Horfði í beinni á innbrot manns sem skaut fjölskylduna síðan til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 22:35 Systkini Domatiliu Caal, fyrir miðju, reyna að hugga hana á staðnum þar sem maður hennar var skotinn til bana af Shane James. Jay Janner/AP Maður í Texas horfði í beinni á það þegar maður braust inn á heimili hans áður en hann skaut konu hans og dóttur til bana. Árásin var hluti af berserksgangi skotmannsins sem drap sex og særði þrjá í Texas á þriðjudag. Þetta kemur fram í nýjum dómskjölum sem greina frá því hvernig hinn 34 ára Shane James braust inn í hús fjölskyldunnar og hvernig hann reyndi síðar að flýja úr fangelsi. Fangamynd af Shane James sem mun líklega hljóta dauðarefsingu fyrir glæpi sína, sex morð og þrjár tilraunir til morðs.Austin Police Department/AP Árásirnar áttu sér stað þriðjudaginn 5. desember og gæti James átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna glæpa sinna. Á miðvikudag eftir að búið var að handtaka James reyndi hann að flýja úr fangelsi í Travis-sýslu. Honum tókst að komast fram á gang þar sem hann var yfirbugaður af lögregluþjónum. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að James hafi verið andlega veikur. Þá hafði hann áður verið handtekinn fyrir að ráðast á fjölskyldumeðlim og var góðkunningi lögreglunnar í Austin. Myrti mæðgurnar og flúði á fjölskyldubílnum Gögn sem voru birt í málinu í dag lýsa innbroti James í hús í borginni Austin. Þar kemur fram að maður sem fylgdist með öryggismyndavélum á heimili sínu hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna að brotist hefði verið inn til hans. Lögregluþjónar mættu á vettvang og höfðu afskipti af innbrotsþjófnum sem skaut til þeirra. Hann hæfði einn lögregluþjóninn áður en hann rændi bíl heimilisins og flúði af vettvangi. Lögreglan veitti James eftirför og var hann á endanum handsamaður eftir að hafa klesst stolna bílnum, Þegar lögregluþjónarnir rannsökuðu heimilið fundu þeir tvær konur sem höfðu hlotið alvarlega skotáverka. Ekki tókst að lífga konurnar við og létust þær á vettvangi. Nöfn kvennanna hafa verið gerð opinber en þær voru hin 56 ára Katherine Short og hin þrítuga Lauren Short. Dóttirin var samkvæmt föðurnum með „sérþarfir“ en það kemur ekki fram í hverju þær fólust. Myrti fyrst foreldra sína Að sögn Javier Salazar, fógeta Bexar-sýslu, er talið að árásarhrina James hafi hafist einhvern tímann á milli mánudagsnætur og þriðjudagsmorguns. Fyrstu fórnarlömb James voru foreldrar hans, Phyllis og Shane James eldri. Fjölskyldumeðlimir höfðu talað við hjónin á mánudagskvöld en lík þeirra fundust á þriðjudagskvöld. Íbúar í Austin ræða við lögreglu á þriðjudag eftir að Shane James hafði skotið níu manns til bana.Sara Diggins/AP Upphaflega var lögreglu gert viðvart um árásirnar á þriðjudagsmorgun, rétt fyrir ellefu, þegar henni var tilkynnt að lögregluþjónninn Val Barnes í Austin hefði verið skotinn í fótinn. Menntaskóla í hverfinu var þá lokað og hófst leit að skotmanninum. Rétt fyrir hádegi barst lögreglunni fjöldi tilkynninga um að tveir hefðu verið skotnir í Austin. Annað fórnarlambanna, hinn 32 ára Emmanuel Pop Ba, var látinn þegar lögregla kom á vettvang en hitt fórnarlambið, hin 24 ára Sabrina Rahman, lést á spítala. Árásarhrinan hélt áfram næstu klukkutímana þar til henni lauk eftir að James klessti Acura-bílinn sem hann stal frá Shotrt-fjölskyldunni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum dómskjölum sem greina frá því hvernig hinn 34 ára Shane James braust inn í hús fjölskyldunnar og hvernig hann reyndi síðar að flýja úr fangelsi. Fangamynd af Shane James sem mun líklega hljóta dauðarefsingu fyrir glæpi sína, sex morð og þrjár tilraunir til morðs.Austin Police Department/AP Árásirnar áttu sér stað þriðjudaginn 5. desember og gæti James átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna glæpa sinna. Á miðvikudag eftir að búið var að handtaka James reyndi hann að flýja úr fangelsi í Travis-sýslu. Honum tókst að komast fram á gang þar sem hann var yfirbugaður af lögregluþjónum. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að James hafi verið andlega veikur. Þá hafði hann áður verið handtekinn fyrir að ráðast á fjölskyldumeðlim og var góðkunningi lögreglunnar í Austin. Myrti mæðgurnar og flúði á fjölskyldubílnum Gögn sem voru birt í málinu í dag lýsa innbroti James í hús í borginni Austin. Þar kemur fram að maður sem fylgdist með öryggismyndavélum á heimili sínu hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna að brotist hefði verið inn til hans. Lögregluþjónar mættu á vettvang og höfðu afskipti af innbrotsþjófnum sem skaut til þeirra. Hann hæfði einn lögregluþjóninn áður en hann rændi bíl heimilisins og flúði af vettvangi. Lögreglan veitti James eftirför og var hann á endanum handsamaður eftir að hafa klesst stolna bílnum, Þegar lögregluþjónarnir rannsökuðu heimilið fundu þeir tvær konur sem höfðu hlotið alvarlega skotáverka. Ekki tókst að lífga konurnar við og létust þær á vettvangi. Nöfn kvennanna hafa verið gerð opinber en þær voru hin 56 ára Katherine Short og hin þrítuga Lauren Short. Dóttirin var samkvæmt föðurnum með „sérþarfir“ en það kemur ekki fram í hverju þær fólust. Myrti fyrst foreldra sína Að sögn Javier Salazar, fógeta Bexar-sýslu, er talið að árásarhrina James hafi hafist einhvern tímann á milli mánudagsnætur og þriðjudagsmorguns. Fyrstu fórnarlömb James voru foreldrar hans, Phyllis og Shane James eldri. Fjölskyldumeðlimir höfðu talað við hjónin á mánudagskvöld en lík þeirra fundust á þriðjudagskvöld. Íbúar í Austin ræða við lögreglu á þriðjudag eftir að Shane James hafði skotið níu manns til bana.Sara Diggins/AP Upphaflega var lögreglu gert viðvart um árásirnar á þriðjudagsmorgun, rétt fyrir ellefu, þegar henni var tilkynnt að lögregluþjónninn Val Barnes í Austin hefði verið skotinn í fótinn. Menntaskóla í hverfinu var þá lokað og hófst leit að skotmanninum. Rétt fyrir hádegi barst lögreglunni fjöldi tilkynninga um að tveir hefðu verið skotnir í Austin. Annað fórnarlambanna, hinn 32 ára Emmanuel Pop Ba, var látinn þegar lögregla kom á vettvang en hitt fórnarlambið, hin 24 ára Sabrina Rahman, lést á spítala. Árásarhrinan hélt áfram næstu klukkutímana þar til henni lauk eftir að James klessti Acura-bílinn sem hann stal frá Shotrt-fjölskyldunni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira