Mæta í grannaglímu Garðabæjar merktir Katalóníu Garðabæjar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 11:00 Það hefur verið flott stemmning á pöllunum á Álftanesi og það má búast við frábærri mætingu á leikinn í kvöld. Samsett/Hulda Margrét & Álftanes körfubolti Fyrsta grannaglíma Garðabæjar í sögu efstu deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld í Umhyggjuhöllinni í Ásgarði og er von á góðri mætingu og mikilli stemmningu. Lið Stjörnunnar og Álftaness hafa verið að gera flotta hluti í Subway deild karla í vetur og hafa nýliðarnir af Álftanesi sýnt það og sannað að þeir eru engir venjulegir nýliðar. Fyrir níundu umferð deildarinnar eru bæði Garðabæjarliðin með fimm sigra og þrjú töp en úrslit úr innbyrðis leikjum margra liða valda því að Stjarnan var í þriðja sæti en Álftanes í því áttunda. Nýliðarnir eru hvergi bangnir og Álftnesingar mæta stoltir til leiks í Ásgarði í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það ætla margir að mæta og styðja við sín lið en mæting á heimaleiki nýliðanna hefur verið til mikillar fyrirmyndar í vetur. Álftnesingar ætla líka að mála stúkuna fjólubláa því þeir hafa verið að selja stuðningsmannatreyjur og boli í aðdraganda leiksins. Það vekur sérstaka athygli að bolirnir eru merktir Katalóníu Garðabæjar. Þetta er skemmtileg skírskotun til Spánar þar sem Katalóníu er sjálfstjórnarsvæði á Spáni og þaðan sem við þekkjum leiki Barcelona á móti Real Madrid. Álftanes sameinaðist Garðabæ í október 2012 og er leikurinn í kvöld því bæjarslagur. Fyrsta línan í stuðningsmannalagi Álftnesinga er einnig „Í Katalóníu Garðabæjar“. Hingað til höfum við bara séð bæjarslagi í efstu deild í körfubolta í Reykjavík og Reykjanesbæ en nú bætist Garðabær í þennan hóp. Stjörnumenn eru líka að búa til frábæra umgjörð um leikinn. Justin Shouse mun mæta á svæði með Just Wingin It vagninn sinn. Dúllubar opnar klukkan 17.00 og fyrstu 250 manns á svæðið fá merkta Stjörnuboli. Subway-deild karla UMF Álftanes Stjarnan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Lið Stjörnunnar og Álftaness hafa verið að gera flotta hluti í Subway deild karla í vetur og hafa nýliðarnir af Álftanesi sýnt það og sannað að þeir eru engir venjulegir nýliðar. Fyrir níundu umferð deildarinnar eru bæði Garðabæjarliðin með fimm sigra og þrjú töp en úrslit úr innbyrðis leikjum margra liða valda því að Stjarnan var í þriðja sæti en Álftanes í því áttunda. Nýliðarnir eru hvergi bangnir og Álftnesingar mæta stoltir til leiks í Ásgarði í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það ætla margir að mæta og styðja við sín lið en mæting á heimaleiki nýliðanna hefur verið til mikillar fyrirmyndar í vetur. Álftnesingar ætla líka að mála stúkuna fjólubláa því þeir hafa verið að selja stuðningsmannatreyjur og boli í aðdraganda leiksins. Það vekur sérstaka athygli að bolirnir eru merktir Katalóníu Garðabæjar. Þetta er skemmtileg skírskotun til Spánar þar sem Katalóníu er sjálfstjórnarsvæði á Spáni og þaðan sem við þekkjum leiki Barcelona á móti Real Madrid. Álftanes sameinaðist Garðabæ í október 2012 og er leikurinn í kvöld því bæjarslagur. Fyrsta línan í stuðningsmannalagi Álftnesinga er einnig „Í Katalóníu Garðabæjar“. Hingað til höfum við bara séð bæjarslagi í efstu deild í körfubolta í Reykjavík og Reykjanesbæ en nú bætist Garðabær í þennan hóp. Stjörnumenn eru líka að búa til frábæra umgjörð um leikinn. Justin Shouse mun mæta á svæði með Just Wingin It vagninn sinn. Dúllubar opnar klukkan 17.00 og fyrstu 250 manns á svæðið fá merkta Stjörnuboli.
Subway-deild karla UMF Álftanes Stjarnan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira