Að draga lærdóm af PISA Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2023 13:00 Fólk er alls staðar fólk, við erum öll eins þótt menning, uppeldi og fleiri félagslegir þættir móti okkur hvert og eitt. Það er enginn eðlismunur á fólki eftir því hvar það fæðist. Þetta segi ég vegna niðurstaðna PISA könnunarinnar sem verða reglulega að þrætuepli í samfélaginu. Einhverjum finnst við eiga að taka upp skólakerfi Finna, aðrir láta eins og leti yngri kynslóða sé um að kenna og enn önnur láta eins og könnunin sé þvættingur. Hvert í sínu horni reynum við að útskýra lakari árangur íslenskra skólabarna í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Ekki úrtak heldur öll Könnunin er gerð á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, og mælir lesskilning 15 ára nemenda og læsi þeirra á stærðfræði og náttúruvísindi. Í grófum dráttum er hugmyndin að mála upp mynd af stöðu skólakerfisins eins og hún er í hverju landi fyrir sig með tilliti til þessara þátta. Hér á landi fara öll börn í gegnum könnunina. Víðast hvar annars staðar er könnunin ekki framkvæmd með þeim hætti, enda myndu niðurstöðurnar skipta milljónum og mögulega varpa öðru og raunsærra ljósi á stöðuna í þeim löndum. Niðurstöður könnunarinnar eru hins vegar ekki birtar skólastjórnendum hvers skóla fyrir sig, þær eru unnar hjá Menntamálastofnun og nýtast þar af leiðandi ekki sem verkfæri til framfara innan einstakra skóla. Greina þarf niðurstöðurnar nánar Okkur skortir amboð til að greina niðurstöðurnar niður á hvern skóla fyrir sig. Með þeim hætti gætum við séð hvað er virka og hvað ekki. Staðreyndin er nefnilega sú að skólar er ólíkir og innan þeirra mikil fjölbreytni. Ekki er þó þar með sagt að öll sagan sé sögð, þvert á móti. Kennara skortir matstæki til að bera saman við önnur meðaltöl og hafa sömuleiðis mikið frelsi til að meta hæfniviðmiði út frá aðalnámskrá. Námsefni er þess vegna ekki samrýmt á milli skóla. Á íslensku verður að finna svar Ljóst er að þau viðfangsefni sem íslenskir grunnskólar standa frammi fyrir eru marglaga og flókin viðureignar. Ekki síst þess vegna gætu upplýsingar, af þessu tagi sem glöggva stöðu mála nýst skólunum til að átta sig betur á stöðunni innan dyra, og það tel ég þá vilja. Hér má til dæmis víkja að stöðu íslenskunnar sem er forsenda læsis og þar af leiðandi undirstaða mæliþáttanna. Þar er ekki eingöngu hægt að benda á skólana, stuðningur við barnabókaútgáfu, textun og talsetning á efni sem er ætlað börnum og almenn hvatning til lestrar á íslensku með og fyrir börn myndi breyta miklu. Hvernig sem stendur á lakari árangri íslenskra skólabarna á þessum mælikvarða er því ekki um að kenna að Íslendingar séu upp til hópa lakari námsmenn meðal frændþjóða okkar. Við þurfum við að staldra við og skoða kerfin okkar af kostgæfni til að átta okkur á ástæðum þess að okkur gengur síður en við sjálf vildum. Sömuleiðis þurfum við að komast að rót þess að ólæsi sé að breiðast út á meðal ungmenna. Engin kynslóð á það skilið að sitja eftir með þeim hætti. Lausnin er örugglega margþætt og flókin og á rætur víða í samfélaginu og þróun þess. Könnunin birtir okkur nokkur teikn um félagslega gliðnun í samfélaginu og aukna stéttaskiptingu. Hér er brýnt að vera á varðbergi því ekkert samfélag nýtur góðs af slíkri þróun. Það er lykilatriði að styðja sérstaklega við börn af erlendu bergi brotin varðandi lestur og skilning á íslensku og einnig að hlú að þeim börnum sem af félagslegum ástæðum dragast aftur úr í námi. Þá er einnig brýnt að kanna umhverfið inni í skólastofunni, fjölda barna í bekkjum, og aðstæður til einbeitingar. Það skiptir máli að börnum líði vel Það er mikilvægt bæði í skólanum og heimafyrir að lesa saman og eiga stund þar sem nemendur hlusta, setja sig í spor annarra, velta fyrir sér orðum og læra ný. Það er eitt og annað sem slíkar stundir leiða til og gerast ekki með lestri í einrúmi en skipta miklu máli og auka til muna lesskilning og fjölga samverustundum. Færni einstaklingsins þarf að miða að því sem gagnast í nútímasamfélagi eins og gagnrýnni hugsun, sköpun, samvinnu, tjáningu, sjálfstæði og svo margt annað sem þjálfar m.a. lykilhæfni og læsi. Ekkert eitt svar er til við þeirri niðurstöðu sem við blasir en brýnt að fara vel í saumana á umhverfi barna og ungmenna með það að markmiði að bæta námsumhverfi þeirra og skilyrði til framtíðar. Hér má að lokum benda á eina niðurstöðu PISA könnunarinnar sem er Íslandi til sóma. Hérlendis líður börnum almennt vel í skólanum. Og þegar upp er staðið skiptir það kannski mestu máli fyrir framtíðina. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Fólk er alls staðar fólk, við erum öll eins þótt menning, uppeldi og fleiri félagslegir þættir móti okkur hvert og eitt. Það er enginn eðlismunur á fólki eftir því hvar það fæðist. Þetta segi ég vegna niðurstaðna PISA könnunarinnar sem verða reglulega að þrætuepli í samfélaginu. Einhverjum finnst við eiga að taka upp skólakerfi Finna, aðrir láta eins og leti yngri kynslóða sé um að kenna og enn önnur láta eins og könnunin sé þvættingur. Hvert í sínu horni reynum við að útskýra lakari árangur íslenskra skólabarna í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Ekki úrtak heldur öll Könnunin er gerð á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, og mælir lesskilning 15 ára nemenda og læsi þeirra á stærðfræði og náttúruvísindi. Í grófum dráttum er hugmyndin að mála upp mynd af stöðu skólakerfisins eins og hún er í hverju landi fyrir sig með tilliti til þessara þátta. Hér á landi fara öll börn í gegnum könnunina. Víðast hvar annars staðar er könnunin ekki framkvæmd með þeim hætti, enda myndu niðurstöðurnar skipta milljónum og mögulega varpa öðru og raunsærra ljósi á stöðuna í þeim löndum. Niðurstöður könnunarinnar eru hins vegar ekki birtar skólastjórnendum hvers skóla fyrir sig, þær eru unnar hjá Menntamálastofnun og nýtast þar af leiðandi ekki sem verkfæri til framfara innan einstakra skóla. Greina þarf niðurstöðurnar nánar Okkur skortir amboð til að greina niðurstöðurnar niður á hvern skóla fyrir sig. Með þeim hætti gætum við séð hvað er virka og hvað ekki. Staðreyndin er nefnilega sú að skólar er ólíkir og innan þeirra mikil fjölbreytni. Ekki er þó þar með sagt að öll sagan sé sögð, þvert á móti. Kennara skortir matstæki til að bera saman við önnur meðaltöl og hafa sömuleiðis mikið frelsi til að meta hæfniviðmiði út frá aðalnámskrá. Námsefni er þess vegna ekki samrýmt á milli skóla. Á íslensku verður að finna svar Ljóst er að þau viðfangsefni sem íslenskir grunnskólar standa frammi fyrir eru marglaga og flókin viðureignar. Ekki síst þess vegna gætu upplýsingar, af þessu tagi sem glöggva stöðu mála nýst skólunum til að átta sig betur á stöðunni innan dyra, og það tel ég þá vilja. Hér má til dæmis víkja að stöðu íslenskunnar sem er forsenda læsis og þar af leiðandi undirstaða mæliþáttanna. Þar er ekki eingöngu hægt að benda á skólana, stuðningur við barnabókaútgáfu, textun og talsetning á efni sem er ætlað börnum og almenn hvatning til lestrar á íslensku með og fyrir börn myndi breyta miklu. Hvernig sem stendur á lakari árangri íslenskra skólabarna á þessum mælikvarða er því ekki um að kenna að Íslendingar séu upp til hópa lakari námsmenn meðal frændþjóða okkar. Við þurfum við að staldra við og skoða kerfin okkar af kostgæfni til að átta okkur á ástæðum þess að okkur gengur síður en við sjálf vildum. Sömuleiðis þurfum við að komast að rót þess að ólæsi sé að breiðast út á meðal ungmenna. Engin kynslóð á það skilið að sitja eftir með þeim hætti. Lausnin er örugglega margþætt og flókin og á rætur víða í samfélaginu og þróun þess. Könnunin birtir okkur nokkur teikn um félagslega gliðnun í samfélaginu og aukna stéttaskiptingu. Hér er brýnt að vera á varðbergi því ekkert samfélag nýtur góðs af slíkri þróun. Það er lykilatriði að styðja sérstaklega við börn af erlendu bergi brotin varðandi lestur og skilning á íslensku og einnig að hlú að þeim börnum sem af félagslegum ástæðum dragast aftur úr í námi. Þá er einnig brýnt að kanna umhverfið inni í skólastofunni, fjölda barna í bekkjum, og aðstæður til einbeitingar. Það skiptir máli að börnum líði vel Það er mikilvægt bæði í skólanum og heimafyrir að lesa saman og eiga stund þar sem nemendur hlusta, setja sig í spor annarra, velta fyrir sér orðum og læra ný. Það er eitt og annað sem slíkar stundir leiða til og gerast ekki með lestri í einrúmi en skipta miklu máli og auka til muna lesskilning og fjölga samverustundum. Færni einstaklingsins þarf að miða að því sem gagnast í nútímasamfélagi eins og gagnrýnni hugsun, sköpun, samvinnu, tjáningu, sjálfstæði og svo margt annað sem þjálfar m.a. lykilhæfni og læsi. Ekkert eitt svar er til við þeirri niðurstöðu sem við blasir en brýnt að fara vel í saumana á umhverfi barna og ungmenna með það að markmiði að bæta námsumhverfi þeirra og skilyrði til framtíðar. Hér má að lokum benda á eina niðurstöðu PISA könnunarinnar sem er Íslandi til sóma. Hérlendis líður börnum almennt vel í skólanum. Og þegar upp er staðið skiptir það kannski mestu máli fyrir framtíðina. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun