Neytendasamtökin gagnrýna harðlega framgöngu Creditinfo Hólmfríður Gísladóttir og Jakob Bjarnar skrifa 30. nóvember 2023 10:09 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Sigurjón „Meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins, að mati Neytendasamtakanna og VR. Hafa samtökin því sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð.“ Þetta segir í tilkynningu sem hefur verið birt á vefsíðu Neytendasamtakanna en þar segir einnig að umræddar breytingar, það er að segja að Creditinfo sé farið að miðla upplýsingum um gömul vanskil, hafi haft stórkostlegar, víðtækar og skyndilegar afleiðingar fyrir um 40 prósent Íslendinga. „Þeir fóru óforvarendis að nota eldri gögn en við teljum þau hafa heimild til í lánshæfismat fólks. Við það súnkaði að sögn 15% þjóðarinnar um lánshæfisflokk. Öll framúrskarandi fyrirtæki hefðu látið fólk vita í góðum tíma og gefið fólki ráð og rúm til andmæla en þessu var bara skellt á fólk í skjóli nætur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við fréttastofu. „Fjöldi fólks missti þar með lánsheimildir og lánstraust hjá lánveitendum, ekki vegna breytinga á eigin högum, heldur vegna breytinga hjá Creditinfo," segir Breki í samtali við Vísi. Fyrirtækið hafi ekki gætt meðalhófs í aðgerðum sínum, veitt fólki upplýsingar fyrirfram né gefið kost á andmælum. „Neytendasamtökin og VR kalla eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Neytendasamtökin hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því nákvæmlega hvers vegna tiltekinn aðili fellur um flokk svo dæmi sé tekið, nú eða færist upp um flokk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fyrir marga geti það haft alvarlegar afleiðngar í för með sér að færast niður um lánshæfnisflokk. Fyrirtækinu beri lögum samkvæmt að veita upplýsingar um vægi einstakra breytna við útreikninga á líkindum í skýrslu um lánshæfi og þau rök sem liggja að baki. Samtökin benda fólki á að biðja um umrædd gögn og hafa birt form sem fólk getur notað. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni. Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu sem hefur verið birt á vefsíðu Neytendasamtakanna en þar segir einnig að umræddar breytingar, það er að segja að Creditinfo sé farið að miðla upplýsingum um gömul vanskil, hafi haft stórkostlegar, víðtækar og skyndilegar afleiðingar fyrir um 40 prósent Íslendinga. „Þeir fóru óforvarendis að nota eldri gögn en við teljum þau hafa heimild til í lánshæfismat fólks. Við það súnkaði að sögn 15% þjóðarinnar um lánshæfisflokk. Öll framúrskarandi fyrirtæki hefðu látið fólk vita í góðum tíma og gefið fólki ráð og rúm til andmæla en þessu var bara skellt á fólk í skjóli nætur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við fréttastofu. „Fjöldi fólks missti þar með lánsheimildir og lánstraust hjá lánveitendum, ekki vegna breytinga á eigin högum, heldur vegna breytinga hjá Creditinfo," segir Breki í samtali við Vísi. Fyrirtækið hafi ekki gætt meðalhófs í aðgerðum sínum, veitt fólki upplýsingar fyrirfram né gefið kost á andmælum. „Neytendasamtökin og VR kalla eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Neytendasamtökin hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því nákvæmlega hvers vegna tiltekinn aðili fellur um flokk svo dæmi sé tekið, nú eða færist upp um flokk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fyrir marga geti það haft alvarlegar afleiðngar í för með sér að færast niður um lánshæfnisflokk. Fyrirtækinu beri lögum samkvæmt að veita upplýsingar um vægi einstakra breytna við útreikninga á líkindum í skýrslu um lánshæfi og þau rök sem liggja að baki. Samtökin benda fólki á að biðja um umrædd gögn og hafa birt form sem fólk getur notað. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni.
Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48