„Sorglegt“ ef pökkunum undir trénu fer ekki að fjölga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2023 13:47 Pakkarnir undir trénu eru færri en þeir hafa verið á sama tíma síðustu ár. Árleg jólagjafasöfnun Kringlunnar fyrir börn sem búa við bágan kost fer mjög illa af stað. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það verða sorglega niðurstöðu ef söfnunin taki ekki við sér. „Þetta kom strax í ljós þegar við vorum að kveikja á trénu fyrir viku,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. Mbl greindi fyrst frá dræmri þátttöku í söfnuninni. „Það er svona flott athöfn sem við höldum og mjög vel sótt. Það hefur verið svona upphafið, og við byrjum pakkasöfnunina um leið. Margar fjölskyldur sem koma með pakka, börnin fara með, kaupa gjafir, pakka inn og setja undir tréð. Þarna sáum við bara strax að það var eitthvað mjög skrýtið í gangi, og mjög lítið sem kom þann dag. Svo hefur öll þessi vika bara verið mjög róleg,“ segir Baldvina. Nokkrir pakkar séu komnir undir tréð og hún sé auðvitað þakklát fyrir hvern og einn þeirra. Þeir séu þó mun færri en á sama tíma flest undanfarin ár. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Ekki óvænt Baldvina segist geta getið sér til um ástæður dræmrar þátttöku í söfnuninni þetta árið. „Eins og staðan er núna á vaxtamálum, fólk finnur mikið fyrir því og þarf meira að halda að sér höndum, hugsa um hverja krónu og vera skynsöm um því hverju er eytt og hvernig er verslað. Svo hefur fólk kannski áhyggjur af framtíðinni, það er auðvitað ekki gott hljóð í forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, og það gæti stefnt í erfiðan vetur,“ segir Baldvina. Þegar fólk fari að spara séu safnanir eins og þessi oftar en ekki efst á niðurskurðarlistanum. „Því miður. En það þarf svo lítið til þess að gera svo mikið. En ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur.“ Dræm þátttaka hafi ekki komið sérstaklega á óvart. „Ég var hrædd um þetta. Þær hjálparstofnanir sem við erum í miklu samstarfi við, Fjölskylduhjálp, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar, eru byrjaðar að minna vel á sig. Hvort það verði ekki örugglega munað eftir þeim þegar við erum að deila út, eins og síðustu ár. Maður finnur að þau hafi áhyggjur. Þannig að þetta var viðbúið, en kannski ekki að þetta yrði svona slæmt,“ segir Baldvina. Jólaálfar á vegum Kringlunnar taka að sér að kaupa gjafir fyrir þau framlög sem berast á vefsíðu Kringlunnar. Bendir á jólaálfana Baldvina bendir á að einnig sé tekið á móti frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. „Þá erum við með svona jólaálfa sem fara fyrir okkur og kaupa gjafir fyrir það sem safnast. Þetta safnast allt saman þannig að fimmhundruðkall er bara hellingur. Þegar allt kemur saman þá getur þetta orðið ansi stórt.“ Samtakamáttur Íslendinga hafi sýnt sig og sannað áður, og geri það vonandi núna. „Við erum að tala um jólagjafir fyrir börn. Jólin eru hátíð barnanna og mér finnst sorglegt ef okkur tekst ekki að styðja við bakið á þeim sem minnst mega sín,“ segir Baldvina. „En, við vonum það besta og ég trúi því að það rætist úr þessu.“ Kringlan Jól Reykjavík Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Þetta kom strax í ljós þegar við vorum að kveikja á trénu fyrir viku,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. Mbl greindi fyrst frá dræmri þátttöku í söfnuninni. „Það er svona flott athöfn sem við höldum og mjög vel sótt. Það hefur verið svona upphafið, og við byrjum pakkasöfnunina um leið. Margar fjölskyldur sem koma með pakka, börnin fara með, kaupa gjafir, pakka inn og setja undir tréð. Þarna sáum við bara strax að það var eitthvað mjög skrýtið í gangi, og mjög lítið sem kom þann dag. Svo hefur öll þessi vika bara verið mjög róleg,“ segir Baldvina. Nokkrir pakkar séu komnir undir tréð og hún sé auðvitað þakklát fyrir hvern og einn þeirra. Þeir séu þó mun færri en á sama tíma flest undanfarin ár. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Ekki óvænt Baldvina segist geta getið sér til um ástæður dræmrar þátttöku í söfnuninni þetta árið. „Eins og staðan er núna á vaxtamálum, fólk finnur mikið fyrir því og þarf meira að halda að sér höndum, hugsa um hverja krónu og vera skynsöm um því hverju er eytt og hvernig er verslað. Svo hefur fólk kannski áhyggjur af framtíðinni, það er auðvitað ekki gott hljóð í forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, og það gæti stefnt í erfiðan vetur,“ segir Baldvina. Þegar fólk fari að spara séu safnanir eins og þessi oftar en ekki efst á niðurskurðarlistanum. „Því miður. En það þarf svo lítið til þess að gera svo mikið. En ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur.“ Dræm þátttaka hafi ekki komið sérstaklega á óvart. „Ég var hrædd um þetta. Þær hjálparstofnanir sem við erum í miklu samstarfi við, Fjölskylduhjálp, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar, eru byrjaðar að minna vel á sig. Hvort það verði ekki örugglega munað eftir þeim þegar við erum að deila út, eins og síðustu ár. Maður finnur að þau hafi áhyggjur. Þannig að þetta var viðbúið, en kannski ekki að þetta yrði svona slæmt,“ segir Baldvina. Jólaálfar á vegum Kringlunnar taka að sér að kaupa gjafir fyrir þau framlög sem berast á vefsíðu Kringlunnar. Bendir á jólaálfana Baldvina bendir á að einnig sé tekið á móti frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. „Þá erum við með svona jólaálfa sem fara fyrir okkur og kaupa gjafir fyrir það sem safnast. Þetta safnast allt saman þannig að fimmhundruðkall er bara hellingur. Þegar allt kemur saman þá getur þetta orðið ansi stórt.“ Samtakamáttur Íslendinga hafi sýnt sig og sannað áður, og geri það vonandi núna. „Við erum að tala um jólagjafir fyrir börn. Jólin eru hátíð barnanna og mér finnst sorglegt ef okkur tekst ekki að styðja við bakið á þeim sem minnst mega sín,“ segir Baldvina. „En, við vonum það besta og ég trúi því að það rætist úr þessu.“
Kringlan Jól Reykjavík Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira