Einkunnir Íslands: Fullkomin frumraun hjá átján ára nýliða Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis skrifar 5. desember 2023 20:56 Fanney Inga Birkisdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir faðmast eftir frábæra frammistöðu í Viborg í kvöld. EPA-EFE/Johnny Pedersen Hin átján ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóðu upp úr í fræknum 1-0 sigri Íslands gegn Danmörku í kvöld. Ísland gerði Danmörku risastóran grikk með sigrinum, og réttu Þýskalandi hjálparhönd, því Danir hefðu með sigri getað náð efsta sæti riðilsins og komist í úrslit Þjóðadeildarinnar í fótbolta, með möguleika á ólympíusæti. Fanney Inga og Glódís stóðu upp úr aftast á vellinum í þéttri vörn íslenska liðsins sem sá til þess að færi Dana yrðu ekki nægilega góð, og Karólína sýndi á ný sínar bestu hliðar eins og hún gerði á EM í Englandi í fyrra. Einkunnir íslenska liðsins í kvöld má sjá hér að neðan. Einkunnir Íslands: Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 9 Svo til fullkomin frumraun hjá þessum 18 ára gamla markverði Vals sem öðlast hefur hellings reynslu á þessu tímabili, meðal annars í lokakeppni EM U19. Fanney Inga var öryggið uppmálað allan leikinn, óhrædd við að spila boltanum stutt á samherja þegar það var hægt og við að rífa til sín lausa bolta í teignum. Þurfti sjaldan að verja erfið skot en átti eina frábæra markvörslu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 6 Að mestu örugg í varnarleiknum en mögulega ekki rétt staðsett í sumum tilvikum þegar verjast þurfti fyrirgjöfum frá hinum kantinum. Skilaði litlu fram á við eins og mátti svo sem búast við í svona leik. Guðrún Arnardóttir, hafsent: 7 Gerði engin mistök í vörninni og passar vel saman með Glódísi í miðri vörninni. Saman sáu þær til þess að stöðva fjölda sókna Dana. Glódís Perla Viggósdóttir, hafsent: 9 Yfirburðamaður í varnarleiknum og raunar í algjörum heimsklassa. Alltaf mætt á réttan stað og ef boltinn kemur í loftinu inn í vítateiginn þá skallar Glódís hann, eða þannig var það alla vega í kvöld. Var nálægt því að skora í fyrri hálfleik, með skalla. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Ekki alltaf rétt tengd í varnarleiknum en olli engum stórslysum. Það var þó helst að einhverjar glufur mynduðust í vörninni hennar megin. Átti frábæra sendingu á Karólínu í markinu. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 7 Búin að festa sig vel í sessi á miðjunni hjá íslenska liðinu, lætur alltaf finna vel fyrir sér og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 6 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu og stóð sig ágætlega en hefði mátt skila meiru fram á við. Gefur ekkert eftir í návígjum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður: 8 Fengum að sjá þá Karólínu sem hefur verið svo frábær í þýsku deildinni í vetur. Hún var sérstaklega áberandi í fyrri hálfleiknum og ógnandi fram á við, og nýtti svo eina tækifærið sitt í seinni hálfleik til að skora sigurmarkið. Agla María Albertsdóttir, hægri kantur: 6 Nálægt því að skora með góðu skoti í fyrri hálfleiknum en annars ekki mjög áberandi í leiknum. Studdi þó vel við í varnarleiknum. Diljá Ýr Zomers, vinstri kantur: 5 Ekki alveg nógu vel tengd við liðsfélagana í kvöld, bæði í vörn og sókn, og náði ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunni gegn Wales þar sem hún skoraði á föstudaginn. Hlín Eiríksdóttir, framherji: 6 Barðist af krafti allan tímann og gerði sérstaklega vel í að halda boltanum í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið þurfti að losa boltann fram. Kom hins vegar minna út úr henni fremst á vellinum. Varamenn Íslands: Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 70. mínútu: 6 Kom inn í leikinn skömmu áður en markið kom. Þurfti mikið að verjast en skilaði boltanum ágætlega frá sér. Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Kom inn fyrir Öglu Maríu á 70. mínútu: 6 Lítt áberandi en dugleg sem fyrr. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 78. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Arna Sif Ásgrímsdóttir - Kom inn fyrir Karólínu Leu á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Ísland gerði Danmörku risastóran grikk með sigrinum, og réttu Þýskalandi hjálparhönd, því Danir hefðu með sigri getað náð efsta sæti riðilsins og komist í úrslit Þjóðadeildarinnar í fótbolta, með möguleika á ólympíusæti. Fanney Inga og Glódís stóðu upp úr aftast á vellinum í þéttri vörn íslenska liðsins sem sá til þess að færi Dana yrðu ekki nægilega góð, og Karólína sýndi á ný sínar bestu hliðar eins og hún gerði á EM í Englandi í fyrra. Einkunnir íslenska liðsins í kvöld má sjá hér að neðan. Einkunnir Íslands: Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 9 Svo til fullkomin frumraun hjá þessum 18 ára gamla markverði Vals sem öðlast hefur hellings reynslu á þessu tímabili, meðal annars í lokakeppni EM U19. Fanney Inga var öryggið uppmálað allan leikinn, óhrædd við að spila boltanum stutt á samherja þegar það var hægt og við að rífa til sín lausa bolta í teignum. Þurfti sjaldan að verja erfið skot en átti eina frábæra markvörslu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 6 Að mestu örugg í varnarleiknum en mögulega ekki rétt staðsett í sumum tilvikum þegar verjast þurfti fyrirgjöfum frá hinum kantinum. Skilaði litlu fram á við eins og mátti svo sem búast við í svona leik. Guðrún Arnardóttir, hafsent: 7 Gerði engin mistök í vörninni og passar vel saman með Glódísi í miðri vörninni. Saman sáu þær til þess að stöðva fjölda sókna Dana. Glódís Perla Viggósdóttir, hafsent: 9 Yfirburðamaður í varnarleiknum og raunar í algjörum heimsklassa. Alltaf mætt á réttan stað og ef boltinn kemur í loftinu inn í vítateiginn þá skallar Glódís hann, eða þannig var það alla vega í kvöld. Var nálægt því að skora í fyrri hálfleik, með skalla. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Ekki alltaf rétt tengd í varnarleiknum en olli engum stórslysum. Það var þó helst að einhverjar glufur mynduðust í vörninni hennar megin. Átti frábæra sendingu á Karólínu í markinu. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 7 Búin að festa sig vel í sessi á miðjunni hjá íslenska liðinu, lætur alltaf finna vel fyrir sér og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 6 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu og stóð sig ágætlega en hefði mátt skila meiru fram á við. Gefur ekkert eftir í návígjum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður: 8 Fengum að sjá þá Karólínu sem hefur verið svo frábær í þýsku deildinni í vetur. Hún var sérstaklega áberandi í fyrri hálfleiknum og ógnandi fram á við, og nýtti svo eina tækifærið sitt í seinni hálfleik til að skora sigurmarkið. Agla María Albertsdóttir, hægri kantur: 6 Nálægt því að skora með góðu skoti í fyrri hálfleiknum en annars ekki mjög áberandi í leiknum. Studdi þó vel við í varnarleiknum. Diljá Ýr Zomers, vinstri kantur: 5 Ekki alveg nógu vel tengd við liðsfélagana í kvöld, bæði í vörn og sókn, og náði ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunni gegn Wales þar sem hún skoraði á föstudaginn. Hlín Eiríksdóttir, framherji: 6 Barðist af krafti allan tímann og gerði sérstaklega vel í að halda boltanum í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið þurfti að losa boltann fram. Kom hins vegar minna út úr henni fremst á vellinum. Varamenn Íslands: Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 70. mínútu: 6 Kom inn í leikinn skömmu áður en markið kom. Þurfti mikið að verjast en skilaði boltanum ágætlega frá sér. Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Kom inn fyrir Öglu Maríu á 70. mínútu: 6 Lítt áberandi en dugleg sem fyrr. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 78. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Arna Sif Ásgrímsdóttir - Kom inn fyrir Karólínu Leu á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira