Framlag sjálfboðaliða í starfi Rauða krossins er ómetanlegt Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar 5. desember 2023 12:31 Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Dagurinn gefur stjórnvöldum, almenningi og félagasamtökum sérstakt tækifæri til að hugsa um það gildi sem störf sjálfboðaliða hafa fyrir samfélagið okkar. Hvernig ætli samfélagið okkar liti út ef það væru engir sjálfboðaliðar og enginn gerði neitt fyrir náungann nema að fá greitt fyrir það? Það er erfitt að henda reiður á það hversu mörg vinna sjálfboðastörf á Íslandi og þessi hópur setur svo sannarlega svip á samfélagið okkar. Sjálfboðaliðar starfa í öllum geirum samfélagsins og eru sérstaklega áberandi í listum, menningarstarfi, íþróttahreyfingunni, hagsmunafélögum og mannúðarstörfum. Þá eru ótalin öll þau óformlegu sjálfboðastörf sem unnin eru á hverjum degi, oft án viðurkenningar eða þakklætis. Gott fyrir samfélagið og sjálfboðaliðana sjálfa Það eru 2500 sjálfboðaliðar sem starfa hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þetta er fjölbreyttur hópur sem tekur reglulega hlé á sínu venjulega lífi, segir bless í bili við fjölskyldu og vini, setur börnin sín kannski í pössun og mætir á vaktina til að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra. Betra fyrir náungann sem hefur kannski aðeins minna á milli handanna, á færri að eða er að upplifa erfiða tíma. Þetta fólk svarar í Hjálparsímann 1717, heimsækir fólk sem er einmana eða einangrað, styður flóttafólk sem er að taka sín fyrstu skref í nýju samfélagi, reynir að auðvelda líf fólks með fíknivanda og ótal margt fleira. Þegar sjálfboðaliðar eru spurðir af hverju þeir vinna sjálfboðastörf er svarið iðulega löngunin að vera til staðar fyrir þau sem þurfa og gefa til baka til samfélagsins. En mörg nefna líka að í sjálfboðastarfinu öðlist þau nýja þekkingu og hæfni, fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu og/eða reynslu, kynnist nýju fólki og efli tengslanetið sitt. Einnig hefur verið sýnt fram á að sjálfboðin störf stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þau vinna, auki sjálfstraust og geti aukið atvinnuhæfni, sér í lagi ungs fólks. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Íslandi eru hluti af Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, en þar starfa um 19 milljón sjálfboðaliðar í heild um allan heim. Þau þekkja þarfirnar í sínu nærsamfélagi, eru þjálfuð og reynd og mjög oft fyrst á staðinn þegar mikið bjátar á. Framlag alls þessa öfluga fólks, bæði hér á Íslandi og um heim allan, verður seint metið til fjár. Takk öll! Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Dagurinn gefur stjórnvöldum, almenningi og félagasamtökum sérstakt tækifæri til að hugsa um það gildi sem störf sjálfboðaliða hafa fyrir samfélagið okkar. Hvernig ætli samfélagið okkar liti út ef það væru engir sjálfboðaliðar og enginn gerði neitt fyrir náungann nema að fá greitt fyrir það? Það er erfitt að henda reiður á það hversu mörg vinna sjálfboðastörf á Íslandi og þessi hópur setur svo sannarlega svip á samfélagið okkar. Sjálfboðaliðar starfa í öllum geirum samfélagsins og eru sérstaklega áberandi í listum, menningarstarfi, íþróttahreyfingunni, hagsmunafélögum og mannúðarstörfum. Þá eru ótalin öll þau óformlegu sjálfboðastörf sem unnin eru á hverjum degi, oft án viðurkenningar eða þakklætis. Gott fyrir samfélagið og sjálfboðaliðana sjálfa Það eru 2500 sjálfboðaliðar sem starfa hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þetta er fjölbreyttur hópur sem tekur reglulega hlé á sínu venjulega lífi, segir bless í bili við fjölskyldu og vini, setur börnin sín kannski í pössun og mætir á vaktina til að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra. Betra fyrir náungann sem hefur kannski aðeins minna á milli handanna, á færri að eða er að upplifa erfiða tíma. Þetta fólk svarar í Hjálparsímann 1717, heimsækir fólk sem er einmana eða einangrað, styður flóttafólk sem er að taka sín fyrstu skref í nýju samfélagi, reynir að auðvelda líf fólks með fíknivanda og ótal margt fleira. Þegar sjálfboðaliðar eru spurðir af hverju þeir vinna sjálfboðastörf er svarið iðulega löngunin að vera til staðar fyrir þau sem þurfa og gefa til baka til samfélagsins. En mörg nefna líka að í sjálfboðastarfinu öðlist þau nýja þekkingu og hæfni, fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu og/eða reynslu, kynnist nýju fólki og efli tengslanetið sitt. Einnig hefur verið sýnt fram á að sjálfboðin störf stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þau vinna, auki sjálfstraust og geti aukið atvinnuhæfni, sér í lagi ungs fólks. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Íslandi eru hluti af Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, en þar starfa um 19 milljón sjálfboðaliðar í heild um allan heim. Þau þekkja þarfirnar í sínu nærsamfélagi, eru þjálfuð og reynd og mjög oft fyrst á staðinn þegar mikið bjátar á. Framlag alls þessa öfluga fólks, bæði hér á Íslandi og um heim allan, verður seint metið til fjár. Takk öll! Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar