Leikdagur í Stafangri: Fer leikplanið út um gluggann? Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2023 08:31 Flestir leikmenn íslenska hópsins spila á stórmóti í fyrsta sinn í dag. Vísir/Diego Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í tólf ár. Slóvenía er andstæðingurinn og mætast liðin klukkan 17:00 í Stafangri í Noregi. Leikmenn liðsins eru spenntir fyrir verkefninu, og eðlilega. Þetta er stærsta svið sem flestir þeirra hafa spilað á en aðeins tveir leikmenn, þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Sunna Jónsdóttir, hafa áður leikið á stórmóti. Arnar Pétursson mun jafnframt stýra liði á stórmóti í fyrsta sinn og er ánægður með undirbúning liðsins fyrir komandi verkefni. Bæði hann og leikmenn sammælast um að þátttaka í stóru æfingamóti á við Posten Cup í aðdragandanum hafi verkað vel til að hrista mesta skrekkinn úr leikmönnum. Óljóst er hvaða kröfur maður á gera til liðsins, enda ekki spilað á þessu stigi áður. Leikirnir á æfingamótinu töpuðust en þar skipta úrslit auðvitað minna máli en þegar komið er á heimsmeistaramót. Arnar hefur lagt áherslu á vegferðina sem liðið er á, og hafa sannarlega framfaraskref verið tekin síðustu misseri. Að sama skapi er stórt skref að mæta á HM í fyrsta sinn, og má ekki gleymast að Ísland er þar sem boðslið og er í neðsta styrkleikaflokki. Arnar þarf að feta ákveðinn veg að tempra væntingar leikmanna liðsins en á sama tíma gera kröfur. Leikplanið breytt? Í dag hefur þjálfarateymið þó eflaust mestar áhyggjur af því hvort undirbúningur liðsins fyrir þennan sérstaka leik hafi verið með leikmann í huga sem alls ekki verður með. Spurningamerki hafa verið sett við þátttöku Önu Gros, eins besta leikmanns heims og fyrirliða Slóveníu, en fyrir æfingu liðsins í keppnishöllinni í gær kvaðst Arnar þess fullviss að hún tæki þátt og vegna meiðsla í leikstjórnendastöðu slóvenska liðsins myndi sóknarleikur liðsins jafnvel snúast enn meira um Gros. Samkvæmt frétt Peter Zalokar fyrir Slovenske Novice í gær kom Gros hins vegar ekki með liðinu til Stafangurs. Meðan 16 leikmenn flugu norður á bóginn hafi hún farið til Belgrað til frekari rannsókna og endurhæfingar vegna meiðsla í læri sem plagað hafa hana undanfarið. Í fréttinni segir að jafnvel megi ekki gera ráð fyrir Gros fyrr en í leik Slóveníu við Angóla á laugardaginn, 1. desember. Í fyrradag greindi slóvenska handknattleikssambandið frá því á heimasíðu sinni að Gros hefði enn ekki jafnað sig á meiðslunum og færi milli sérfræðinga víða um Evrópu í leit að mein bóta sinna. Hvort að Gros verði svo með í leiknum kemur í ljós síðar í dag þegar Dragan Adzic, þjálfari Slóveníu, tilkynnir hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi. Adzic er afar fær þjálfari og tók þá ákvörðun, ef til vill vegna meiðslavandræðanna, að fara með slóvenska liðið í æfingabúðir síðustu vikuna í stað þess að spila æfingaleiki. „Stelpurnar bíða í ofvæni eftir því að stíga út á völlinn, vegna þess að við spiluðum ekkert í aðdragandanum. Ég held að við séum vel undirbúnar fyrir leikinn við Ísland og svo munum við spila betur leik frá leik eftir því sem líður á keppnina,“ er haft eftir Adzic á vef slóvenska sambandsins í morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi og gerð góð skil. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Leikmenn liðsins eru spenntir fyrir verkefninu, og eðlilega. Þetta er stærsta svið sem flestir þeirra hafa spilað á en aðeins tveir leikmenn, þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Sunna Jónsdóttir, hafa áður leikið á stórmóti. Arnar Pétursson mun jafnframt stýra liði á stórmóti í fyrsta sinn og er ánægður með undirbúning liðsins fyrir komandi verkefni. Bæði hann og leikmenn sammælast um að þátttaka í stóru æfingamóti á við Posten Cup í aðdragandanum hafi verkað vel til að hrista mesta skrekkinn úr leikmönnum. Óljóst er hvaða kröfur maður á gera til liðsins, enda ekki spilað á þessu stigi áður. Leikirnir á æfingamótinu töpuðust en þar skipta úrslit auðvitað minna máli en þegar komið er á heimsmeistaramót. Arnar hefur lagt áherslu á vegferðina sem liðið er á, og hafa sannarlega framfaraskref verið tekin síðustu misseri. Að sama skapi er stórt skref að mæta á HM í fyrsta sinn, og má ekki gleymast að Ísland er þar sem boðslið og er í neðsta styrkleikaflokki. Arnar þarf að feta ákveðinn veg að tempra væntingar leikmanna liðsins en á sama tíma gera kröfur. Leikplanið breytt? Í dag hefur þjálfarateymið þó eflaust mestar áhyggjur af því hvort undirbúningur liðsins fyrir þennan sérstaka leik hafi verið með leikmann í huga sem alls ekki verður með. Spurningamerki hafa verið sett við þátttöku Önu Gros, eins besta leikmanns heims og fyrirliða Slóveníu, en fyrir æfingu liðsins í keppnishöllinni í gær kvaðst Arnar þess fullviss að hún tæki þátt og vegna meiðsla í leikstjórnendastöðu slóvenska liðsins myndi sóknarleikur liðsins jafnvel snúast enn meira um Gros. Samkvæmt frétt Peter Zalokar fyrir Slovenske Novice í gær kom Gros hins vegar ekki með liðinu til Stafangurs. Meðan 16 leikmenn flugu norður á bóginn hafi hún farið til Belgrað til frekari rannsókna og endurhæfingar vegna meiðsla í læri sem plagað hafa hana undanfarið. Í fréttinni segir að jafnvel megi ekki gera ráð fyrir Gros fyrr en í leik Slóveníu við Angóla á laugardaginn, 1. desember. Í fyrradag greindi slóvenska handknattleikssambandið frá því á heimasíðu sinni að Gros hefði enn ekki jafnað sig á meiðslunum og færi milli sérfræðinga víða um Evrópu í leit að mein bóta sinna. Hvort að Gros verði svo með í leiknum kemur í ljós síðar í dag þegar Dragan Adzic, þjálfari Slóveníu, tilkynnir hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi. Adzic er afar fær þjálfari og tók þá ákvörðun, ef til vill vegna meiðslavandræðanna, að fara með slóvenska liðið í æfingabúðir síðustu vikuna í stað þess að spila æfingaleiki. „Stelpurnar bíða í ofvæni eftir því að stíga út á völlinn, vegna þess að við spiluðum ekkert í aðdragandanum. Ég held að við séum vel undirbúnar fyrir leikinn við Ísland og svo munum við spila betur leik frá leik eftir því sem líður á keppnina,“ er haft eftir Adzic á vef slóvenska sambandsins í morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi og gerð góð skil.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira