við lögreglu á þriðjudag eftir að Shane James hafði skotið níu manns til bana.Sara Diggins/AP Upphaflega var lögreglu gert viðvart um árásirnar á þriðjudagsmorgun, rétt fyrir ellefu, þegar henni var tilkynnt að lögregluþjónninn Val Barnes í Austin hefði verið skotinn í fótinn. Menntaskóla í hverfinu var þá lokað og hófst leit að skotmanninum. Rétt fyrir hádegi barst lögreglunni fjöldi tilkynninga um að tveir hefðu verið skotnir í Austin. Annað fórnarlambanna, hinn 32 ára Emmanuel Pop Ba, var látinn þegar lögregla kom á vettvang en hitt fórnarlambið, hin 24 ára Sabrina Rahman, lést á spítala. Árásarhrinan hélt áfram næstu klukkutímana þar til henni lauk eftir að James klessti Acura-bílinn sem hann stal frá Shotrt-fjölskyldunni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum dómskjölum sem greina frá því hvernig hinn 34 ára Shane James braust inn í hús fjölskyldunnar og hvernig hann reyndi síðar að flýja úr fangelsi. Fangamynd af Shane James sem mun líklega hljóta dauðarefsingu fyrir glæpi sína, sex morð og þrjár tilraunir til morðs.Austin Police Department/AP Árásirnar áttu sér stað þriðjudaginn 5. desember og gæti James átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna glæpa sinna. Á miðvikudag eftir að búið var að handtaka James reyndi hann að flýja úr fangelsi í Travis-sýslu. Honum tókst að komast fram á gang þar sem hann var yfirbugaður af lögregluþjónum. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að James hafi verið andlega veikur. Þá hafði hann áður verið handtekinn fyrir að ráðast á fjölskyldumeðlim og var góðkunningi lögreglunnar í Austin. Myrti mæðgurnar og flúði á fjölskyldubílnum Gögn sem voru birt í málinu í dag lýsa innbroti James í hús í borginni Austin. Þar kemur fram að maður sem fylgdist með öryggismyndavélum á heimili sínu hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna að brotist hefði verið inn til hans. Lögregluþjónar mættu á vettvang og höfðu afskipti af innbrotsþjófnum sem skaut til þeirra. Hann hæfði einn lögregluþjóninn áður en hann rændi bíl heimilisins og flúði af vettvangi. Lögreglan veitti James eftirför og var hann á endanum handsamaður eftir að hafa klesst stolna bílnum, Þegar lögregluþjónarnir rannsökuðu heimilið fundu þeir tvær konur sem höfðu hlotið alvarlega skotáverka. Ekki tókst að lífga konurnar við og létust þær á vettvangi. Nöfn kvennanna hafa verið gerð opinber en þær voru hin 56 ára Katherine Short og hin þrítuga Lauren Short. Dóttirin var samkvæmt föðurnum með „sérþarfir“ en það kemur ekki fram í hverju þær fólust. Myrti fyrst foreldra sína Að sögn Javier Salazar, fógeta Bexar-sýslu, er talið að árásarhrina James hafi hafist einhvern tímann á milli mánudagsnætur og þriðjudagsmorguns. Fyrstu fórnarlömb James voru foreldrar hans, Phyllis og Shane James eldri. Fjölskyldumeðlimir höfðu talað við hjónin á mánudagskvöld en lík þeirra fundust á þriðjudagskvöld. Íbúar í Austin ræða við lögreglu á þriðjudag eftir að Shane James hafði skotið níu manns til bana.Sara Diggins/AP Upphaflega var lögreglu gert viðvart um árásirnar á þriðjudagsmorgun, rétt fyrir ellefu, þegar henni var tilkynnt að lögregluþjónninn Val Barnes í Austin hefði verið skotinn í fótinn. Menntaskóla í hverfinu var þá lokað og hófst leit að skotmanninum. Rétt fyrir hádegi barst lögreglunni fjöldi tilkynninga um að tveir hefðu verið skotnir í Austin. Annað fórnarlambanna, hinn 32 ára Emmanuel Pop Ba, var látinn þegar lögregla kom á vettvang en hitt fórnarlambið, hin 24 ára Sabrina Rahman, lést á spítala. Árásarhrinan hélt áfram næstu klukkutímana þar til henni lauk eftir að James klessti Acura-bílinn sem hann stal frá Shotrt-fjölskyldunni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira