Hvers vegna eru biðlistar í fangelsi? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. nóvember 2023 07:30 Þrátt fyrir að fólk almennt leiði hugann ekki að því þá er staðan sú að fangelsi eru talin nauðsynleg breyta í hverju samfélagi. Refsingar á borð við fangavist eru taldar hafa varnaðaráhrif og að fólk sem dæmt sé í fangelsi komi þaðan út betri manneskjur. Allt er þetta auðvitað hugarburður og í nútímasamfélögum þar sem endurhæfing hefur tekið við af refsistefnu hefur þetta komið sífellt betur í ljós. Við erum ekki eitt af þeim löndum sem hefur endurhæfingarstefnu. Það er afskaplega kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið að halda úti fangelsiskerfi og sérhver fangi kostar um 20 milljónir á ári og hækkar kostnaðurinn árlega, en það eru um 170 fangelsispláss.. Þannig að jafnvel þrátt fyrir að stór hluti fangelsisdóma sé með öllu tilgangslaus og þar að auki mjög íþyngjandi fjárhagslega fyrir ríkið höldum við áfram að útdeila fangelsisdómum í öllum mögulegum málum. Í raun má færa fyrir því rök að núverandi staða í fangelsismálum leiði til þess að fangelsisdómar auki líkur á endurteknum afbrotum og þar af leiðandi fjölgi afbrotum í samfélaginu. Eitt er það í okkar fangelsiskerfi sem er sérstaklega bagalegt, nefnilega biðlistar. Ef við tökum sektargreiðslur fyrir þá er ljóst að hinir efnameiri borga sínar sektir en fólk sem ekki getur greitt fer á biðlista eftir afplánun í fangelsi. Þegar röðin kemur að viðkomandi getur hann hafa komið sér upp nýju lífi, með fjölskyldu og starfi. En ekkert tillit er tekið til þess. Það er með öllu ólíðandi vegna þess að biðlistar eru í raun mælikvarði á almannahagsmuni. Í þessu samhengi er bent á að biðlistum mætti eyða með einföldum hætti og afnema þá. Á biðlista eftir plássi í fangelsi finnst ekki fólk sem er hættulegt samfélaginu og því má kannski spyrja sig hvers vegna biðlistar eftir fangavist séu til yfir höfuð? Almenn þróun mannréttinda í Evrópu og hinar auknar kröfur sem gerðar eru um mannréttindavernd vekja óneitanlega upp spurningar um hvort ekki sé kominn tími hér á landi til að endurskoða þá stefnu sem við erum á í fangelsismálum, við þurfum að ræða í heild sinni um tilgang refsinga, fangavist, sektir, ný úrræði og hvernig við viljum byggja upp sanngjarnt og réttlátt samfélag. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mannréttindi Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að fólk almennt leiði hugann ekki að því þá er staðan sú að fangelsi eru talin nauðsynleg breyta í hverju samfélagi. Refsingar á borð við fangavist eru taldar hafa varnaðaráhrif og að fólk sem dæmt sé í fangelsi komi þaðan út betri manneskjur. Allt er þetta auðvitað hugarburður og í nútímasamfélögum þar sem endurhæfing hefur tekið við af refsistefnu hefur þetta komið sífellt betur í ljós. Við erum ekki eitt af þeim löndum sem hefur endurhæfingarstefnu. Það er afskaplega kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið að halda úti fangelsiskerfi og sérhver fangi kostar um 20 milljónir á ári og hækkar kostnaðurinn árlega, en það eru um 170 fangelsispláss.. Þannig að jafnvel þrátt fyrir að stór hluti fangelsisdóma sé með öllu tilgangslaus og þar að auki mjög íþyngjandi fjárhagslega fyrir ríkið höldum við áfram að útdeila fangelsisdómum í öllum mögulegum málum. Í raun má færa fyrir því rök að núverandi staða í fangelsismálum leiði til þess að fangelsisdómar auki líkur á endurteknum afbrotum og þar af leiðandi fjölgi afbrotum í samfélaginu. Eitt er það í okkar fangelsiskerfi sem er sérstaklega bagalegt, nefnilega biðlistar. Ef við tökum sektargreiðslur fyrir þá er ljóst að hinir efnameiri borga sínar sektir en fólk sem ekki getur greitt fer á biðlista eftir afplánun í fangelsi. Þegar röðin kemur að viðkomandi getur hann hafa komið sér upp nýju lífi, með fjölskyldu og starfi. En ekkert tillit er tekið til þess. Það er með öllu ólíðandi vegna þess að biðlistar eru í raun mælikvarði á almannahagsmuni. Í þessu samhengi er bent á að biðlistum mætti eyða með einföldum hætti og afnema þá. Á biðlista eftir plássi í fangelsi finnst ekki fólk sem er hættulegt samfélaginu og því má kannski spyrja sig hvers vegna biðlistar eftir fangavist séu til yfir höfuð? Almenn þróun mannréttinda í Evrópu og hinar auknar kröfur sem gerðar eru um mannréttindavernd vekja óneitanlega upp spurningar um hvort ekki sé kominn tími hér á landi til að endurskoða þá stefnu sem við erum á í fangelsismálum, við þurfum að ræða í heild sinni um tilgang refsinga, fangavist, sektir, ný úrræði og hvernig við viljum byggja upp sanngjarnt og réttlátt samfélag. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar