Samkeppnishæf fyrirtæki eru með mannauðsmálin í forgangi HR Monitor 28. nóvember 2023 11:50 Herdís Rós Kjartansdóttir mannauðsstjóri Colas Ísland segir góð tengsl við fólk veita sér innblástur í starfi. Herdís Rós Kjartansdóttir er fyrsti mannauðsstjóri Colas Ísland og hefur gegnt því hlutverki frá árinu 2017. Þar áður hefur Herdís starfað sem mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar og aðstoðarleikskólastjóri. Hún er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og MS gráðu í mannauðsstjórnun frá sama skóla. „Þegar ég hóf störf sem mannauðsstjóri hófst ég strax handa við að festa í sessi ýmsa mannauðsferla og innleiða nýjar aðferðir. Starfið er mjög skemmtilegt, fjölbreytt og gefandi og var þetta mikil breyting fyrir mig sem hafði alla tíð unnið í mjög ólíku umhverfi.“ Samskipti og góð tengsl við fólk veita Herdísi innblástur í starfinu. „Mér finnst lang skemmtilegast að vera í góðum tengslum við starfsfólkið, að það viti að það er alltaf hægt að hafa samband við mig og leita til mín. Ég fæ líka mikinn innblástur í samskiptum mínum við kollega mína í mannauðsdeildum Colas um allan heim. Ég get endalaust lært af þeim og fengið hugmyndir að umbótum og áhugaverðum verkefnum.“ „Colas samsteypan býður upp á nám í skóla sem kallast Colas University. Þar er boðið upp á sértæka endurmenntun fyrir t.d. verkefnastjóra, yfirmenn, nýja starfsmenn og upprennandi leiðtoga." Spennandi verkefni tengt samfélagsábyrgð og sjálfbærni Colas Ísland er stærsta malbikunarfyrirtæki landsins og með rúmlega 120 starfsmenn. „Colas Ísland er hluti af stórri alþjóðlegri samsteypu sem er með höfuðstöðvar í Frakklandi. Hjá samsteypunni vinna um 58.000 manns í yfir 50 löndum. Fyrirtækinu er mjög umhugað um umhverfið og sjálfbærni. Við erum stöðugt að vinna að verkefnum sem minnka kolefnisspor okkar og auka endurnýtingu malbiks.“ Herdís segir að þróun og vinna í tengslum við samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins sé eitt það mest spennandi hjá Colas Ísland í dag. „Við erum að vinna að afar spennandi rannsóknarverkefnum í tengslum við þetta s.s. endurvinnslu malbiks, kolefnishlutlaust bindiefni í malbik og þjálbik og samanburðarrannsókn á biki í samstarfi við framleiðsluaðila í Frakklandi.“ Gildi fyrirtækisins eru höfð að leiðaljósi í mannauðsmálum „Gildin okkar eru Þora – Deila – Virða. Við þorum að takast á við krefjandi verkefni og vinna stöðugt að nýsköpun og framþróun. Við deilum þekkingu þvert á fyrirtækið/samsteypuna og sýnum hvort öðru virðingu með því að byggja upp menningu þar sem allir fá á njóta sín, bjóðum upp á virka endurmenntun og gott starfsumhverfi. Þessi gildi eru leiðarljós okkar. Helstu áherslur okkar í mannauðsmálum tengjast þeim og eru m.a. að bjóða upp á gott starfsumhverfi þar sem öryggi er í fyrirrúmi og þá er ég einnig að tala um félagslegt öryggi.“ Colas Ísland leggur mikla áherslu á góða símenntun. „Colas samsteypan býður upp á nám í skóla sem kallast Colas University. Þar er boðið upp á sértæka endurmenntun fyrir t.d. verkefnastjóra, yfirmenn, nýja starfsmenn og upprennandi leiðtoga. Þetta eru mjög metnaðarfull og krefjandi námskeið sem fara fram víðsvegar um heiminn á starfsstöðvum Colas,“ segir Herdís frá. „Starfsánægja er mikil hjá Colas og tel ég að HR Monitor sé liður í því að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Herdís. HR Monitor liður í því að gera gott fyrirtæki enn betra Colas Ísland hefur notað reglulegar mannauðsmælingar HR Monitor frá því í nóvember 2021. „Við vildum heyra frá okkar starfsfólki oftar, taka púlsinn. Það er gaman að sjá að eftir því sem kannanirnar verða fleiri þá sjá yfirmennirnir betur hversu gott verkfæri þetta er til að fá endurgjöf frá starfsmönnum. Stjórnendur nýta niðurstöðurnar til að bæta starfsumhverfið og koma betur til móts við starfsfólkið. Kannanirnar hafa hjálpað okkur að koma auga á atriði sem betur mega fara hjá fyrirtækinu. Með niðurstöðunum höfum við getað gripið fyrr inn í en ella þegar við sjáum slaka niðurstöðu. Niðurstaðan er þá rædd á sviðsfundum, málin eru tekin upp á borðið og lausna leitað í samvinnu við starfsfólk. Einnig hafa þær styrkt okkur í því að við séum á réttri leið hvað varðar vegferð okkar í mannauðsmálum. Starfsánægja er mikil hjá Colas og tel ég að HR Monitor sé liður í því að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Herdís. „Eitt af því sem endurtekið kom fram í mælingum var að bæta þyrfti upplýsingaflæði innan fyrirtækisins. Þar höfum við brugðist við og bætt okkur.“ Helsta áskorunin í mannauðsmálum er að halda í gott fólk Herdís segir að mannauðurinn skiptir öllu máli hjá Colas Ísland. „Fyrirtæki sem vilja vera samkeppnishæf um vinnuafl verða að setja mannauðsmálin í forgang. Í þessu umhverfi sem búum við í dag þar sem atvinnuleysi er lítið og samkeppni um vinnuafl er mikið er mikilvægt að geta sýnt fram á fyrir hvað fyrirtækið stendur. Með því að setja mannauðsmálin í forgang eflum við ímynd okkar og orðspor og aukum trúnað og helgun starfsmanna. Ef mannauðsmálin eru í forgangi þá minnkum við líkurnar á því að við missum hæft starfsfólk.“ Herdís segist vera bjartsýn fyrir framtíðinni í mannauðsmálum hjá Colas Ísland. „Hér hjá Colas Ísland er mikil áhersla á mannauðsmálin. Við erum stöðugt að hugsa upp nýjar leiðir, breyta og bæta ferlana okkar og innleiða nýjungar. Hér vinnur gott fólk og hjá Colas er lítil starfsmannavelta. Við vitum að helsta áskorunin í mannauðsmálum er að laða að og halda í gott fólk og við gerum það með því að setja mannauðsmálin í forgang því mannauðurinn er dýrmætasta auðlind fyrirtækisins.“ Mannauðsmál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Þegar ég hóf störf sem mannauðsstjóri hófst ég strax handa við að festa í sessi ýmsa mannauðsferla og innleiða nýjar aðferðir. Starfið er mjög skemmtilegt, fjölbreytt og gefandi og var þetta mikil breyting fyrir mig sem hafði alla tíð unnið í mjög ólíku umhverfi.“ Samskipti og góð tengsl við fólk veita Herdísi innblástur í starfinu. „Mér finnst lang skemmtilegast að vera í góðum tengslum við starfsfólkið, að það viti að það er alltaf hægt að hafa samband við mig og leita til mín. Ég fæ líka mikinn innblástur í samskiptum mínum við kollega mína í mannauðsdeildum Colas um allan heim. Ég get endalaust lært af þeim og fengið hugmyndir að umbótum og áhugaverðum verkefnum.“ „Colas samsteypan býður upp á nám í skóla sem kallast Colas University. Þar er boðið upp á sértæka endurmenntun fyrir t.d. verkefnastjóra, yfirmenn, nýja starfsmenn og upprennandi leiðtoga." Spennandi verkefni tengt samfélagsábyrgð og sjálfbærni Colas Ísland er stærsta malbikunarfyrirtæki landsins og með rúmlega 120 starfsmenn. „Colas Ísland er hluti af stórri alþjóðlegri samsteypu sem er með höfuðstöðvar í Frakklandi. Hjá samsteypunni vinna um 58.000 manns í yfir 50 löndum. Fyrirtækinu er mjög umhugað um umhverfið og sjálfbærni. Við erum stöðugt að vinna að verkefnum sem minnka kolefnisspor okkar og auka endurnýtingu malbiks.“ Herdís segir að þróun og vinna í tengslum við samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins sé eitt það mest spennandi hjá Colas Ísland í dag. „Við erum að vinna að afar spennandi rannsóknarverkefnum í tengslum við þetta s.s. endurvinnslu malbiks, kolefnishlutlaust bindiefni í malbik og þjálbik og samanburðarrannsókn á biki í samstarfi við framleiðsluaðila í Frakklandi.“ Gildi fyrirtækisins eru höfð að leiðaljósi í mannauðsmálum „Gildin okkar eru Þora – Deila – Virða. Við þorum að takast á við krefjandi verkefni og vinna stöðugt að nýsköpun og framþróun. Við deilum þekkingu þvert á fyrirtækið/samsteypuna og sýnum hvort öðru virðingu með því að byggja upp menningu þar sem allir fá á njóta sín, bjóðum upp á virka endurmenntun og gott starfsumhverfi. Þessi gildi eru leiðarljós okkar. Helstu áherslur okkar í mannauðsmálum tengjast þeim og eru m.a. að bjóða upp á gott starfsumhverfi þar sem öryggi er í fyrirrúmi og þá er ég einnig að tala um félagslegt öryggi.“ Colas Ísland leggur mikla áherslu á góða símenntun. „Colas samsteypan býður upp á nám í skóla sem kallast Colas University. Þar er boðið upp á sértæka endurmenntun fyrir t.d. verkefnastjóra, yfirmenn, nýja starfsmenn og upprennandi leiðtoga. Þetta eru mjög metnaðarfull og krefjandi námskeið sem fara fram víðsvegar um heiminn á starfsstöðvum Colas,“ segir Herdís frá. „Starfsánægja er mikil hjá Colas og tel ég að HR Monitor sé liður í því að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Herdís. HR Monitor liður í því að gera gott fyrirtæki enn betra Colas Ísland hefur notað reglulegar mannauðsmælingar HR Monitor frá því í nóvember 2021. „Við vildum heyra frá okkar starfsfólki oftar, taka púlsinn. Það er gaman að sjá að eftir því sem kannanirnar verða fleiri þá sjá yfirmennirnir betur hversu gott verkfæri þetta er til að fá endurgjöf frá starfsmönnum. Stjórnendur nýta niðurstöðurnar til að bæta starfsumhverfið og koma betur til móts við starfsfólkið. Kannanirnar hafa hjálpað okkur að koma auga á atriði sem betur mega fara hjá fyrirtækinu. Með niðurstöðunum höfum við getað gripið fyrr inn í en ella þegar við sjáum slaka niðurstöðu. Niðurstaðan er þá rædd á sviðsfundum, málin eru tekin upp á borðið og lausna leitað í samvinnu við starfsfólk. Einnig hafa þær styrkt okkur í því að við séum á réttri leið hvað varðar vegferð okkar í mannauðsmálum. Starfsánægja er mikil hjá Colas og tel ég að HR Monitor sé liður í því að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Herdís. „Eitt af því sem endurtekið kom fram í mælingum var að bæta þyrfti upplýsingaflæði innan fyrirtækisins. Þar höfum við brugðist við og bætt okkur.“ Helsta áskorunin í mannauðsmálum er að halda í gott fólk Herdís segir að mannauðurinn skiptir öllu máli hjá Colas Ísland. „Fyrirtæki sem vilja vera samkeppnishæf um vinnuafl verða að setja mannauðsmálin í forgang. Í þessu umhverfi sem búum við í dag þar sem atvinnuleysi er lítið og samkeppni um vinnuafl er mikið er mikilvægt að geta sýnt fram á fyrir hvað fyrirtækið stendur. Með því að setja mannauðsmálin í forgang eflum við ímynd okkar og orðspor og aukum trúnað og helgun starfsmanna. Ef mannauðsmálin eru í forgangi þá minnkum við líkurnar á því að við missum hæft starfsfólk.“ Herdís segist vera bjartsýn fyrir framtíðinni í mannauðsmálum hjá Colas Ísland. „Hér hjá Colas Ísland er mikil áhersla á mannauðsmálin. Við erum stöðugt að hugsa upp nýjar leiðir, breyta og bæta ferlana okkar og innleiða nýjungar. Hér vinnur gott fólk og hjá Colas er lítil starfsmannavelta. Við vitum að helsta áskorunin í mannauðsmálum er að laða að og halda í gott fólk og við gerum það með því að setja mannauðsmálin í forgang því mannauðurinn er dýrmætasta auðlind fyrirtækisins.“
Mannauðsmál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira