Orri og fé­lagar náðu í stig gegn Bayern

Smári Jökull Jónsson skrifar
Orri Steinn með boltann í Þýskalandi í kvöld.
Orri Steinn með boltann í Þýskalandi í kvöld. Vísir/Getty

Orri Steinn Óskarsson og félagar hans í FCK eiga fína möguleika á því að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið er í harðri baráttu um annað sætið þegar ein umferð er eftir.

Orri Steinn hóf leikinn á bekknum í kvöld en kom inn sem varamaður í síðari hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 0-0 en lokamínútur leiksins voru fjörugar.

FCK hefði komið sér í góða stöðu í riðlinum með sigri og þeir komust afskaplega nálægt því undir lokin en Manuel Neuer var betri en enginn í marki Bayern. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma þegar boltinn virtist fara í hönd leikmanns FCK en tók dóminn síðan til baka eftir að hafa skoðað atvikið í skjá.

Lokatölur 0-0 og spennan í riðlinum er gríðarleg þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni. FCK og Galatasaray eru bæði með fimm stig í öðru og þriðja sæti en Manchester United er í fjórða sæti með fjögur stig. United á heimaleik gegn Bayern í lokaumferðinni og FCK tekur á móti Galatasaray í Kaupmannahöfn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira