Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2023 19:21 Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld eiga að leiða stjórn efnahagsmála í stað þess að bíða eftir niðurstöðu kjarasamninga og sýna gott fordæmi með hækkun vaxta- og barnabóta. Forystufólk ASÍ og SA mega hvorugt hugsa til þess ef ekki tekst að ná samstöðu um aðgerðir til að ná niður verðbólgu. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld verða að fara á undan með góðu fordæmi í stað þess að bíða eftir gerð kjarasamninga.Vísir/Vilhelm „Það er töluvert margt í húfi. Það er að verðbólgan verði áframhaldandi og verðbólgan gerir ekkert annað en éta undan samfélaginu í heild sinni. Ég held að sá möguleiki að þetta takist ekki er eiginlega ekki í boði,“ sagði Finnbjörn í Pallborðinu. Sigríður Margrét segir ekki hægt að humma stöðu mála fram af sér. Sigríður Margrét Oddsdóttir segir þann tíma liðinn að öllum hækkunum sé hleypt út í verðlagið.Vísir/Vilhelm „Það liggur alveg fyrir. Ég er algerlega sammála Finnbirni hvað þetta varðar. Það er gríðarlega mikið í húfi og það er ákall bæði frá bæði einstaklingum og fyrirtækjunum í landinu um að við brjótumst út úr þessum vítahring sem við erum föst í,“ sagði Sigríður Margrét. „Það er búið að tefja okkur svolítið núna þetta ábyrgðarleysi sem við viljum meina að sé hjá þeim aðilum sem eiga að halda uppi stöðugleika hérna. Þeir eru alltaf að bíða eftir okkur. Það eru þeir sem eiga að halda uppi stöðugleikanum og þeir eiga að sýna á spilin hjá sér,“ sagði forseti ASÍ. Sigríður Margrét alla þurfa að leggja sitt að mörkum. „Ef við ætlum okkur raunverulega að brjótast út úr þessum vítahring þurfum við að læra að tala um tölur upp á nýtt. Sá tími þar sem umhugsunarlaust menn hækka laun eða veltir einhverju út í verðlagið; hann er liðinn,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir. Hér má sjá Pallborðið í heild. Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur ASÍ Tengdar fréttir Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld eiga að leiða stjórn efnahagsmála í stað þess að bíða eftir niðurstöðu kjarasamninga og sýna gott fordæmi með hækkun vaxta- og barnabóta. Forystufólk ASÍ og SA mega hvorugt hugsa til þess ef ekki tekst að ná samstöðu um aðgerðir til að ná niður verðbólgu. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld verða að fara á undan með góðu fordæmi í stað þess að bíða eftir gerð kjarasamninga.Vísir/Vilhelm „Það er töluvert margt í húfi. Það er að verðbólgan verði áframhaldandi og verðbólgan gerir ekkert annað en éta undan samfélaginu í heild sinni. Ég held að sá möguleiki að þetta takist ekki er eiginlega ekki í boði,“ sagði Finnbjörn í Pallborðinu. Sigríður Margrét segir ekki hægt að humma stöðu mála fram af sér. Sigríður Margrét Oddsdóttir segir þann tíma liðinn að öllum hækkunum sé hleypt út í verðlagið.Vísir/Vilhelm „Það liggur alveg fyrir. Ég er algerlega sammála Finnbirni hvað þetta varðar. Það er gríðarlega mikið í húfi og það er ákall bæði frá bæði einstaklingum og fyrirtækjunum í landinu um að við brjótumst út úr þessum vítahring sem við erum föst í,“ sagði Sigríður Margrét. „Það er búið að tefja okkur svolítið núna þetta ábyrgðarleysi sem við viljum meina að sé hjá þeim aðilum sem eiga að halda uppi stöðugleika hérna. Þeir eru alltaf að bíða eftir okkur. Það eru þeir sem eiga að halda uppi stöðugleikanum og þeir eiga að sýna á spilin hjá sér,“ sagði forseti ASÍ. Sigríður Margrét alla þurfa að leggja sitt að mörkum. „Ef við ætlum okkur raunverulega að brjótast út úr þessum vítahring þurfum við að læra að tala um tölur upp á nýtt. Sá tími þar sem umhugsunarlaust menn hækka laun eða veltir einhverju út í verðlagið; hann er liðinn,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir. Hér má sjá Pallborðið í heild.
Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur ASÍ Tengdar fréttir Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Sjá meira
Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20
Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33