Ljósin eru að slökkna Ágúst Ásgrímsson skrifar 25. nóvember 2023 16:00 Ég er nú vanur að berja mér á brjóst og sigra heiminn sama hvað á gengur. En nú er fokið í flest skjól. Konungur fuglanna, örninn hefur verið mitt tákn og drifkraftur í gegnum lífið sem bóndi og hefur það dugað þar til núna, því búið er að klippa af mér flugfjaðrirnar og klærnar. Ég hef engin vopn í hendi mér til bjargar í mjólkurframleiðslunni frekar en aðrir bændur sem fóru í tilneyddar fjárfestingar vegna Evrópureglugerða sem þvinguðu bændur, annað hvort að stefna á að hætta mjólkurframleiðslu eða byggja nýtt fjós. Mat ég það þannig, það að bera titilinn Gústi bóndi væri 250 milljóna króna skulda virði. Byggðum við nýtt hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, jukum framleiðsluna vel yfir meðal bústærð með mikilli vinnuhagræðingu. Helmingi meiri mjólkurframleiðsla nú en áður og jafnvel styttri tími í fjósverkin. Þetta virtist stefna í eintóma hamingju. Við hjónin skilum hvort um sig að meðaltali 12 tímum í vinnu flesta daga ársins. Fyrir það á búið að greiða okkur í laun hvoru um sig um 360.000 í föst mánaðarlaun en þeir peningar eru ekki til staðar núna. Höfum við unnið nánast kauplaust í eitt og hálft ár. Við erum orðnir þrælar, hlekkjaðir við aðstæðurnar. Einhverjir verða að mjólka en maður spyr sig! hvenær fær maður nóg??? Á maður bara að hætta, selja eignir, borga skuldir og búa á jörðinni skuldlausri með tærnar upp í loft og horfa á sólina setjast. Enginn getur keypt svona jörð og rekið nema hann eigi 150 milljónir í vasanum og taki við skuldum uppá 200 milljónir og verður reksturinn samt í járnum. Enginn meðal maður getur fjárfest í kúabúi. Enginn nýliðun verður og meðalaldur bænda nálgast 60 ár. Bændur eldast og slíta sér endanlega út á meðan þeir sitja fastir á sínum búum og hafa ekki fjárráð á vinnumanni sér til aðstoðar. Eftir 7 ár fer ég að fá peninga inn á reikninginn eins og flestir sem komast á aldur, u.þ.b. 200.000 krónur. Eftirlaunagreiðslan verður líklega hæstu laun sem ég hef lengi verið á. Í tæp tvö ár hefur vaxtakostnaður verið að sliga þá bændur sem fóru í fjárfestingar í kringum 2014 til dagsins í dag. Helstu aðföng til mjólkurframleiðslu hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum. Áburður hefur hækkað um 140% . fóðurblanda um 40% og olía um 70%. Á sama tíma hefur verðlagsnefnd búvara hækkað mjólkurverð til bænda um ca. 25% frá 1. júní 2020. 2004 voru niðurgreiðslur á búvörum 45%, árið 2023 eru þær 20%. Þetta reikningsdæmi er hætt að ganga upp. Kostnaður eykst og niðurgreiðslur frá ríki hafa stórlega lækkað. Þetta er ákall bóndans um skilning og hjálp! Kúabændum er að fækka, ljósin eru að slökkna í fjósunum og verða ekki kveikt aftur. Höfundur er kúabóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Ég er nú vanur að berja mér á brjóst og sigra heiminn sama hvað á gengur. En nú er fokið í flest skjól. Konungur fuglanna, örninn hefur verið mitt tákn og drifkraftur í gegnum lífið sem bóndi og hefur það dugað þar til núna, því búið er að klippa af mér flugfjaðrirnar og klærnar. Ég hef engin vopn í hendi mér til bjargar í mjólkurframleiðslunni frekar en aðrir bændur sem fóru í tilneyddar fjárfestingar vegna Evrópureglugerða sem þvinguðu bændur, annað hvort að stefna á að hætta mjólkurframleiðslu eða byggja nýtt fjós. Mat ég það þannig, það að bera titilinn Gústi bóndi væri 250 milljóna króna skulda virði. Byggðum við nýtt hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, jukum framleiðsluna vel yfir meðal bústærð með mikilli vinnuhagræðingu. Helmingi meiri mjólkurframleiðsla nú en áður og jafnvel styttri tími í fjósverkin. Þetta virtist stefna í eintóma hamingju. Við hjónin skilum hvort um sig að meðaltali 12 tímum í vinnu flesta daga ársins. Fyrir það á búið að greiða okkur í laun hvoru um sig um 360.000 í föst mánaðarlaun en þeir peningar eru ekki til staðar núna. Höfum við unnið nánast kauplaust í eitt og hálft ár. Við erum orðnir þrælar, hlekkjaðir við aðstæðurnar. Einhverjir verða að mjólka en maður spyr sig! hvenær fær maður nóg??? Á maður bara að hætta, selja eignir, borga skuldir og búa á jörðinni skuldlausri með tærnar upp í loft og horfa á sólina setjast. Enginn getur keypt svona jörð og rekið nema hann eigi 150 milljónir í vasanum og taki við skuldum uppá 200 milljónir og verður reksturinn samt í járnum. Enginn meðal maður getur fjárfest í kúabúi. Enginn nýliðun verður og meðalaldur bænda nálgast 60 ár. Bændur eldast og slíta sér endanlega út á meðan þeir sitja fastir á sínum búum og hafa ekki fjárráð á vinnumanni sér til aðstoðar. Eftir 7 ár fer ég að fá peninga inn á reikninginn eins og flestir sem komast á aldur, u.þ.b. 200.000 krónur. Eftirlaunagreiðslan verður líklega hæstu laun sem ég hef lengi verið á. Í tæp tvö ár hefur vaxtakostnaður verið að sliga þá bændur sem fóru í fjárfestingar í kringum 2014 til dagsins í dag. Helstu aðföng til mjólkurframleiðslu hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum. Áburður hefur hækkað um 140% . fóðurblanda um 40% og olía um 70%. Á sama tíma hefur verðlagsnefnd búvara hækkað mjólkurverð til bænda um ca. 25% frá 1. júní 2020. 2004 voru niðurgreiðslur á búvörum 45%, árið 2023 eru þær 20%. Þetta reikningsdæmi er hætt að ganga upp. Kostnaður eykst og niðurgreiðslur frá ríki hafa stórlega lækkað. Þetta er ákall bóndans um skilning og hjálp! Kúabændum er að fækka, ljósin eru að slökkna í fjósunum og verða ekki kveikt aftur. Höfundur er kúabóndi.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar