Slæm staða United eftir dramatískt jafntefli Smári Jökull Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 19:48 Bruno Fernandes skoraði frábært mark í kvöld en var svekktur í leikslok. Vísir/Getty Manchester United og Galatasaray gerðu 3-3 jafntefli þegar liðin mættust í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld. United missti niður tveggja marka forystu í leiknum. Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun. Manchester United komst í 2-0 með mörkum frá Alejandro Garnarcho og Bruno Fernandes á fyrstu átján mínútum leiksins og var komið með leikinn í sínar hendur. Hakim Ziyech minnkaði muninn úr aukaspyrnu þar sem Andre Onana leit illa út í marki United. Staðan í hálfleik 2-1. Mauro Icardi jafnaði reyndar metin skömmu fyrir hálfleik en var naumlega dæmdur rangstæður. This is how close Galatasaray were to drawing level against Man United #UCL pic.twitter.com/eQvqlmEpu6— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 29, 2023 Þegar Scott McTominay kom United í 3-1 á 55. mínútu héldu flestir að nú myndi liðið sigla stigunum þremur í höfn. Svo fór nú ekki. Andre Onana gerði aftur mistök þegar Ziyech skoraði sitt annað mark og það aftur beint úr aukaspyrnu. Varamaðurinn Karem Akturkoglu jafnaði síðan metin í 3-3 á 70. mínútu þegar hann kláraði frábærlega á nærstöngina eftir að hafa sloppið í gegn hægra megin í teignum. Lokamínútur leiksins voru ótrúlegar. Bæði lið gerðu sig líkleg til að skora og United komst gríðarlega nálægt því og átti Bruno Fernandes meðal annars skot í stöng. Þá bjargaði Fernando Muslera vel í marki Galatasaray eftir mikinn darraðadans. | Manchester United become the first team to concede 14 goals in only five games in a Champions League campaign. pic.twitter.com/hZczjnDTii— CentreGoals. (@centregoals) November 29, 2023 Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og liðin þurftu því að sætta sig við 3-3 jafntefli. Staðan í riðlinum er þannig að Bayern Munchen er efst með 12 stig og á leik til góða gegn FC Kaupmannahöfn í kvöld. Galatasaray er með 5 stig í öðru sæti en FC Kaupmannahöfn og Manchester United með fjögur stig í sætunum þar fyrir aftan. Vinni FCK í kvöld kemur liðið sér í góða stöðu fyrir lokaumferðina. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Manchester United og Galatasaray gerðu 3-3 jafntefli þegar liðin mættust í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld. United missti niður tveggja marka forystu í leiknum. Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun. Manchester United komst í 2-0 með mörkum frá Alejandro Garnarcho og Bruno Fernandes á fyrstu átján mínútum leiksins og var komið með leikinn í sínar hendur. Hakim Ziyech minnkaði muninn úr aukaspyrnu þar sem Andre Onana leit illa út í marki United. Staðan í hálfleik 2-1. Mauro Icardi jafnaði reyndar metin skömmu fyrir hálfleik en var naumlega dæmdur rangstæður. This is how close Galatasaray were to drawing level against Man United #UCL pic.twitter.com/eQvqlmEpu6— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 29, 2023 Þegar Scott McTominay kom United í 3-1 á 55. mínútu héldu flestir að nú myndi liðið sigla stigunum þremur í höfn. Svo fór nú ekki. Andre Onana gerði aftur mistök þegar Ziyech skoraði sitt annað mark og það aftur beint úr aukaspyrnu. Varamaðurinn Karem Akturkoglu jafnaði síðan metin í 3-3 á 70. mínútu þegar hann kláraði frábærlega á nærstöngina eftir að hafa sloppið í gegn hægra megin í teignum. Lokamínútur leiksins voru ótrúlegar. Bæði lið gerðu sig líkleg til að skora og United komst gríðarlega nálægt því og átti Bruno Fernandes meðal annars skot í stöng. Þá bjargaði Fernando Muslera vel í marki Galatasaray eftir mikinn darraðadans. | Manchester United become the first team to concede 14 goals in only five games in a Champions League campaign. pic.twitter.com/hZczjnDTii— CentreGoals. (@centregoals) November 29, 2023 Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og liðin þurftu því að sætta sig við 3-3 jafntefli. Staðan í riðlinum er þannig að Bayern Munchen er efst með 12 stig og á leik til góða gegn FC Kaupmannahöfn í kvöld. Galatasaray er með 5 stig í öðru sæti en FC Kaupmannahöfn og Manchester United með fjögur stig í sætunum þar fyrir aftan. Vinni FCK í kvöld kemur liðið sér í góða stöðu fyrir lokaumferðina.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“