Auður kynnir kærustuna og styrkir Palestínu með nýju lagi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:52 Lagið Í hjartanu yfir hafið kom út í dag. Auðunn Lúthersson Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, gaf út lagið Í hjartanu yfir hafið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála í Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra. „Styrkurinn er fyrst og fremst táknrænn. Svona streymisupphæðir eru óttalegt smotterí. Lagið samdi ég á Degi íslenskrar tungu og ég tók það upp samdægurs. Viku síðar er lagið komið út,“ segir Auðunn. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Upptaka, hljóðblöndun og undirleikur er unninn af Auðunni sjálfum. „Það er hræðilegt að fylgjast með átökunum og mann langar að geta gert eitthvað. Út frá ráðaleysinu og sorginni fæðist þetta lag. Þetta er áminning um hvað við sem höfum hreint vatn, húsaskjól og mat eigum margt að vera þakklát fyrir,“ segir hann. Kynnir kærustuna fyrir Íslandi Auðunn hefur í mörgu að snúast en hann er að undirbúa tónleika sem fara fram í Iðnó þann 16. desember næstkomandi. Uppselt er á tónleikana. Cassandra, kærasta Auðuns, kemur með honum til landsins þar sem hann stefnir á að kynna hana fyrir landi og þjóð. Parið er búsett í Los Angeles þar sem kynni tókust með þeim. Hann birti fallegar myndir af kærustunni á Instagram á dögunum. Ef þær birtast ekki að neðan er ráð að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Auðunn lét gamlan draum rætast í byrjun árs þegar hann flutti til Los Angeles. „Ég er þakklátur fyrir að vera kominn út og er spenntur fyrir framhaldinu þar sem ég er sífellt að kynnast nýju hæfileikaríku fólki,“ sagði Auðunn á dögunum í samtali við Vísi. Hann starfar við lagasmíð og framleiðslu dag frá degi. Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Auður fann ástina erlendis Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast. 18. október 2023 12:01 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
„Styrkurinn er fyrst og fremst táknrænn. Svona streymisupphæðir eru óttalegt smotterí. Lagið samdi ég á Degi íslenskrar tungu og ég tók það upp samdægurs. Viku síðar er lagið komið út,“ segir Auðunn. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Upptaka, hljóðblöndun og undirleikur er unninn af Auðunni sjálfum. „Það er hræðilegt að fylgjast með átökunum og mann langar að geta gert eitthvað. Út frá ráðaleysinu og sorginni fæðist þetta lag. Þetta er áminning um hvað við sem höfum hreint vatn, húsaskjól og mat eigum margt að vera þakklát fyrir,“ segir hann. Kynnir kærustuna fyrir Íslandi Auðunn hefur í mörgu að snúast en hann er að undirbúa tónleika sem fara fram í Iðnó þann 16. desember næstkomandi. Uppselt er á tónleikana. Cassandra, kærasta Auðuns, kemur með honum til landsins þar sem hann stefnir á að kynna hana fyrir landi og þjóð. Parið er búsett í Los Angeles þar sem kynni tókust með þeim. Hann birti fallegar myndir af kærustunni á Instagram á dögunum. Ef þær birtast ekki að neðan er ráð að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Auðunn lét gamlan draum rætast í byrjun árs þegar hann flutti til Los Angeles. „Ég er þakklátur fyrir að vera kominn út og er spenntur fyrir framhaldinu þar sem ég er sífellt að kynnast nýju hæfileikaríku fólki,“ sagði Auðunn á dögunum í samtali við Vísi. Hann starfar við lagasmíð og framleiðslu dag frá degi.
Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Auður fann ástina erlendis Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast. 18. október 2023 12:01 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Auður fann ástina erlendis Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast. 18. október 2023 12:01