Hefja vinnslu á ný í Grindavík Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2023 11:52 Þorbjörn í Grindavík heitir eftir samnefndu fjalli í bænum. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að byrja að pakka saltfiski á ný í vinnslu sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjarnar í Grindavík í dag og er starfsfólk mætt á staðinn. Fyrirtækjum í Grindavík hefur nú verið auðveldað að hefja starfsemi aftur eftir að reglur um viðveru í bænum voru rýmkaðar. Frá og með deginum í dag mega íbúar í Grindavík og starfsmenn fyrirtækja vera í bænum frá sjö á morgnana til fimm á daginn en áður opnaði ekki fyrr en klukkan níu. „Ég á nú von á því að þetta komi sér vel og fyrirtæki geti þá hugað að rekstri og jafnvel hafið rekstur að nýju. Að því gefnu að lagnakerfi séu í lagi,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sum af fyrirtækjunum í bænum eru að hefja starfsemi á ný. Tómas Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Arctic Saga, sem er sölufyrirtæki Þorbjarnar á Spáni, segir starfsemi landvinnslunnar hjá Þorbirni vera að hefjast á ný í dag. Tíu til fimmtán starfsmenn séu mættir á svæðið og til standi að byrja að pakka saltfisk aftur í dag. Tómas segir fiskinn hafa verið fluttan í geymslu í Þorlákshöfn þegar eftir stóru jarðskjálftana en nú sé búið að flytja fiskinn til baka og vinnslan að hefjast. Úlfar telur stöðuna þannig að óhætt sé fyrir fólk að vera í bænum yfir daginn. „Eins og staðan er í augnablikinu þá eru ekki taldar miklar líkur á eldgosi í Grindavík eða í næsta nágrenni við Grindavík og það er nú meðal annars þess vegna sem að þessi rýmkun á sér stað.“ Þá segir hann færri hafi lagt leið sína í bæinn undanfarna daga. „Þetta hefur nú verið þannig í gær og síðustu daga að það er nú ekki mikil traffík inn í Grindavík en það eru þá helst viðgerðarflokkar eða starfsmenn fyrirtækja sem eru að huga að sínum fyrirtækjum.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Opna stuðningstorg fyrir Grindvíkinga Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag. 28. nóvember 2023 10:28 Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Sjá meira
Frá og með deginum í dag mega íbúar í Grindavík og starfsmenn fyrirtækja vera í bænum frá sjö á morgnana til fimm á daginn en áður opnaði ekki fyrr en klukkan níu. „Ég á nú von á því að þetta komi sér vel og fyrirtæki geti þá hugað að rekstri og jafnvel hafið rekstur að nýju. Að því gefnu að lagnakerfi séu í lagi,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sum af fyrirtækjunum í bænum eru að hefja starfsemi á ný. Tómas Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Arctic Saga, sem er sölufyrirtæki Þorbjarnar á Spáni, segir starfsemi landvinnslunnar hjá Þorbirni vera að hefjast á ný í dag. Tíu til fimmtán starfsmenn séu mættir á svæðið og til standi að byrja að pakka saltfisk aftur í dag. Tómas segir fiskinn hafa verið fluttan í geymslu í Þorlákshöfn þegar eftir stóru jarðskjálftana en nú sé búið að flytja fiskinn til baka og vinnslan að hefjast. Úlfar telur stöðuna þannig að óhætt sé fyrir fólk að vera í bænum yfir daginn. „Eins og staðan er í augnablikinu þá eru ekki taldar miklar líkur á eldgosi í Grindavík eða í næsta nágrenni við Grindavík og það er nú meðal annars þess vegna sem að þessi rýmkun á sér stað.“ Þá segir hann færri hafi lagt leið sína í bæinn undanfarna daga. „Þetta hefur nú verið þannig í gær og síðustu daga að það er nú ekki mikil traffík inn í Grindavík en það eru þá helst viðgerðarflokkar eða starfsmenn fyrirtækja sem eru að huga að sínum fyrirtækjum.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Opna stuðningstorg fyrir Grindvíkinga Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag. 28. nóvember 2023 10:28 Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Sjá meira
Opna stuðningstorg fyrir Grindvíkinga Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag. 28. nóvember 2023 10:28
Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16