Þjálfari Barcelona kvartar yfir drulluskítugu og köldu íþróttahúsi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2023 09:30 Carlos Ortega Perez var ekki sáttur eftir leik Barcelona gegn Ademar León í gær. getty/Diogo Cardoso Þjálfari handboltaliðs Barcelona gagnrýndi harðlega aðstæðurnar sem lið hans þurfti að spila við þegar það mætti Ademar León í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Honum fannst of kalt inni í íþróttahúsi Ademar og sagði það drulluskítugt þar að auki. Barcelona vann öruggan sigur Ademar, 25-39, en Carlos Ortega, þjálfari liðsins, var samt ekki sáttur í leikslok. Hann gagnrýndi aðstæður í León Sports Pavilion, heimahöll Ademar. Það var kannski ekki skrítið enda var aðeins þriggja stiga hiti inni í höllinni og hún auk þess skítug vegna framkvæmda. „Þetta er ekki ásættanlegt og ætti ekki að koma fyrir aftur,“ sagði Ortega eftir leikinn í León. „Leikmenn hituðu upp með vettlinga og sumir með húfur og voru í úlpum á bekknum. Skítugur völlur eykur líkur meiðslahættu. Ég hef haft samband við yfirmenn mína og þeir hafa kvartað til spænska handknattleikssambandsins.“ Ortega sagðist ekki hafa upplifað svona lagað áður á ferlinum. „Það er eitt að spila svona á sumrin en veturinn er kominn, klukkan er sjö að kvöldi og sólin sest. Við ættum ekki spila aftur í þessum aðstæðum. Völlurinn var í mjög slæmu ásigkomulagi,“ sagði Ortega sem var kalt á bekknum þrátt fyrir að vera í tveimur bolum. Hann vildi hins vegar ekki fara í úlpu. Barcelona er með tveggja stiga forskot á Bidasoa á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Spænski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Barcelona vann öruggan sigur Ademar, 25-39, en Carlos Ortega, þjálfari liðsins, var samt ekki sáttur í leikslok. Hann gagnrýndi aðstæður í León Sports Pavilion, heimahöll Ademar. Það var kannski ekki skrítið enda var aðeins þriggja stiga hiti inni í höllinni og hún auk þess skítug vegna framkvæmda. „Þetta er ekki ásættanlegt og ætti ekki að koma fyrir aftur,“ sagði Ortega eftir leikinn í León. „Leikmenn hituðu upp með vettlinga og sumir með húfur og voru í úlpum á bekknum. Skítugur völlur eykur líkur meiðslahættu. Ég hef haft samband við yfirmenn mína og þeir hafa kvartað til spænska handknattleikssambandsins.“ Ortega sagðist ekki hafa upplifað svona lagað áður á ferlinum. „Það er eitt að spila svona á sumrin en veturinn er kominn, klukkan er sjö að kvöldi og sólin sest. Við ættum ekki spila aftur í þessum aðstæðum. Völlurinn var í mjög slæmu ásigkomulagi,“ sagði Ortega sem var kalt á bekknum þrátt fyrir að vera í tveimur bolum. Hann vildi hins vegar ekki fara í úlpu. Barcelona er með tveggja stiga forskot á Bidasoa á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
Spænski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira