Stórkostlegur áfangi í augsýn en líklega handan seilingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 06:48 Al Gore hefur helgað líf sitt baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Getty/Paramount Pictures/Brendon Thorne Samkomulag ríkja heims um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis yrði einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkyns að sögn Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og baráttumanns gegn loftslagsbreytingum. „Ef menn kæmust að niðurstöðu hér um að koma heimsbyggðinni á óvart með því að segja: „Ok, við erum búin að ná þessu, við erum búnir að græða nógu mikið af peningum, við munum gera það sem þarf til að gefa ungu fólki von á ný og koma í veg fyrir eins mikla þjáningu og mögulegt er og hefja þá vegferð að hætta notkun jarðefnaeldsneytis,“ þá yrði það einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkynsins,“ sagði Gore í samtali við Guardian á Cop28 sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Gore fagnaði stofnun sjóðs til að aðstoða þróunarríkin við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga en sagði fjármögnun hans ábótavant. Mælikvarðinn á árangur af Cop28 væri hins vegar einfaldur: Annað hvort myndu menn skuldbinda sig til að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis eða ekki. Rúmlega helmingur þeirra 200 ríkja sem eiga fulltrúa á Cop28 hefur gefið til kynna að þau séu reiðubúin til að styðja tillögu þess efnis að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. John Kerry, sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, segir erfitt að skilja hvers vegna menn ættu að halda áfram að stunda þá iðju sem stuðlar einna mest að loftlagsbreytingum og þá hefur António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatt leiðtoga til að fylkja sér á bak við fyrrnefnda tillögu. Stjórnvöld í Kína, Rússlandi og Sádi Arabíu eru sögð vera meðal þeirra sem munu ekki samþykkja orðalag um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis og fjöldi olíufyrirtækja sem á fulltrúa á Cop28 áætlar umfangsmiklar boranir. Gore segir það hafa verið mistök að skipa Sultan Al Jaber, forstjóra Adnoc, ríkisolíufyrirtækis Sameinuðu arabísku furstadæmana, forseta Cop28. „Ég meina, það er fáránlegt. Algjörlega út í hött.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
„Ef menn kæmust að niðurstöðu hér um að koma heimsbyggðinni á óvart með því að segja: „Ok, við erum búin að ná þessu, við erum búnir að græða nógu mikið af peningum, við munum gera það sem þarf til að gefa ungu fólki von á ný og koma í veg fyrir eins mikla þjáningu og mögulegt er og hefja þá vegferð að hætta notkun jarðefnaeldsneytis,“ þá yrði það einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkynsins,“ sagði Gore í samtali við Guardian á Cop28 sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Gore fagnaði stofnun sjóðs til að aðstoða þróunarríkin við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga en sagði fjármögnun hans ábótavant. Mælikvarðinn á árangur af Cop28 væri hins vegar einfaldur: Annað hvort myndu menn skuldbinda sig til að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis eða ekki. Rúmlega helmingur þeirra 200 ríkja sem eiga fulltrúa á Cop28 hefur gefið til kynna að þau séu reiðubúin til að styðja tillögu þess efnis að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. John Kerry, sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, segir erfitt að skilja hvers vegna menn ættu að halda áfram að stunda þá iðju sem stuðlar einna mest að loftlagsbreytingum og þá hefur António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatt leiðtoga til að fylkja sér á bak við fyrrnefnda tillögu. Stjórnvöld í Kína, Rússlandi og Sádi Arabíu eru sögð vera meðal þeirra sem munu ekki samþykkja orðalag um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis og fjöldi olíufyrirtækja sem á fulltrúa á Cop28 áætlar umfangsmiklar boranir. Gore segir það hafa verið mistök að skipa Sultan Al Jaber, forstjóra Adnoc, ríkisolíufyrirtækis Sameinuðu arabísku furstadæmana, forseta Cop28. „Ég meina, það er fáránlegt. Algjörlega út í hött.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira