Framúrskarandi vörur fyrir hunda og ketti Móri 30. nóvember 2023 13:27 Verslunin Móri býður upp á framúrskarandi vörur fyrir hunda og ketti. Margrét Theodórsdóttir er eigandi Móra. Verslunin Móri, sem staðsett er við Nýbýlaveg í Kópavogi, var sett á fót í október 2020 með það að markmiði að bjóða upp á framúrskarandi vörur fyrir hunda og ketti. „Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á hreint og hollt fóður fyrir dýrin okkar,“ segir Margrét Theodórsdóttir eigandi Móra. „Það skiptir þau miklu máli að fá eins hollan kost og mögulegt er. Við höfum boðið upp á þurrfóður fyrir ketti og hunda frá Imby í góðan tíma og er komin frábær reynsla á þær vörur. Þar er prótein-gjafinn skordýr og samkvæmt rannsóknum hefur skordýraprótein reynst ofnæmis- og óþolsfrítt.“ Leo og Fjóla eru komin með jólaslaufuna og tilbúin fyrir jólin. Imby býður líka upp á vegan-þurrfóður fyrir hunda þar sem próteinið kemur eingöngu úr plönturíkinu. „Við könnuðum markaðinn vel áður en við völdum inn Imby þar sem það skiptir okkur máli hvernig fóðrið er framleitt. Til að mynda er fóðrið með skordýra-próteininu framleitt á ólíkum tíma og vegan fóðrið og það fyrirbyggir smit á milli.“ Imby býður upp á vegan-þurrfóður fyrir hunda þar sem próteinið kemur eingöngu úr plönturíkinu. Imby framleiðir bara hunda- og kattamat og allt í samvinnu við dýralækna segir Margrét. „Þess vegna vitum við að fókusinn er réttur. Svo skemmir ekki að framleiðsla á skordýra- og vegan fóðri býr til afskaplega lítið kolefnisspor og er gríðarlega umhverfisvænt. Sem er gott fyrir dýrin og jörðina.“ Aðeins einn próteingjafi Nýlega hóf Móri sölu á fóðri frá Symply þar sem meðal annars er boðið upp á þurrmat sem inniheldur hágæða kjötprótein. „Einn stór kostur við þetta fóður er er að það inniheldur aðeins einn próteingjafa. Það virkar vel á hunda sem eru með viðkvæman maga eða eru með ofnæmi eða óþol.“ Þurrmaturinn frá Symply inniheldur hágæða kjötprótein. Einn stór kostur við fóðrið er að það inniheldur aðeins einn próteingjafa. Margrét segir starfsfólk Móra veita góða ráðgjöf í versluninni og hjálpi viðskiptavinum að finna fóður sem hentar þeirra hundi. Stundum sé nóg að fá smá smakk og sjá hvernig hundurinn bregst við áður en fyrsti pokinn er keyptur. „Fyrir þá sem kjósa frekar blautmat þá bjóðum við líka upp á slíkt. Eins og með aðrar vörur hjá okkur er blautmaturinn hreinn, lífrænn og inniheldur oftar en ekki hráefni sem notuð eru upprunalega fyrir okkur mannfólkið. Það er gæðastimpill að okkar mati.“ Það getur verið erfitt að standast fóðrið frá SYMPLY. Nammibar Móra er vinsæll og inniheldur gríðarlega gott úrval af úrvals hnossgæti eins og lambatyppum, nautasinum og kjúklingahálsum svo eitthvað sé nefnt. „Við völdum að flytja inn æðislegar vörur frá BAFFS Naturals þar sem hráefnið er einungis fyrsta flokks. Okkur þykir mikilvægt að vinna með fyrirtækjum sem eru að hugsa um stóru myndina.“ Vörurnar frá BAFFS Naturals eru æðislegar enda úr fyrsta flokks hráefnum. Holl fæða skiptir öllu máli Margrét segir það skipta jafn miklu máli fyrir dýrin að borða holla fæðu eins og okkur sjálf. „Við erum að hugsa um málleysingja sem treysta okkur fyrir því að við séum þeirra bestu vinir, líkt og þau eru okkar bestu vinir. Það er undir okkur komið að velja það besta fyrir þau. Dýrin láta okkur alltaf vita á sinn hátt hvort þau séu að þrífast vel. Fyrsta vísbending eru feldurinn, hægðirnar og skapið. Ef eitthvað af þessu er í ólagi þá er ágætt að skoða hvaða næringu þau eru að fá. Okkur finnst svo ekki síður mikilvægt að fóðrið sé á sanngjörnu verði og þannig viljum við hafa það.“ Best að velja gæða bæli Bælin sem fást í Móra eru öll hönnuð með velferð dýranna í huga að sögn Margrétar. „Við viljum að vörurnar okkar slái í gegn hjá bæði eigendum og dýrunum. Bælin sem við seljum eru sem dæmi öll falleg og falla vel að heimilum landsins. Gott er að hafa í huga að þau séu í stíl við sófann eða aðra hönnun heimilisins.“ Bælin sem fást í Móra eru öll hönnuð með velferð dýranna í huga. Hún segir þau einungis velja inn bæli sem hægt er að þvo af bæði áklæði og helst dýnu líka. „Í mörgum tilfellum eru dýnurnar úr gæða memory foam púðum sem styðja vel við hrygg og liði. Það skiptir nefnilega máli á hverju dýrin eru að sofa því þau sofa í allt að 12-16 tíma á dag.“ Mikilvægt er að sögn Margrétar að kaupa ekki of mörg bæli yfir ævi dýrsins. Best sé að velja gæða bæli sem endast vel og hægt er að þrífa af. „Það er líka gaman að segja frá því að við erum meðal annars að versla við birgja sem taka hlutfall af hverri seldri vöru hjá sér og styrkja dýraathvörf.“ Vetrarjakkar sem gera göngutúrinn hlýjan og smart. Úrval í jólapakka gæludýranna Jólin eru á næsta leiti og auðvitað fá gæludýrin pakka undir tréð. „Við erum með margar hugmyndir af gjöfum, hvort sem það er eitthvað sem smakkast vel, eitthvað til að leika sér með eða klæða sig í. Hér er minn listi af skemmtilegum vörum í pakkann fyrir hundinn: Fallegur vetrarjakki, baðsloppur, bangsi með tísti, nammi til að naga og dekra og ef hundinum vantar bæli þá er alltaf frábær gjöf að gefa góðan nætursvefn. Og fyrir köttinn: Klóru leikfang með boltum inn í, bangsar með „catnipi“, boltar úr náttúrulegum efnum sem vernda tennur og góm og svo er fallegur hellir alltaf vinsæll meðal kúrukisa.“ Móri býður upp á skemmtilegar jólagjafir fyrir hunda og ketti. Falleg jólaslaufa fyrir köttinn eða hundinn er alltaf skemmtilegt jóladress segir Margrét. „Það er gaman að stilla þeim upp við jólatréð og taka fallega mynd til að gefa ömmum, öfum og frænkum og frændum sem eiga allt.“ Leikföng eru alltaf vinsæl í jólapakkann. Persónuleg og góð þjónusta Í Móra fá viðskiptavinir persónulega og góða þjónustu segir Margrét. „Okkur þykir ekkert skemmtilegra en að fá fjórfætta viðskiptavini í heimsókn og ennþá skemmtilegra að fá myndir af þeim með vörurnar sem þeir völdu.“Móri býður líka upp á falleg merkispjöld sem eru afgreidd hratt og örugglega meðan beðið er. „Ef það hentar ekki að koma í verslun okkar þá erum við með öfluga vefverslun og leggjum okkur fram við að afgreiða pantanir strax og helst samdægurs. Við skiljum nefnilega vel að viðskiptavinir okkar vilji fá fallegu vörurnar strax í hendurnar. Því hvet ég ykkur til að fylgja okkur á Instagram og Facebook en þar setjum við alltaf inn nýjustu vörurnar okkar.“ Nánari upplýsingar á mori.is. Gæludýr Hús og heimili Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Sjá meira
„Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á hreint og hollt fóður fyrir dýrin okkar,“ segir Margrét Theodórsdóttir eigandi Móra. „Það skiptir þau miklu máli að fá eins hollan kost og mögulegt er. Við höfum boðið upp á þurrfóður fyrir ketti og hunda frá Imby í góðan tíma og er komin frábær reynsla á þær vörur. Þar er prótein-gjafinn skordýr og samkvæmt rannsóknum hefur skordýraprótein reynst ofnæmis- og óþolsfrítt.“ Leo og Fjóla eru komin með jólaslaufuna og tilbúin fyrir jólin. Imby býður líka upp á vegan-þurrfóður fyrir hunda þar sem próteinið kemur eingöngu úr plönturíkinu. „Við könnuðum markaðinn vel áður en við völdum inn Imby þar sem það skiptir okkur máli hvernig fóðrið er framleitt. Til að mynda er fóðrið með skordýra-próteininu framleitt á ólíkum tíma og vegan fóðrið og það fyrirbyggir smit á milli.“ Imby býður upp á vegan-þurrfóður fyrir hunda þar sem próteinið kemur eingöngu úr plönturíkinu. Imby framleiðir bara hunda- og kattamat og allt í samvinnu við dýralækna segir Margrét. „Þess vegna vitum við að fókusinn er réttur. Svo skemmir ekki að framleiðsla á skordýra- og vegan fóðri býr til afskaplega lítið kolefnisspor og er gríðarlega umhverfisvænt. Sem er gott fyrir dýrin og jörðina.“ Aðeins einn próteingjafi Nýlega hóf Móri sölu á fóðri frá Symply þar sem meðal annars er boðið upp á þurrmat sem inniheldur hágæða kjötprótein. „Einn stór kostur við þetta fóður er er að það inniheldur aðeins einn próteingjafa. Það virkar vel á hunda sem eru með viðkvæman maga eða eru með ofnæmi eða óþol.“ Þurrmaturinn frá Symply inniheldur hágæða kjötprótein. Einn stór kostur við fóðrið er að það inniheldur aðeins einn próteingjafa. Margrét segir starfsfólk Móra veita góða ráðgjöf í versluninni og hjálpi viðskiptavinum að finna fóður sem hentar þeirra hundi. Stundum sé nóg að fá smá smakk og sjá hvernig hundurinn bregst við áður en fyrsti pokinn er keyptur. „Fyrir þá sem kjósa frekar blautmat þá bjóðum við líka upp á slíkt. Eins og með aðrar vörur hjá okkur er blautmaturinn hreinn, lífrænn og inniheldur oftar en ekki hráefni sem notuð eru upprunalega fyrir okkur mannfólkið. Það er gæðastimpill að okkar mati.“ Það getur verið erfitt að standast fóðrið frá SYMPLY. Nammibar Móra er vinsæll og inniheldur gríðarlega gott úrval af úrvals hnossgæti eins og lambatyppum, nautasinum og kjúklingahálsum svo eitthvað sé nefnt. „Við völdum að flytja inn æðislegar vörur frá BAFFS Naturals þar sem hráefnið er einungis fyrsta flokks. Okkur þykir mikilvægt að vinna með fyrirtækjum sem eru að hugsa um stóru myndina.“ Vörurnar frá BAFFS Naturals eru æðislegar enda úr fyrsta flokks hráefnum. Holl fæða skiptir öllu máli Margrét segir það skipta jafn miklu máli fyrir dýrin að borða holla fæðu eins og okkur sjálf. „Við erum að hugsa um málleysingja sem treysta okkur fyrir því að við séum þeirra bestu vinir, líkt og þau eru okkar bestu vinir. Það er undir okkur komið að velja það besta fyrir þau. Dýrin láta okkur alltaf vita á sinn hátt hvort þau séu að þrífast vel. Fyrsta vísbending eru feldurinn, hægðirnar og skapið. Ef eitthvað af þessu er í ólagi þá er ágætt að skoða hvaða næringu þau eru að fá. Okkur finnst svo ekki síður mikilvægt að fóðrið sé á sanngjörnu verði og þannig viljum við hafa það.“ Best að velja gæða bæli Bælin sem fást í Móra eru öll hönnuð með velferð dýranna í huga að sögn Margrétar. „Við viljum að vörurnar okkar slái í gegn hjá bæði eigendum og dýrunum. Bælin sem við seljum eru sem dæmi öll falleg og falla vel að heimilum landsins. Gott er að hafa í huga að þau séu í stíl við sófann eða aðra hönnun heimilisins.“ Bælin sem fást í Móra eru öll hönnuð með velferð dýranna í huga. Hún segir þau einungis velja inn bæli sem hægt er að þvo af bæði áklæði og helst dýnu líka. „Í mörgum tilfellum eru dýnurnar úr gæða memory foam púðum sem styðja vel við hrygg og liði. Það skiptir nefnilega máli á hverju dýrin eru að sofa því þau sofa í allt að 12-16 tíma á dag.“ Mikilvægt er að sögn Margrétar að kaupa ekki of mörg bæli yfir ævi dýrsins. Best sé að velja gæða bæli sem endast vel og hægt er að þrífa af. „Það er líka gaman að segja frá því að við erum meðal annars að versla við birgja sem taka hlutfall af hverri seldri vöru hjá sér og styrkja dýraathvörf.“ Vetrarjakkar sem gera göngutúrinn hlýjan og smart. Úrval í jólapakka gæludýranna Jólin eru á næsta leiti og auðvitað fá gæludýrin pakka undir tréð. „Við erum með margar hugmyndir af gjöfum, hvort sem það er eitthvað sem smakkast vel, eitthvað til að leika sér með eða klæða sig í. Hér er minn listi af skemmtilegum vörum í pakkann fyrir hundinn: Fallegur vetrarjakki, baðsloppur, bangsi með tísti, nammi til að naga og dekra og ef hundinum vantar bæli þá er alltaf frábær gjöf að gefa góðan nætursvefn. Og fyrir köttinn: Klóru leikfang með boltum inn í, bangsar með „catnipi“, boltar úr náttúrulegum efnum sem vernda tennur og góm og svo er fallegur hellir alltaf vinsæll meðal kúrukisa.“ Móri býður upp á skemmtilegar jólagjafir fyrir hunda og ketti. Falleg jólaslaufa fyrir köttinn eða hundinn er alltaf skemmtilegt jóladress segir Margrét. „Það er gaman að stilla þeim upp við jólatréð og taka fallega mynd til að gefa ömmum, öfum og frænkum og frændum sem eiga allt.“ Leikföng eru alltaf vinsæl í jólapakkann. Persónuleg og góð þjónusta Í Móra fá viðskiptavinir persónulega og góða þjónustu segir Margrét. „Okkur þykir ekkert skemmtilegra en að fá fjórfætta viðskiptavini í heimsókn og ennþá skemmtilegra að fá myndir af þeim með vörurnar sem þeir völdu.“Móri býður líka upp á falleg merkispjöld sem eru afgreidd hratt og örugglega meðan beðið er. „Ef það hentar ekki að koma í verslun okkar þá erum við með öfluga vefverslun og leggjum okkur fram við að afgreiða pantanir strax og helst samdægurs. Við skiljum nefnilega vel að viðskiptavinir okkar vilji fá fallegu vörurnar strax í hendurnar. Því hvet ég ykkur til að fylgja okkur á Instagram og Facebook en þar setjum við alltaf inn nýjustu vörurnar okkar.“ Nánari upplýsingar á mori.is.
Gæludýr Hús og heimili Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Sjá meira