Úthúðað af þjálfara og samherjum eftir tvö gul á þrjátíu sekúndum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2023 10:30 Matt Turner, markvörður bandaríska landsliðsins, lætur Sergino Dest heyra það. getty/Carmen Mandato Sergino Dest var ekki vinsælasti maðurinn í bandaríska landsliðshópnum eftir leikinn gegn Trínidad og Tóbagó í gær. Bandaríkin töpuðu fyrir Trínidad og Tóbagó, 2-1, en tryggðu sér samt sem áður farseðilinn í Suður-Ameríkukeppnina á næsta ári vegna 3-0 sigurs í fyrri leik liðanna. Um leið komst bandaríska liðið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í Mið- og Norður-Ameríku. Bandaríkjamenn náðu forystunni í leiknum í gær þegar Antonee Robinson, leikmaður Fulham, skoraði á 25. mínútu. En fjórtán mínútum síðar kom Dest liðsfélögum sínum í mikið klandur með sannkölluðum heimskupörum. Hann fékk fyrst gult spjald fyrir að sparka bolta upp í stúku því hann var ósáttur við ákvörðun dómara leiksins. Dest var ekki hættur, hélt áfram að tuða og uppskar annað gult spjald og þar með rautt. Samherjar Dests létu hann heyra það eftir rauða spjaldið og eftir leikinn. Það sama gerði landsliðsþjálfarinn Gregg Berhalter. „Þetta veldur mér áhyggjum því þetta er ekki það sem við stöndum fyrir. Þetta er ekki það sem við erum sem hópur. Við hreykjum okkur af því að vera andlega agaðir og berjumst gegnum allar aðstæður, sama hvort ákvarðanirnar eru góðar eða slæmar. Við eigum að halda áfram og bregðast rétt við og augljóslega gerði Sergino það ekki,“ sagði Berhalter. „Hann bað hópinn afsökunar og sagði að þetta myndi ekki gerast aftur. Við leikmenn og starfslið þurfum að gera hann ábyrgan því þetta er óásættanlegt. Við skófum ekkert af því eftir leikinn. Hann setti strákana í erfiða stöðu og eftirlét þeim meiri vinnu í þessum aðstæðum og það er ekki ásættanlegt.“ Þetta er annað rauða spjaldið sem Dest fær í leik með bandaríska landsliðinu á árinu. Hann var líka rekinn út af gegn Mexíkó í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Bandaríkin töpuðu fyrir Trínidad og Tóbagó, 2-1, en tryggðu sér samt sem áður farseðilinn í Suður-Ameríkukeppnina á næsta ári vegna 3-0 sigurs í fyrri leik liðanna. Um leið komst bandaríska liðið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í Mið- og Norður-Ameríku. Bandaríkjamenn náðu forystunni í leiknum í gær þegar Antonee Robinson, leikmaður Fulham, skoraði á 25. mínútu. En fjórtán mínútum síðar kom Dest liðsfélögum sínum í mikið klandur með sannkölluðum heimskupörum. Hann fékk fyrst gult spjald fyrir að sparka bolta upp í stúku því hann var ósáttur við ákvörðun dómara leiksins. Dest var ekki hættur, hélt áfram að tuða og uppskar annað gult spjald og þar með rautt. Samherjar Dests létu hann heyra það eftir rauða spjaldið og eftir leikinn. Það sama gerði landsliðsþjálfarinn Gregg Berhalter. „Þetta veldur mér áhyggjum því þetta er ekki það sem við stöndum fyrir. Þetta er ekki það sem við erum sem hópur. Við hreykjum okkur af því að vera andlega agaðir og berjumst gegnum allar aðstæður, sama hvort ákvarðanirnar eru góðar eða slæmar. Við eigum að halda áfram og bregðast rétt við og augljóslega gerði Sergino það ekki,“ sagði Berhalter. „Hann bað hópinn afsökunar og sagði að þetta myndi ekki gerast aftur. Við leikmenn og starfslið þurfum að gera hann ábyrgan því þetta er óásættanlegt. Við skófum ekkert af því eftir leikinn. Hann setti strákana í erfiða stöðu og eftirlét þeim meiri vinnu í þessum aðstæðum og það er ekki ásættanlegt.“ Þetta er annað rauða spjaldið sem Dest fær í leik með bandaríska landsliðinu á árinu. Hann var líka rekinn út af gegn Mexíkó í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira