Strækum á ofbeldi! Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 09:00 Þann 24. október s.l. lögðu tugir þúsundir kvenna niður störf sín og lýstu yfir kvennaverkfalli. Kröfurnar voru einfaldar en því miður kunnuglegar. Fyrir utan almennar kröfur um útrýmingu á launamisrétti og mismunun þá var lögð sérstök áhersla á að ráða niðurlögum kynbundis ofbeldis. Árið er 2023 og kvenfrelsinu er enn haldið í skefjum ekki aðeins með almennri mismunun heldur einnig með ofbeldishegðun af hendi þess sem oft stendur konunni næst. Hættulegasti staður konunnar er enn heimili hennar. Þrátt fyrir aukna fræðslu, aukið umtal, fleiri úrræði – þá virðist kynbundið ofbeldi í nánum samböndum grassera sem aldrei fyrr. Konurnar nýta sér í auknum mæli þau úrræði sem standa til boða. Kvennaathvarfið er jafnan vel sótt af konum og börnum sem einfaldlega þurfa að rífa sig upp og flýja sín eigin heimili sökum ofbeldis. Aðsókn í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins eykst stöðugt og hefur margfaldast á síðustu árum. En af hverju minnkar ekki ofbeldið? Hvað erum við að gera vitlaust? Á Arnarhóli stóðu konur á sviði og lásu upp svo hrikalega tölfræði um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í íslenskum raunveruleika að það sló þögn á kvenhafið. Þessi viðbjóður er jafnvel svo algengur að fámennur hópur kvenna getur ekki komið saman án þess að þar sé á meðal kona sem þolað hefur slíkt ofbeldi. Hvernig getur þetta staðist? Ég man að ég hugsaði með mér á þessari stundu á Arnarhóli „Vá, nú gerist eitthvað. Nú snúum við þessu við.“ Umræðurnar sem sköpuðust dagana eftir verkfallið voru svekkjandi og á algerum villigötum. Sáralítið fór lítið fyrir umræðu um kynbundið ofbeldi og hvernig við ættum að bregðast við þessum hrikalega faraldri sem nú geysar sem aldrei fyrr. Getur verið að samfélagið sé orðið svo gegnsýrt af ofbeldi að okkur hreinlega fallast hendur? Er baráttan vonlaus? Eru þetta einfaldlega hlutskipti nær helmings kynsystra minna? Nú þegar ég er aðeins búin að jafna mig á svekkelsinu þá finn ég baráttuandann rísa á ný. Auðvitað er fullt sem við getum gert! Nú er rétt að byggja á þeirri þekkingu sem hefur safnast saman í áranna rás og finna gloppurnar. Það er nauðsynlegt að halda áfram að þjónusta vel þolendur ofbeldis en líka mikilvægt að leggjast í meiri samfélagsrýni; hvað er það nákvæmlega í samfélagi okkar sem getur af sér slíka ofbeldismenn? Ofbeldismenn sem virðast ekki hafa neinn einkennandi bakgrunn, heldur koma úr öllum krókum og kimum samfélagsins. Einnig er mikilvægt að skoða hvernig við getum sem samfélag aðstoðað konur við að stíga út úr ofbeldissambandi. Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu voru á sínum tíma spurðar hvað hefði mögulega getað flýtt því að þær slitu ofbeldissambandi. Margar töluðu um mikilvægi þess að einhver í umhverfi þeirra hefði einfaldlega spurt útí þeirra aðstæður. Slíkt getur verið vandmeðfarið fyrir aðstandanda og þá er gagnlegt leita til fagaðila. Vaktsími Kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn og þar getur fólk í þessum sporum leitað ráða. Mikilvægt er að hafa í huga að einangrun er helsta verkfæri ofbeldismannsins og hafa konur því oft lítið tengslanet. Þannig getur eina tenging konunnar við samfélagið verið í gegnum vinnu hennar, skóla barnanna, vini ofbeldismannsins eða annað slíkt. Þetta þýðir að við sem samfélag berum ábyrgð og með því að vera vakandi fyrir vísbendingum um ofbeldi getum við öll átt þátt í að rjúfa ofbeldishringinn sem þolendur eru gjarnan flæktir í. Baráttan við kynbundið ofbeldi í nánum samböndum er ekki einkamál kvenna heldur á ábyrgð samfélagsins í heild. Að uppræta kynbundið ofbeldi mun aldrei takast fyrr en öll kyn taka höndum saman og stræka á ofbeldi – ekki bara á tyllidögum heldur alla daga! Höfundur er framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 24. október s.l. lögðu tugir þúsundir kvenna niður störf sín og lýstu yfir kvennaverkfalli. Kröfurnar voru einfaldar en því miður kunnuglegar. Fyrir utan almennar kröfur um útrýmingu á launamisrétti og mismunun þá var lögð sérstök áhersla á að ráða niðurlögum kynbundis ofbeldis. Árið er 2023 og kvenfrelsinu er enn haldið í skefjum ekki aðeins með almennri mismunun heldur einnig með ofbeldishegðun af hendi þess sem oft stendur konunni næst. Hættulegasti staður konunnar er enn heimili hennar. Þrátt fyrir aukna fræðslu, aukið umtal, fleiri úrræði – þá virðist kynbundið ofbeldi í nánum samböndum grassera sem aldrei fyrr. Konurnar nýta sér í auknum mæli þau úrræði sem standa til boða. Kvennaathvarfið er jafnan vel sótt af konum og börnum sem einfaldlega þurfa að rífa sig upp og flýja sín eigin heimili sökum ofbeldis. Aðsókn í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins eykst stöðugt og hefur margfaldast á síðustu árum. En af hverju minnkar ekki ofbeldið? Hvað erum við að gera vitlaust? Á Arnarhóli stóðu konur á sviði og lásu upp svo hrikalega tölfræði um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í íslenskum raunveruleika að það sló þögn á kvenhafið. Þessi viðbjóður er jafnvel svo algengur að fámennur hópur kvenna getur ekki komið saman án þess að þar sé á meðal kona sem þolað hefur slíkt ofbeldi. Hvernig getur þetta staðist? Ég man að ég hugsaði með mér á þessari stundu á Arnarhóli „Vá, nú gerist eitthvað. Nú snúum við þessu við.“ Umræðurnar sem sköpuðust dagana eftir verkfallið voru svekkjandi og á algerum villigötum. Sáralítið fór lítið fyrir umræðu um kynbundið ofbeldi og hvernig við ættum að bregðast við þessum hrikalega faraldri sem nú geysar sem aldrei fyrr. Getur verið að samfélagið sé orðið svo gegnsýrt af ofbeldi að okkur hreinlega fallast hendur? Er baráttan vonlaus? Eru þetta einfaldlega hlutskipti nær helmings kynsystra minna? Nú þegar ég er aðeins búin að jafna mig á svekkelsinu þá finn ég baráttuandann rísa á ný. Auðvitað er fullt sem við getum gert! Nú er rétt að byggja á þeirri þekkingu sem hefur safnast saman í áranna rás og finna gloppurnar. Það er nauðsynlegt að halda áfram að þjónusta vel þolendur ofbeldis en líka mikilvægt að leggjast í meiri samfélagsrýni; hvað er það nákvæmlega í samfélagi okkar sem getur af sér slíka ofbeldismenn? Ofbeldismenn sem virðast ekki hafa neinn einkennandi bakgrunn, heldur koma úr öllum krókum og kimum samfélagsins. Einnig er mikilvægt að skoða hvernig við getum sem samfélag aðstoðað konur við að stíga út úr ofbeldissambandi. Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu voru á sínum tíma spurðar hvað hefði mögulega getað flýtt því að þær slitu ofbeldissambandi. Margar töluðu um mikilvægi þess að einhver í umhverfi þeirra hefði einfaldlega spurt útí þeirra aðstæður. Slíkt getur verið vandmeðfarið fyrir aðstandanda og þá er gagnlegt leita til fagaðila. Vaktsími Kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn og þar getur fólk í þessum sporum leitað ráða. Mikilvægt er að hafa í huga að einangrun er helsta verkfæri ofbeldismannsins og hafa konur því oft lítið tengslanet. Þannig getur eina tenging konunnar við samfélagið verið í gegnum vinnu hennar, skóla barnanna, vini ofbeldismannsins eða annað slíkt. Þetta þýðir að við sem samfélag berum ábyrgð og með því að vera vakandi fyrir vísbendingum um ofbeldi getum við öll átt þátt í að rjúfa ofbeldishringinn sem þolendur eru gjarnan flæktir í. Baráttan við kynbundið ofbeldi í nánum samböndum er ekki einkamál kvenna heldur á ábyrgð samfélagsins í heild. Að uppræta kynbundið ofbeldi mun aldrei takast fyrr en öll kyn taka höndum saman og stræka á ofbeldi – ekki bara á tyllidögum heldur alla daga! Höfundur er framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar