Samtök Koch-bræðra lýsa yfir stuðningi við Haley Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2023 11:04 Jafnvel þótt Haley eigi litla möguleika á því að sigra Trump verður hún að teljast álitlegur frambjóðandi árið 2028. Getty/Joe Raedle Americans for Prosperity Action, stjórnmálasamtök milljarðamæringana Charles og David Koch, hafa lýst yfir stuðningi við Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Stuðningur við Haley hefur vaxið jafnt og þétt frá því að kosningabaráttan hófst og hún þykir hafa staðið sig vel í kappræðum frambjóðendanna. Hún er þó enn langt frá því að eygja raunhæfan möguleika á því að sigra Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem nýtur lang mests stuðnings samkvæmt öllum könnunum. Yfirlýsing Americans for Prosperity Action, sem gefin var út í gær, þykir líkleg til að þoka Haley nær því að ná Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, og mögulega velta honum úr sessi sem helsta keppinaut Trump. Haley, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og var sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í stjórnartíð Trump, hefur sagt tíma Trump liðinn og tímabært að horfa til framtíðar. Americans for Prosperity Action deila þeirri afstöðu en samtökin hafa barist ötullega gegn Trump síðustu misseri. Það vekur athygli að Americans for Prosperity Action hafa hins vegar hingað til haft allt aðra afstöðu en Haley í utanríkismálum og hafa til að mynda ekki viljað blanda Bandaríkjunum í innrásina í Úkraínu. Samtökin segja hins vegar að Haley sé laus við þann bagga sem Trump lagði á herðar frambjóðenda Repúblikanaflokksins í síðustu þingkosningum og að Haley sem forsetaefni flokksins myndi auka stuðning við aðra frambjóðendur og laða til sín atkvæði hófsamra og óháðra kjósenda. Í minnisblaði sem birt var í gær segir að öfgar í báðar áttir séu að sundra Bandaríkjunum og Haley sé manneskjan til að forða landinu frá bjargbrúninni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Stuðningur við Haley hefur vaxið jafnt og þétt frá því að kosningabaráttan hófst og hún þykir hafa staðið sig vel í kappræðum frambjóðendanna. Hún er þó enn langt frá því að eygja raunhæfan möguleika á því að sigra Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem nýtur lang mests stuðnings samkvæmt öllum könnunum. Yfirlýsing Americans for Prosperity Action, sem gefin var út í gær, þykir líkleg til að þoka Haley nær því að ná Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, og mögulega velta honum úr sessi sem helsta keppinaut Trump. Haley, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og var sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í stjórnartíð Trump, hefur sagt tíma Trump liðinn og tímabært að horfa til framtíðar. Americans for Prosperity Action deila þeirri afstöðu en samtökin hafa barist ötullega gegn Trump síðustu misseri. Það vekur athygli að Americans for Prosperity Action hafa hins vegar hingað til haft allt aðra afstöðu en Haley í utanríkismálum og hafa til að mynda ekki viljað blanda Bandaríkjunum í innrásina í Úkraínu. Samtökin segja hins vegar að Haley sé laus við þann bagga sem Trump lagði á herðar frambjóðenda Repúblikanaflokksins í síðustu þingkosningum og að Haley sem forsetaefni flokksins myndi auka stuðning við aðra frambjóðendur og laða til sín atkvæði hófsamra og óháðra kjósenda. Í minnisblaði sem birt var í gær segir að öfgar í báðar áttir séu að sundra Bandaríkjunum og Haley sé manneskjan til að forða landinu frá bjargbrúninni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira