Lífið

Sjarmerandi og lit­ríkt heimili Steinunnar og Ei­ríks til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heimili hjónanna er afar litríkt og sjarmerandi þar sem gamalt og nýtt fær að njóta sín á sinn hátt.
Heimili hjónanna er afar litríkt og sjarmerandi þar sem gamalt og nýtt fær að njóta sín á sinn hátt.

Stein­unn Knúts­dótt­ir sviðslistakona og eig­inmaður henn­ar Ei­rík­ur Smári Sig­urðar­son, forstöðumaður Hugvísindastofnunar og rannsóknastjóri Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, hafa sett íbúð sína við Klapparstíg á sölu.

Heimili hjónanna er afar litríkt og sjarmerandi þar sem gamalt og nýtt fær að njóta sín á sinn hátt. Litadýrðin umvefur hvert rýmið á fætur öðru þar sem veggir og húsgögn eru í öllum regnbogans litum.

Þessi glæsilega hæð í miðbæ Reykjavíkur var byggð árið 1930 og er skráð 110 fermetrar. Eins og meðfylgjandi myndir sýna er eignin í sínum upprunalega stíl.  Ásett verð er 89,7 milljónir.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Húsið var byggt árið 1930.Húsaskjól fasteignasala

Eignin samanstendur af þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum og opnu og rúmgóðu alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu. Útgengt er úr stofu á stórar suðursvalir með timburpalli.

Eldhúsinnrétting er L-laga með neðri skápum í appelsínugulum og gráum lit.Húsaskjól fasteignasala
Morgunbollinn er vafalaust ögn betri þegar horft er á menningarlífið út um gluggann.Húsaskjól fasteignasala
Á hæðinni eru upprunalegar gólffjalir sem gefa rýminu einstakan sjarma.Húsaskjól fasteignasala
Gengið upp fallegan upprunalegan timburstiga í risið.Húsaskjól fasteignasala
Hjónaherbergi er rúmgott með gólffjölum.Húsaskjól fasteignasala
Tvö baðherbergi eru í íbúðinni.Húsaskjól fasteignasala
Útgengt er ú erstofu  á stórar svalir í Suður.Húsaskjól fasteignasala
Húsaskjól fasteignasala






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.