Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 16:13 Maður handtekinn í kjölfar óeirðanna í Dyflinni. AP/Peter Morrisson Að minnsta kosti 24 hafa verið færðir fyrir dómara í Dyflinni á Írlandi og ákærðir vegna óeirða sem áttu sér stað í borginni aðfaranótt föstudags. Þrír voru ákærðir fyrir vopnaburð og fjórir fyrir þjófnað, svo eitthvað sé nefnt. Múslimar eru sagðir óttaslegnir eftir óeirðirnar og vegna umræðu á samfélagsmiðlum. Til óeirða kom í kjölfar þess að maður veittist að kennara og ungum börnum með hníf í miðborg Dyflinnar. Hann særði konuna og þrjú börn með stórum hníf, áður en hann var stöðvaður af vegfarendum. Einn óeirðarseggjanna hefur verið ákærður fyrir að vera með hníf, samkvæmt frétt RTÉ, Ríkisútvarps Írlands. Aðrir höfðu rænt sígarettum, fötum og raftækjum. Rólegt var í höfuðborginni í nótt en mikill viðbúnaður var í miðbænum vegna óeirða sem fóru þar fram kvöldið áður. Ríkisútvarpið segir lögregluþjóna hafa verið tilbúna til að beita öflugum vatnsbyssum gegn mögulegum óeirðarseggjum í miðbænum. Til stendur að vera með aukinn viðbúnað um helgina. Ekki búið að gefa upp þjóðerni árásarmannsins Lögreglan hefur ekkert sagt um þjóðerni árásarmannsins og tilefni hennar liggur ekki enn fyrir. Hann er sagður hafa særst alvarlega en í fyrstu fregnum af vettvangi kom fram að hann hefði mögulega stungið sig sjálfan. Mikil umræða skapaðist þó á samfélagsmiðlum og kom til ofbeldis þegar mótmælendur sem eru andvígir innflytjendum mættu á árásarstaðinn og lentu í áflogum við lögregluþjóna. Mótmæli urðu að óeirðum, sem enduðu með því að kveikt var í þremur slökkviliðsvögnum, einum sporvagni og fjöldi lögreglubíla var eyðilagður. Á annan tug verslana voru þar að auki skemmdar og vörum rænt þaðan. Sjá einnig: Þrjátíu og fjórir í haldi eftir óeirðirnar í Dyflinni Blaðamaður Irish Times ræddi við heimamenn þar sem árásin var gerð. Flestir viðmælendur voru á einu máli um að hegðun óeirðaseggjanna hefði verið forkastanleg og hefðu ekki þjónað neinum tilgangi, öðrum en að valda skemmdum. Einn maður spurði hvað í ósköpunum þessar óeirðir hefðu átt að gera fyrir börnin sem særðust og kennarann. Einn maður sem rætt var við sagði óeirðirnar hafa verið réttlætanlegar. „Þetta snýr að nokkrum hlutum. Þetta snýr að málefnum innflytjenda, ólöglegum innflytjendum, heimilislausu fólki og öllu slíku. Við viljum þetta ekki í okkar landi. Fólk er að mótmæla en enginn hlustar á það og spennan eykst. Fólk verður að standa fyrir sínu,“ sagði maðurinn en hann hefur búið í neyðarskýli fyrir heimilislausa í meira en ár. Varaði múslima við því að fara til Dublin Formaður svokallaðs múslimaráðs Írlands hefur varað fólk sem er islamstrúar við því að sækja Dyflin heim um helgina. Umar Al-Qadri sagði að hann hefði aldrei búist við því að þurfa að leggja slíkt til á Írlandi. Hann hefði búið þar í tuttugu ár og reynsla hans hefði nánast alfarið verið yndisleg. „Það er að breytast hægt og rólega, því miður,“ sagði hann, samkvæmt frétt RTÉ. Al-Qadri sagðist hafa fengið mörg skilaboð um að fólk væri hrætt vegna myndbanda og umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem fólk hefði meðal annars farið hörðum orðum um innflytjendur og kallað eftir ofbeldi. Írland Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Múslimar eru sagðir óttaslegnir eftir óeirðirnar og vegna umræðu á samfélagsmiðlum. Til óeirða kom í kjölfar þess að maður veittist að kennara og ungum börnum með hníf í miðborg Dyflinnar. Hann særði konuna og þrjú börn með stórum hníf, áður en hann var stöðvaður af vegfarendum. Einn óeirðarseggjanna hefur verið ákærður fyrir að vera með hníf, samkvæmt frétt RTÉ, Ríkisútvarps Írlands. Aðrir höfðu rænt sígarettum, fötum og raftækjum. Rólegt var í höfuðborginni í nótt en mikill viðbúnaður var í miðbænum vegna óeirða sem fóru þar fram kvöldið áður. Ríkisútvarpið segir lögregluþjóna hafa verið tilbúna til að beita öflugum vatnsbyssum gegn mögulegum óeirðarseggjum í miðbænum. Til stendur að vera með aukinn viðbúnað um helgina. Ekki búið að gefa upp þjóðerni árásarmannsins Lögreglan hefur ekkert sagt um þjóðerni árásarmannsins og tilefni hennar liggur ekki enn fyrir. Hann er sagður hafa særst alvarlega en í fyrstu fregnum af vettvangi kom fram að hann hefði mögulega stungið sig sjálfan. Mikil umræða skapaðist þó á samfélagsmiðlum og kom til ofbeldis þegar mótmælendur sem eru andvígir innflytjendum mættu á árásarstaðinn og lentu í áflogum við lögregluþjóna. Mótmæli urðu að óeirðum, sem enduðu með því að kveikt var í þremur slökkviliðsvögnum, einum sporvagni og fjöldi lögreglubíla var eyðilagður. Á annan tug verslana voru þar að auki skemmdar og vörum rænt þaðan. Sjá einnig: Þrjátíu og fjórir í haldi eftir óeirðirnar í Dyflinni Blaðamaður Irish Times ræddi við heimamenn þar sem árásin var gerð. Flestir viðmælendur voru á einu máli um að hegðun óeirðaseggjanna hefði verið forkastanleg og hefðu ekki þjónað neinum tilgangi, öðrum en að valda skemmdum. Einn maður spurði hvað í ósköpunum þessar óeirðir hefðu átt að gera fyrir börnin sem særðust og kennarann. Einn maður sem rætt var við sagði óeirðirnar hafa verið réttlætanlegar. „Þetta snýr að nokkrum hlutum. Þetta snýr að málefnum innflytjenda, ólöglegum innflytjendum, heimilislausu fólki og öllu slíku. Við viljum þetta ekki í okkar landi. Fólk er að mótmæla en enginn hlustar á það og spennan eykst. Fólk verður að standa fyrir sínu,“ sagði maðurinn en hann hefur búið í neyðarskýli fyrir heimilislausa í meira en ár. Varaði múslima við því að fara til Dublin Formaður svokallaðs múslimaráðs Írlands hefur varað fólk sem er islamstrúar við því að sækja Dyflin heim um helgina. Umar Al-Qadri sagði að hann hefði aldrei búist við því að þurfa að leggja slíkt til á Írlandi. Hann hefði búið þar í tuttugu ár og reynsla hans hefði nánast alfarið verið yndisleg. „Það er að breytast hægt og rólega, því miður,“ sagði hann, samkvæmt frétt RTÉ. Al-Qadri sagðist hafa fengið mörg skilaboð um að fólk væri hrætt vegna myndbanda og umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem fólk hefði meðal annars farið hörðum orðum um innflytjendur og kallað eftir ofbeldi.
Írland Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira