Falleinkunn matvælaráðherra og MAST - hluti II - blóðmerar Árni Stefán Árnason skrifar 24. nóvember 2023 14:31 Matvælaráðherra og Matvælastofnun lágu undir mikilli gagnrýni um margra vikna skeið þá er heimildamynd um dýraníð í blóðmeraiðanðinum var opinberuð af svissnesk-þýsku dýraverndarsamtökunum AWF. Hafið var yfir allan vafa í mínum lögfræðilega skilningi að mörg ákvæði dýravelferðarlaga höfðu verið brotin og refsiákvæði virkjuð. Matvælaráðherra lauk málinu með setningu reglugerðar, sem átti að kippa öllu í liðinn. MAST vísaði á bug handvömm sinni en vísaði málinu þó til lögreglu, sem felldi málið niður. Einhver mesti fjöldi blaðaskrifa, sem ég man eftir um dýravernd leit dagsins ljós og voru sumar greinar með framúrskarandi rökstuðningi. Miður var að Ríkisendurskoðandi skyldi sneiða fram hjá málinu og bera það fyrir sig að ESA eftirlitsstofnunin væri með þetta mál í skoðun. Nú hefur verið birt nýtt myndband frá erlendu dýraverndarsamtökunum. Það staðfestir að ekki er orð takandi mark á matvælaráðherra né MAST í allri þeirri umræðu, sem verið hefur. Síðasta úrræðið í réttarríki er því að Alþingi taki málið upp aftur. Veikleikinn við það er að það ekki er þingmeirihluti til breytinga með núverandi ríkisstjórn, sem virðist skeytir engu um dýravernd, a.m.k. ei hingað til. Það blasir því við viðvarandi dýraníð hjá blóðmerum og folöldum þeirra. Þetta er hörmungarástand í landi sem kennir sig við siðaða þjóð. Eini vonarneistinn er áframhaldandi áróður. Hann leiddi til þess að 10 ára gamalli barráttu gegn loðdýraeld virðist ætla að ljúka með því að greinin verði lögð af á Íslandi. Hið sama má ætla að gerist, sannfærist Evrópa um að vernda í senn íslenskar merar og gyltur í svínaeldi. - Að neytendur hreinlega hætti neyslu svínakjöts - þannig má slá tvær flugur í einu höggi í orðsins fyllstu merkingu. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Heimildamyndin Iceland - Land of blood farmshttps://www.youtube.com/watch?v=A-2WILhlrRU Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Árni Stefán Árnason Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Skoðun Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra og Matvælastofnun lágu undir mikilli gagnrýni um margra vikna skeið þá er heimildamynd um dýraníð í blóðmeraiðanðinum var opinberuð af svissnesk-þýsku dýraverndarsamtökunum AWF. Hafið var yfir allan vafa í mínum lögfræðilega skilningi að mörg ákvæði dýravelferðarlaga höfðu verið brotin og refsiákvæði virkjuð. Matvælaráðherra lauk málinu með setningu reglugerðar, sem átti að kippa öllu í liðinn. MAST vísaði á bug handvömm sinni en vísaði málinu þó til lögreglu, sem felldi málið niður. Einhver mesti fjöldi blaðaskrifa, sem ég man eftir um dýravernd leit dagsins ljós og voru sumar greinar með framúrskarandi rökstuðningi. Miður var að Ríkisendurskoðandi skyldi sneiða fram hjá málinu og bera það fyrir sig að ESA eftirlitsstofnunin væri með þetta mál í skoðun. Nú hefur verið birt nýtt myndband frá erlendu dýraverndarsamtökunum. Það staðfestir að ekki er orð takandi mark á matvælaráðherra né MAST í allri þeirri umræðu, sem verið hefur. Síðasta úrræðið í réttarríki er því að Alþingi taki málið upp aftur. Veikleikinn við það er að það ekki er þingmeirihluti til breytinga með núverandi ríkisstjórn, sem virðist skeytir engu um dýravernd, a.m.k. ei hingað til. Það blasir því við viðvarandi dýraníð hjá blóðmerum og folöldum þeirra. Þetta er hörmungarástand í landi sem kennir sig við siðaða þjóð. Eini vonarneistinn er áframhaldandi áróður. Hann leiddi til þess að 10 ára gamalli barráttu gegn loðdýraeld virðist ætla að ljúka með því að greinin verði lögð af á Íslandi. Hið sama má ætla að gerist, sannfærist Evrópa um að vernda í senn íslenskar merar og gyltur í svínaeldi. - Að neytendur hreinlega hætti neyslu svínakjöts - þannig má slá tvær flugur í einu höggi í orðsins fyllstu merkingu. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Heimildamyndin Iceland - Land of blood farmshttps://www.youtube.com/watch?v=A-2WILhlrRU
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar