Auður kynnir kærustuna og styrkir Palestínu með nýju lagi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:52 Lagið Í hjartanu yfir hafið kom út í dag. Auðunn Lúthersson Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, gaf út lagið Í hjartanu yfir hafið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála í Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra. „Styrkurinn er fyrst og fremst táknrænn. Svona streymisupphæðir eru óttalegt smotterí. Lagið samdi ég á Degi íslenskrar tungu og ég tók það upp samdægurs. Viku síðar er lagið komið út,“ segir Auðunn. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Upptaka, hljóðblöndun og undirleikur er unninn af Auðunni sjálfum. „Það er hræðilegt að fylgjast með átökunum og mann langar að geta gert eitthvað. Út frá ráðaleysinu og sorginni fæðist þetta lag. Þetta er áminning um hvað við sem höfum hreint vatn, húsaskjól og mat eigum margt að vera þakklát fyrir,“ segir hann. Kynnir kærustuna fyrir Íslandi Auðunn hefur í mörgu að snúast en hann er að undirbúa tónleika sem fara fram í Iðnó þann 16. desember næstkomandi. Uppselt er á tónleikana. Cassandra, kærasta Auðuns, kemur með honum til landsins þar sem hann stefnir á að kynna hana fyrir landi og þjóð. Parið er búsett í Los Angeles þar sem kynni tókust með þeim. Hann birti fallegar myndir af kærustunni á Instagram á dögunum. Ef þær birtast ekki að neðan er ráð að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Auðunn lét gamlan draum rætast í byrjun árs þegar hann flutti til Los Angeles. „Ég er þakklátur fyrir að vera kominn út og er spenntur fyrir framhaldinu þar sem ég er sífellt að kynnast nýju hæfileikaríku fólki,“ sagði Auðunn á dögunum í samtali við Vísi. Hann starfar við lagasmíð og framleiðslu dag frá degi. Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Auður fann ástina erlendis Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast. 18. október 2023 12:01 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
„Styrkurinn er fyrst og fremst táknrænn. Svona streymisupphæðir eru óttalegt smotterí. Lagið samdi ég á Degi íslenskrar tungu og ég tók það upp samdægurs. Viku síðar er lagið komið út,“ segir Auðunn. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Upptaka, hljóðblöndun og undirleikur er unninn af Auðunni sjálfum. „Það er hræðilegt að fylgjast með átökunum og mann langar að geta gert eitthvað. Út frá ráðaleysinu og sorginni fæðist þetta lag. Þetta er áminning um hvað við sem höfum hreint vatn, húsaskjól og mat eigum margt að vera þakklát fyrir,“ segir hann. Kynnir kærustuna fyrir Íslandi Auðunn hefur í mörgu að snúast en hann er að undirbúa tónleika sem fara fram í Iðnó þann 16. desember næstkomandi. Uppselt er á tónleikana. Cassandra, kærasta Auðuns, kemur með honum til landsins þar sem hann stefnir á að kynna hana fyrir landi og þjóð. Parið er búsett í Los Angeles þar sem kynni tókust með þeim. Hann birti fallegar myndir af kærustunni á Instagram á dögunum. Ef þær birtast ekki að neðan er ráð að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Auðunn lét gamlan draum rætast í byrjun árs þegar hann flutti til Los Angeles. „Ég er þakklátur fyrir að vera kominn út og er spenntur fyrir framhaldinu þar sem ég er sífellt að kynnast nýju hæfileikaríku fólki,“ sagði Auðunn á dögunum í samtali við Vísi. Hann starfar við lagasmíð og framleiðslu dag frá degi.
Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Auður fann ástina erlendis Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast. 18. október 2023 12:01 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Auður fann ástina erlendis Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast. 18. október 2023 12:01