Lífið

Borgar­stjóri felldi Óslóartréð í Heið­mörk

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Borgarstjórinn og skógarvörðurinn að verki. 
Borgarstjórinn og skógarvörðurinn að verki.  Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi Óslóartré ársins í Heiðmörk í hádeginu í dag. Tréð mun prýða Austurvöll yfir hátíðarnar. 

Dagur naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar skógarvarðar hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur við að fella tréð, sem reyndist 12,3 metra hátt sitkagrenitré. Talið er að því hafi verið plantað árið 1972. 

Óslóarborg hefur frá árinu 1951 gefið Reykvíkingum jólatré sem tákn um vináttu borganna. Cecile Willoch sendiherra Noregs var viðstödd athöfnina í Heiðmörk og þakkaði fyrir vinskap borganna. „Þó svo að Óslóartréð komi úr Heiðmörk þá hefur það ekki breytt neinu um vináttuna, því í stað jólatrés gefa borgaryfirvöld í Ósló grunnskólum í Reykjavík bækur,“ segir á vefsíðu Reykjavíkurborgar. 

Hanna í Horni sendiherra Færeyja á Íslandi var að auki viðstödd. Síðustu helgi var kveikt á jólatré í Þórshöfn í Færeyjum, en tréð er gjöf frá Reykjavíkurborg til Þórshafnar og var fellt fyrr í mánuðinum áður en það var flutt til Færeyja. 

Ljósin á Óslóartrénu verða tendruð á Austurvelli við hátíðlega athöfn næsta sunnudag klukkan fjögur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.