Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Höttur 93-85 | Taphrina Hauka á enda Sæbjörn Steinke skrifar 30. nóvember 2023 22:25 Haukar unnu mikilvægan sigur í kvöld. vísir/anton Höttur mætti í Ólafssal í kvöld eftir að hafa unnið sannfærandi sigur gegn þá heitasta liðinu í deildinni, Stjörnunni, í síðustu umferð. Liðið mætti ísköldum Haukum sem freistuðu þess að enda fjögurra leikja taphrinu. Haukar unnu átta stiga sigur á heimavelli sínum, 93-85, og hefur liðið nú unnið alla þrjá leiki þessara liða síðan þau fóru saman upp úr 1. deildinni vorið 2022. Sigurinn var þó ekki auðveldur fyrir heimamenn, gestirnir önduðu ofan í hálsmálið á Haukum eiginlega allan tímann og létu þá vita að þetta yrði aldrei þægilegt. Mestur fór munurinn upp í ellefu stig heimamönnum í vil og mest komust gestirnir þremur stigum yfir. Liðin voru ekki að skora mikið framan af fyrsta leikhluta, Haukar leiddu eftir hann 20-16 og svo 50-39 í hálfleik. Eftirminnilegustu tilþrif fyrri hálfleiksins eru sennilega þau hjá Gustav Suhr-Jessen, leikmanni Hattar, sem fíflaði Huga Halldórsson, leikmann Hauka, svo mikið að Hugi rann nánast í splitt. Sá danski náði þó ekki að skora úr skoti sínu, sem eru ákveðin vonbrigði eftir svona tilþrif. Gestirnir voru fljótir að núlla út forskot heimamanna í seinni hálfleik, keyrðu aðeins upp geðveikina í varnarleiknum og Haukum gekk illa að skora þangað til þeir komust í skotrétt og gátu fengið auðveld stig af vítalínunni. Undir lok þriðja leikhluta komu svo tilþrif leiksins þegar Deontaye Buskey tróð boltanum framhjá Huga sem reyndi að verja tilraunina. Daði Lár Jónsson kom inn með mikla orku fyrir Haukana í lokaleikhlutanum, sótti mikilvæg fráköst og skoraði dýrmæt stig. Höttur komst yfir snemma í leikhlutanum en Haukar svöruðu fljótt aftur og byggðu upp smá forskot. Sex stiga forskot var fljót að hverfa því Obie Trotter setti tvö þriggja stiga skot ofan í þegar rúmlega þrjár mínútur lifðu leiks og jafnaði leikinn í 74-74. Osku Heinonen í liði Hauka svaraði þá með því að skora fjögur stig í sömu sókninni og héldu Haukar forskoti út leikinn. Höttur reyndi að stela boltum og senda heimamenn á vítalínuna í lok leiks í von um að saxa á forskotið en það fór aldrei svo langt að gera leikinn spennandi. Að lokum stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar og sýnilega var heimamönnum létt að landa loksins sigri. Af hverju unnu Haukar? Haukarnir börðust vel og lykilaugnablik féllu með þeim í þessum leik. Stór leikatriði eins og sóknafráköst frá Daða Lár og Tómasi Orra sem hjálpuðu til við að landa sigrinum í lokaleikhlutanum. Þyngst vóg samt sennilega stigaskor Daniel Love á lokakaflanum. Love var að spila sinn fyrsta leik eftir að hafa komið frá Álftanesi og skoraði hann fjórtán stig í lokaleikhlutanum, þar af tólf á síðustu fimm mínútunum. Hattarliðið er erfitt að etja kappi við og nær oft að koma liðum út úr sínum aðgerðum. Það tókst lengi vel í þriðja leikhluta en Haukar náðu að lifa þann kafla af og sigldu sigrinum heim. Hverjir stóðu upp úr? Daniel Love endaði með 26 stig og sex fráköst í fyrsta leik sínum fyrir Hauka. Osku Heinonen var næst stigahæstur með 21 stig úr ellefu skotum. Deontaye Buskey var stigahæstur í liði Hattar með 23 stig og næstur á eftir honum var Obie Trotter sem skoraði nítján stig. Hann skoraði úr fimm þriggja stiga skotum í leiknum sem var einum meira en Osku sem setti næst flesta þrista. Það voru samt aukaleikararnir í liði Hauka sem komu með framlagið sem þurfti eins og áður segir; Daníel Ágúst Halldórsson, Tómas Orri Hjálmarsson, Hugi Hallgrímsson og Daði Lár komu með framlag sem þurfti til að landa sigri. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Hetti að halda sig frá því að brjóta á Haukum eftir að heimamenn voru komnir í skotrétt í þriðja leikhluta. Þá komust heimamenn á vítalínuna og gátu þannig komið stigum á töfluna eftir mikið bras þar á undan. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er 10. umferðin í Subway-deildinni. Haukar fara á Álftanes næsta fimmtudag og Höttur heimsækir Sauðárkrók og mætir þar Íslandsmeisturum Tindastóls. Duttum niður á flatneskjuna sem var hér í kvöld Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, svaraði fyrstu spurningu með því nefna ritstjóra Körfunar. Fyrsta spurningin var út í fyrstu viðbrögð og hvar hefði leikurinn farið frá gestunum. „Haukar unnu, þeir skoruðu meira. Varnarleikur, fór ekkert á einhverjum einum stað, spurning eins og hjá Davíð Eld. Við töpuðum bara.“ Var enginn einn tímapunktur þar sem þetta fór? „Nei. Varnarleikurinn var bara ekki góður í þessum leik. Við reyndum, eftir frekar flatan fyrri hálfleik, að keyra ákefðina upp og spila svolítið „physical“. Þegar við gerðum það þá fannst mér línan vera aumari heldur en hún hefur verið í öðrum leikjum á tímabilinu. Við náðum aldrei að komast á flug, duttum einhvern veginn niður á þá flatneskju sem mér fannst stemningin hér vera í kvöld. Við náðum aldrei að kveikja í okkur nema í stuttan tíma í einu. Við reyndum, en þetta fór ekki frá okkur á einhverjum einum tímapunkti. Það er of mikið að fá á sig 93 stig hérna í kvöld á móti Haukum.“ Viðar sagði að það hefði að sjálfsögðu áhrif að hans menn séu vanari harðari línu. Er hann svekktur með dómarana? „Jú, við hefðum auðvitað hleypt þessu upp í slagsmál þegar við þurftum þess. En það er auðvitað þannig að þú þarft að aðlagast línunni… allt þetta frasakjaftæði. Við reyndum, en vorum bara ekki góðir í dag. Þannig er það bara.“ Var eitthvað í leik Hauka sem kom á óvart? „Nei, ég held ekki. Það kom mér á óvart á miðvikudaginn að menn væru farnir að skipta á leikmönnum eins og býttispjöldum í körfubolta, svolítið furðulegt, en það er alltaf eitthvað nýtt í þessu.“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, kláraði ekki síðasta leik sem var gegn Hetti, var sendur í sturtu eftir að hafa fengið tvær tæknivillur. Hann fékk ekki leikbann fyrir það, heldur aðvörun. Undirritaður heyrði umræðu um að Ægir hefði verið heppinn að sleppa við leikbann. Hvað segir Viðar? „Hann átti ekki að vera dæmdur í leikbann, fékk tvær tæknivillur og það er bara aðvörun.“ „Þú verður að koma með einhverjar meiri sprengjur ef þú ætlar að ná að kveikja í mér,“ sagði Viðar en undirritaður átti ekkert uppi í erminni. En er þjálfarinn ánægður með byrjunina á tímabilinu, fimm sigrar og fjögur töp er uppskeran eftir níu umferðir. „Klárlega. Ef okkur hefði verið boðið þetta fyrir tímabilið þá hefðum við líklega tekið það. Mér finnst bara félagið og liðið á uppleið,“ sagði Viðar. Subway-deild karla Haukar Höttur
Höttur mætti í Ólafssal í kvöld eftir að hafa unnið sannfærandi sigur gegn þá heitasta liðinu í deildinni, Stjörnunni, í síðustu umferð. Liðið mætti ísköldum Haukum sem freistuðu þess að enda fjögurra leikja taphrinu. Haukar unnu átta stiga sigur á heimavelli sínum, 93-85, og hefur liðið nú unnið alla þrjá leiki þessara liða síðan þau fóru saman upp úr 1. deildinni vorið 2022. Sigurinn var þó ekki auðveldur fyrir heimamenn, gestirnir önduðu ofan í hálsmálið á Haukum eiginlega allan tímann og létu þá vita að þetta yrði aldrei þægilegt. Mestur fór munurinn upp í ellefu stig heimamönnum í vil og mest komust gestirnir þremur stigum yfir. Liðin voru ekki að skora mikið framan af fyrsta leikhluta, Haukar leiddu eftir hann 20-16 og svo 50-39 í hálfleik. Eftirminnilegustu tilþrif fyrri hálfleiksins eru sennilega þau hjá Gustav Suhr-Jessen, leikmanni Hattar, sem fíflaði Huga Halldórsson, leikmann Hauka, svo mikið að Hugi rann nánast í splitt. Sá danski náði þó ekki að skora úr skoti sínu, sem eru ákveðin vonbrigði eftir svona tilþrif. Gestirnir voru fljótir að núlla út forskot heimamanna í seinni hálfleik, keyrðu aðeins upp geðveikina í varnarleiknum og Haukum gekk illa að skora þangað til þeir komust í skotrétt og gátu fengið auðveld stig af vítalínunni. Undir lok þriðja leikhluta komu svo tilþrif leiksins þegar Deontaye Buskey tróð boltanum framhjá Huga sem reyndi að verja tilraunina. Daði Lár Jónsson kom inn með mikla orku fyrir Haukana í lokaleikhlutanum, sótti mikilvæg fráköst og skoraði dýrmæt stig. Höttur komst yfir snemma í leikhlutanum en Haukar svöruðu fljótt aftur og byggðu upp smá forskot. Sex stiga forskot var fljót að hverfa því Obie Trotter setti tvö þriggja stiga skot ofan í þegar rúmlega þrjár mínútur lifðu leiks og jafnaði leikinn í 74-74. Osku Heinonen í liði Hauka svaraði þá með því að skora fjögur stig í sömu sókninni og héldu Haukar forskoti út leikinn. Höttur reyndi að stela boltum og senda heimamenn á vítalínuna í lok leiks í von um að saxa á forskotið en það fór aldrei svo langt að gera leikinn spennandi. Að lokum stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar og sýnilega var heimamönnum létt að landa loksins sigri. Af hverju unnu Haukar? Haukarnir börðust vel og lykilaugnablik féllu með þeim í þessum leik. Stór leikatriði eins og sóknafráköst frá Daða Lár og Tómasi Orra sem hjálpuðu til við að landa sigrinum í lokaleikhlutanum. Þyngst vóg samt sennilega stigaskor Daniel Love á lokakaflanum. Love var að spila sinn fyrsta leik eftir að hafa komið frá Álftanesi og skoraði hann fjórtán stig í lokaleikhlutanum, þar af tólf á síðustu fimm mínútunum. Hattarliðið er erfitt að etja kappi við og nær oft að koma liðum út úr sínum aðgerðum. Það tókst lengi vel í þriðja leikhluta en Haukar náðu að lifa þann kafla af og sigldu sigrinum heim. Hverjir stóðu upp úr? Daniel Love endaði með 26 stig og sex fráköst í fyrsta leik sínum fyrir Hauka. Osku Heinonen var næst stigahæstur með 21 stig úr ellefu skotum. Deontaye Buskey var stigahæstur í liði Hattar með 23 stig og næstur á eftir honum var Obie Trotter sem skoraði nítján stig. Hann skoraði úr fimm þriggja stiga skotum í leiknum sem var einum meira en Osku sem setti næst flesta þrista. Það voru samt aukaleikararnir í liði Hauka sem komu með framlagið sem þurfti eins og áður segir; Daníel Ágúst Halldórsson, Tómas Orri Hjálmarsson, Hugi Hallgrímsson og Daði Lár komu með framlag sem þurfti til að landa sigri. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Hetti að halda sig frá því að brjóta á Haukum eftir að heimamenn voru komnir í skotrétt í þriðja leikhluta. Þá komust heimamenn á vítalínuna og gátu þannig komið stigum á töfluna eftir mikið bras þar á undan. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er 10. umferðin í Subway-deildinni. Haukar fara á Álftanes næsta fimmtudag og Höttur heimsækir Sauðárkrók og mætir þar Íslandsmeisturum Tindastóls. Duttum niður á flatneskjuna sem var hér í kvöld Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, svaraði fyrstu spurningu með því nefna ritstjóra Körfunar. Fyrsta spurningin var út í fyrstu viðbrögð og hvar hefði leikurinn farið frá gestunum. „Haukar unnu, þeir skoruðu meira. Varnarleikur, fór ekkert á einhverjum einum stað, spurning eins og hjá Davíð Eld. Við töpuðum bara.“ Var enginn einn tímapunktur þar sem þetta fór? „Nei. Varnarleikurinn var bara ekki góður í þessum leik. Við reyndum, eftir frekar flatan fyrri hálfleik, að keyra ákefðina upp og spila svolítið „physical“. Þegar við gerðum það þá fannst mér línan vera aumari heldur en hún hefur verið í öðrum leikjum á tímabilinu. Við náðum aldrei að komast á flug, duttum einhvern veginn niður á þá flatneskju sem mér fannst stemningin hér vera í kvöld. Við náðum aldrei að kveikja í okkur nema í stuttan tíma í einu. Við reyndum, en þetta fór ekki frá okkur á einhverjum einum tímapunkti. Það er of mikið að fá á sig 93 stig hérna í kvöld á móti Haukum.“ Viðar sagði að það hefði að sjálfsögðu áhrif að hans menn séu vanari harðari línu. Er hann svekktur með dómarana? „Jú, við hefðum auðvitað hleypt þessu upp í slagsmál þegar við þurftum þess. En það er auðvitað þannig að þú þarft að aðlagast línunni… allt þetta frasakjaftæði. Við reyndum, en vorum bara ekki góðir í dag. Þannig er það bara.“ Var eitthvað í leik Hauka sem kom á óvart? „Nei, ég held ekki. Það kom mér á óvart á miðvikudaginn að menn væru farnir að skipta á leikmönnum eins og býttispjöldum í körfubolta, svolítið furðulegt, en það er alltaf eitthvað nýtt í þessu.“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, kláraði ekki síðasta leik sem var gegn Hetti, var sendur í sturtu eftir að hafa fengið tvær tæknivillur. Hann fékk ekki leikbann fyrir það, heldur aðvörun. Undirritaður heyrði umræðu um að Ægir hefði verið heppinn að sleppa við leikbann. Hvað segir Viðar? „Hann átti ekki að vera dæmdur í leikbann, fékk tvær tæknivillur og það er bara aðvörun.“ „Þú verður að koma með einhverjar meiri sprengjur ef þú ætlar að ná að kveikja í mér,“ sagði Viðar en undirritaður átti ekkert uppi í erminni. En er þjálfarinn ánægður með byrjunina á tímabilinu, fimm sigrar og fjögur töp er uppskeran eftir níu umferðir. „Klárlega. Ef okkur hefði verið boðið þetta fyrir tímabilið þá hefðum við líklega tekið það. Mér finnst bara félagið og liðið á uppleið,“ sagði Viðar.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti