Fótbolti

Sjáðu vítið um­deilda í París, endur­komur Bar­ca og Man. City og öll hin mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Paris Saint-Germain á móti Newcastle í París í gær.
Kylian Mbappe fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Paris Saint-Germain á móti Newcastle í París í gær. AP/Thibault Camus

Átta leikir fóru fram í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi.

Þetta var næstsíðasta umferð í riðlum E, F, G og H. Línurnar eru því farnar að skýrast en fjögur af sex sætum í sextán liða úrslitum er í hendi.

Mesta dramatíkin var í París þar sem Newcastle var svo nálægt því að vinna útisigur á Paris Saint Germain. Alexander Isak hafði komið enska liðinu í 1-0 og þannig var staðan þar til langt inn í uppbótatíma þegar PSG fékk umdeilda vítaspyrnu. Kylian Mbappé jafnaði metin og tryggði sínu liði mikilvægt jafntefli.

Klippa: Mörkin úr leik PSG og Newcastle

Borussia Dortmund tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum í sama riðli með 3-1 sigri á AC Milan en öll hin þrjú liðin, PSG, Newcastle og AC Milan, eiga möguleika á hinum sætinu í lokaumferðinni.

Barcelona tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með endurkomusigri á Porto í hörkuleik. Porto komst yfir í leiknum en Joao Cancelo jafnaði metin og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Joao Félix í seinni hálfleiknum.

Atlético Madrid og Lazio eru líka komin áfram í sextán liða úrslitin. Atlético vann 3-1 útisigur á Feyenoord en Lazio vann 2-0 heimasigur á Celtic.

Klippa: Mörkin úr leik Man. City og RB Leipzig

Manchester City lenti 2-0 undir á móti RB Leipzig á heimavelli í úrslitaleik um sigur í riðlinum en Guardiola gerði nokkrar skiptingar í hálfleik og City tryggði sér 3-2 sigur með þremur mörkum í seinni hálfleik. Mörkin skoruðu þeir Erling Haaland, Phil Foden og Julian Alvarez. Bæði liðin voru komin áfram fyrir leikinn en City hefur nú tryggt sér sigur í riðlinum líka.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum þessum átta leikjum.

Klippa: Mörkin úr leik Barcelona og Porto
Klippa: Mörkin úr leik Feyenoord og Atlético Madrid
Klippa: Mörkin úr leik AC Milan og Dortmund
Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Celtic
Klippa: Markið úr leik Shakhtar Donetsk og Royal Antwerp
Klippa: Mörkin úr leik Young Boys og Rauðu Stjörnunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×