Erlent

Lars Løkke kemst ekki á COP28 vegna veikinda

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lars hefur afboðað komu sína á loftlagsráðstefnuna.
Lars hefur afboðað komu sína á loftlagsráðstefnuna. EPA-EFE/FEHIM DEMIR

Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur afboðað sig á COP28 loftlagsráðstefnuna sem nú fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum vegna veikinda.

Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að ráðherrann liggi nú veikur heima með veirusýkingu. Ráðherrann átti að funda með John Kerry, sérstökum loftlagserindreka Bandaríkjanna, á ráðstefnunni á morgun.

Þá ætlaði Rasmussen auk þess að heimsækja Sádí-Arabíu á sama tíma. Þeirri heimsókn hefur nú verið aflýst. Ekki er ljóst hvort Danir munu senda fulltrúa í hans stað.

Þrír ráðherrar úr dönsku ríkisstjórninni eru viðstaddir ráðstefnuna. Það er loftlagsráðherrann Dan Jørgensen, umhverfisráherrann Lars Aagaard og forsætisráðherrann Mette Frederiksen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×