Falleinkunn matvælaráðherra og MAST Árni Stefán Árnason skrifar 20. nóvember 2023 18:01 Skýrsla Ríkisendurskoðunar, stjórnsýsluúttekt, skýrsla til Alþingis, eftirlit með velferð búfjár hefur litið dagsins ljós. Nokkuð umfangsminni en ég hafði gert mér vonir um enda kynnt sem umfangsmeiri fyrir um ári síðan. Um mjög mikilvægan málaflokk er að ræða, sem lýtur að velferð allra dýra, sem falla undir lög um velferð dýra. Skýrslan drepur á nokkrum mjög mikilvægum atriðum og er þar kafli 2.2.1 og 2.2.2 athyglisverðastir, að mínu mati, auk niðurstöðu Ríkisendurskoðanda. Gríðarlegt verkefni er ennþá framundan að koma böndum á eftirlit með velferð búfjár, áratug eftir lög um velferð dýra tóku gildi. - Það hefur tekið alltof langan tíma og skrifast aðeins á eitt: afar slaka stjórnsýslu. Framkvæmd hinna um margt góðu laga fær semsagt ekki háa einkunn hjá Ríkisendurskoðanda. Skýrslan kom út sama dag og MAST hafði tilkynnt starfsdag hjá stofnuninni. Mér segir svo hugur til um að það hefur greinilega legið fyrir að stofnunin teldi sig þurfa svigrúm heilan dag til að melta ádeiluna og hún hafi þurft að loka afgreiðslunni í þeim tilgangi. Þá er birtingartími (markaðssetning) skýrslunnar mjög óheppilegur á hamfaratímum til að fanga athygli fjölmiðla, sem eru fjórða valdið og eitt mikilvægasta valdið til að koma á breytingum í íslenskri stjórnsýslu með gagnrýni sinni og þrýstingi. Af nógu er að taka þar! Fyrsta faglega umfjöllun óháðs aðila í áratug Skýrslan er auk, að mínu mati léttvægrar og lítt áhrifamikillar aðkomu ESA, fyrsta faglega umfjöllun óháðs aðila í áratug eða frá því ég sjálfur skrifaði áþekka, yfir 100 bls. skýrslu um sama viðfangsefni undir vinnuheitinu Um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga á Íslandi. Hlaut hún gælunafnið Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi og var meistararitgerð í lögfræði. Sú rannsóknarvinna stóð yfir, óslitið í 18 mánuði. Ríkisendurskoðandi mun hafa ákveðið, síðla síðasta árs, að eiga frumkvæði að því að, að rannsaka eftirlit með dýravelferð. Ástæðan ku hafa verið linnulaus gagnrýni almennings á eftirlit með dýravelferðar þættinum, svo mikið að Ríkisendurskoðanda þótt nóg um. Fyrstu við viðbrögð MAST - fjárskortur Forstjóri MAST, dr. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, skrifaði fyrr á þessu ári mjög áhugaverða grein um hlutverk MAST. Greinin heitir Þjónustustofnunin MAST og var birt sem skoðun á visir.is. 13. júní á þessu ári. Af skrifum hennar má ráða að metnaður er fyrir hendi hjá forstjóranum að láta hana standa undir gildum MAST, sem ekkert er slegið af á heimsíðu MAST, líkt og ekkert var slegið af loforðaflaumi úr ræðustólk Alþingis þá er þáverandi landbúnaðarráðherra Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir frumvarpi að lögum um velferð dýr. Engan afslátt skildi lengur gefa af velferð dýra. - Annað hefur komið í ljós. Dr. Hrönn hefur nú haft þrjú ár til að gera hina opinberu stofnun MAST að þeirri stofnun, sem lög um hana mæla fyrir um auk fleiri réttarheimilda, skattgreiðendur vænta og gera verður kröfu að standi þannig undir nafni. Áður en dr. Hrönn tók við stofnuninn var hún í sama lamasessi eins og að því er virðist ennþá. Ekki er ólíklegt að ef um einkarekið fyrirtæki væri að ræða þá þyrfti forstjórinn að hafa verulegar áhyggjur af stöðu sinni eftir þrjú ár án sýnilegra framfara. Spyrja má eru starfsmenn ekki að hlýða dr. Hrönn? Ég hef enga trú á að forstjórinn búi ekki yfir getu til að fylgja eftir gildum MAST og framkvæma þau. Fyrir liggur skv. mínum heimildum að mikill núningur er oft á milli dýralækna, sem vilja framkvæma lög um velferð dýra og lagadeildar MAST, sem dýralæknarnir segja að standi oft í veg fyrir framkvæmd laganna. Máske er þetta eitthvað sem forstjórinn þarf að hjóla í ? Að lokum hefur hann altént endanlegt orð MAST og mín skoðun er sú að afleitt sé að dýralæknarnir verði trekk í trekk undir og þar með velferð dýra vegna umdeilanlegrar afstöðu lögfræðinga MAST og veldur mótmælum í samfélaginu. Lög um velferð dýra eru skýr um efni sitt og lágmarksreglur, sem eiga ekki að þurfa að víkja fyrir öðrum réttarheimildum á sviðið mannréttinda, það er eitt af helstu umkvörtunarefna dýralækna skv. mínum heimildum. Dr. Hrönn var ráðin, skilst mér, vegna bakgrunns síns, sem vísindamaður á allt öðrum sviðum en þeim sem MAST er ætlað að fást við og var hún í hópi 18 umsækjenda árið 2020. Þ.á.m. voru þungaviktarmenn innan MAST með gríðarlega reynslu í lögfræði og dýralækningum. Annan þeirra, dýralæknirinn, hafði mig lengi dreymt um að sjá í forstjórastól MAST. Ég skil satt best að segja ekki hvað þáverandi ráðherra Kristjáni Þór Júlíussyni gekk til að sneiða framhjá slíkum verðmætum ríkisrekinnar stofnunnar við ráðningu nýs forstjóra. Eftir skýrslu birtinguna voru fyrstu viðbrögð forstjórans að skýrslan varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort hjá þjónustustofnuninni MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. Ja hérna segi ég nú bara. Að taka afgerandi og tafarlausar en vel ígrundaðar ákvarðanir í þágu dýravelferðar snýst ekki um fjárskort heldur áræði, þekkingu og þor að vernda réttarstöðu dýra. Þetta eru dýralæknar MAST meðvitaðir um en lagadeildin setur þeim æ ofan í æ stólinn fyrir dyrnar. Og því er eðlilegt að spyrja: er þekking og skilningur á réttarstöðu dýra fyrir hendi hjá lagadeild MAST? Ég segi nei. Það er deild, sem þarf að stokka sérstaklega upp og er löngu tímabært verkefni fyrir forstjórann. Upplýsingafulltrúi breytir þar heldur engu enda er það viðvarandi ella hjá MAST að stofnunin hafi ekki heimild til að tjá sig um einstök atriði mála - til að vernda mann og annan af persónuverndarsjónarmiðum. Ja hérna, ætíð skal það túlkað svo að mannréttindi gangi réttindum dýra framar þó dýravelferðarlögin sjálf segi: við erum lágmarksreglur. Viðbrögð matvælaráðherra Matvælaráðherra er æðsta vald í málum dýravelferðar á Íslandi. Það staðfesti hann svo um munaði þá er hann bannaði tímabundið hvalveiðar á þessu ári. Undrun sætir, af minni hálfu, að fjölmiðlar hafi ekki rætt falleinkunn MAST við ráðherra. Ég tel þó, að þó að fjölmiðlar hefðu gert það, kæmi marklaust innihaldslaust svar stjórnmálamanns. Það er tilfinning mín, eftir að hafa hlustað á ráðherra nokkrum sinnum, fjalla um MAST á ýmsum vettvöngum, að innsýn hans á starfsháttum MAST og getu sé lítil sem engin. Ráðherra hlýtur því að vera fegin því að hafa sloppið undan fjölmiðlum í þetta skiptið. Þó er það ekki víst, sjáum hvað vikan ber í skauti sér. Stórt hænufet í mikilvægri baráttu Skýrslu Ríkisendurskoðanda ber að fagna þó hún sé afmörkuð við eitt viðfangsefni. Hún er, að mínu mati, máske hænufet í rétta átt að bættu eftirliti með velferð dýra á Íslandi, en ég óttast að hvorki Alþingi né Matvælaráðherra muni á nokkurn hátt bregðast við henni enda áhugi á velferð dýra lítill sem engin hjá löggjafar-, framkvæmdarvaldinu. Held það sé reynsla allra landsmanna. Skýrslugallinn Ríkisendurskoðun tók þá ákvörðun að sleppa atriðum, sem sannarlega hefði verið mikilvægt að fara í saumana á. En gott og vel stofnunin útskýrir af hverju og vona ég að hún fari ennþá betur í saumana á starfsháttum MAST ekki síst þeim sem lúta að eftirliti með velferð annara dýra en búfjár. - Af hverju segi ég það? Ég segi það vegna þess að mjög mikil hagsmunatengsl eru á milli Matvælastofnunar og búfjárhalds á Íslandi. Héraðsdýralæknar þurfa t.d. að standa vörð um persónulega hagsmuni sína á sama tíma og bændasamfélagið er verndað af ríkisstjórnarflokki. Eitt orð eða athöfn of mikið og viðkomandi getur átt von á því að vera kallaður að borði ráðherra eins og dæmi er um. Þetta útskýri ég allt mjög vel í fyrrnefndri ritgerð minni eftir tveggja ára rannsókn m.a. einmitt á þessum tengslum og hvaða afleiðingar tengslin gætu haft á velferð dýra. - Tengslin rýra verulega að gætt sé réttarstöðu búfjár að lögum og er þar einkum við lagadeild MAST að sakast skv. þeim upplýsingum sem ég bý yfir. Að lagadeild MAST standi í vegi fyrir framkvæmd laga um velferð dýra og láti aðrar réttarheimildir, svo sem stjórnsýslulög ganga velferð dýra framar. Ástæðan fyrir þessu háttalagi er líklega tvíþætt. 1. Skortur á þekkingu á lögum um velferð dýra og tengslum þeirra við aðrar réttarheimildir frá sjónarhóli réttarheimilda pýramídans. 2. Pólitísk stjórnsemi beint inn í höfuðstöðvar MAST. Mismunun MAST gagnvart aðilum búfjárhalds og einstaklinga og lögaðila annara dýrategunda Matvælastofnun hikar sem sem sagt ekki við að draga hlutina á langinn gagnvart velferð íslensks búfjárhalds á kostnað dýravelferðar en hjólar á sama tíma í einstaklinga með slíkum látum að undrun sætir á stundum. Í þeim tilgangi beitir hún jafnvel með ósvífnum hætti röngum réttarheimildum og kemst upp með það hjá dómstólum. Strjúkum þeim, sem eru undir hatti Bændasamtakanna en rasskellum þá, sem standa utan þeirra er tilfinning, sem blundað hefur í mér þann áratug, sem ég hef fengist við og skrifað um dýravernd. Um þetta er fjöldi alvarlegra dæma en ég hef oft komið að hagsmunagæslu aðila dýrahalds í slag þeirra við MAST. Öll dýravelferðarlögfræði er þar yfirleitt svipur frá sjón. MAST, nei þrengjum þetta aðeins, lagadeild MAST er að mínu mati vandræðagemlingur, svo það sé sagt einu sinni en. Riðið er t.d. á vaðið með alls kyns aðgerðir gegn einstaklingum og lögaðilum utan búfjáreldisins, sem síðar kemur í ljós að stenst ekki neina skoðun í lögfræðilegum skilningi og m.a. hjá ákæruvaldinu. Mismunun milli umráðamanna/lögaðila dýrategunda utan búfjárhalds Og framangreind mismunun MAST nær dýpra. Stór hagsmunaaðili í dýrahaldi eru eigendur innfluttra hunda. Ræktendur velta tugum milljóna á hverju ári. Sá hópur fékk það í gegn, eftir mikið þref og með aðstoð Hundaræktarfélags Íslands að sóttkví yrði stytt úr 4 vikum í 14 daga. Annar stór hópur umráðamanna dýra eru eigendur innfluttra fugla t.d. dúfna og skrautfugla. Þegar þeir fara fram á styttingu sóttkvíartíma í samræmi tíma hunda og katta ber MAST því við að ekki sé fyrir hendi mannskapur til að breyta reglum um það efni. Það er ótæk skýring að mínu mati, reglugerðarbreyting um þetta efni tekur ei langan tíma! Ákall til Ríkisendurskoðunar um að vanda betur til verka Ég hefði kosið að Ríkisendurskoðun vandaði verk sitt betur, ekkert lá á. Ég hefði kosið að Ríkisendurskoðun hefði tekið allan pakkann í stað þess að búta hlutina niður og gera þá þannig samhengislausa fyrir þingmenn, sem virðast eiga fullt í fangi með að halda einbeitingu. Ég hef verið viðloðandi virka dýravernd í meira en áratug og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að Alþingi hefði fengið greinargóða alhliða skýrslu um starfshætti MAST. Fái þannig á miðju kjörtímabili þá yfirsýn, sem þinginu er nauðsynlegt að fá á einu bretti, svo hefjast megi handa við það mikla starf, sem ég tel að sé nauðsynlegt við algerra uppstokkun á eftirliti með velferð allra dýra á Íslandi. Það misheppnaðist að mínu mati með útgáfu þessarar skýrslu, því miður verð ég að segja. Auðvelt hefði verið fyrir Ríkisendurskoðanda að afla slíkra gagna og fá faglega aðstoð við úrvinnslu þeirra á skömmum tíma og það vissi Ríkisendurskoðandi um en kaus því miður aðra leið. Þar með skildi hann mikilvægan málaflokk eftir í lausu lofti, sem sannarlega hefði ekki verið minni þörf á að hjóla í en búfjárhaldið eitt og sér. Endurskoða þarf fyrirkomulag á skipan yfirdýralæknis Það er ekki laust við að mér hafi stokkið bros á vör þegar ég las örkaflann Endurskoða þarf fyrirkomulag á skipan yfirdýralæknis. Ég hef gagnrýnt núverandi embætti yfirdýralæknis verulega undanfarinn áratug enda tel ég getuleysi þess blasi við öllum í dag og ber skýrsla Ríkisendurskoðanda þess skýr merki. Neikvæð niðurstaða skýrslunnar skrifast beint á núverandi og fyrrverandi ráðherra málaflokksins, núverandi og fyrrv. forstjóra, yfirdýralækna og auðvitað eftirlits og stjórnskipunarnefnd þingsins auk þingsins alls en hinir tveir síðastnefndu hafa afskaplegan lítinn áhuga á erindum, sem beint er til þeirra varðandi málaflokkinn. Ég tel það hafið yfir allan vafa, og gæti komið með mörg dæmi um slíkt, að yfirdýralæknir, sem er staðgengill forstjóra, sem þriðji æðsti yfirmaður dýravelferðarmála á eftir ráðherra, sé bullandi pólitískt skipaður í þeim tilgangi að gæta ákveðinna hagsmuna og er þar dýravelferð ekki í fyrsta sæti. Ætlast sé til þess að hann þjóni ákveðnum hagsmunum, allt öðrum en þeirra sem dýr eiga tilkall til skv. settum réttum og heitir lög um velferð dýra. - Í þetta ætla ég mér líka að fara í saumana á fljótlega. Lokaorð og þakkir Ég sammála niðurstöðu Ríkisendurskoðanda í samantekt í töluliðum 1-7, sem hann hefur, þrátt fyrir mjög skamman tíma komið auga á, sem lykilatriði, sem skipta máli hjá eftirlitsstofnun með dýrahaldi. Sérstakleg gladdi það mig að lesa t.l. 1, 6 (þó ég vildi helst sjá dýraeftirlit tekið af MAST og fært til einkarekins aðila), 7, 10(ábending sem ég er sérstaklega þakklátur fyrir, rökstudd og réttmæt) og 11. - Þetta eru allt atriði sem ég hef tíundað áður í skrifum mínum um dýravernd undanfarinn áratug, sem almennur borgara úti í bæ með mjög fræðilegan bakgrunn í dýrarréttarlögfræði. Það er því sérstakt fagnaðarefni fyrir mig að virt opinbert embætti skuli koma auga á sömu hnökrana og ég o.fl. hafa séð og nú komið því á framfæri við Alþingi. Ég þakka Ríkisendurskoðanda og hans starfsfólki fyrir mjög þarfa vinnu en greinilegt er að Skoðandi hefur mikla ástríðu fyrir dýravernd, sem er mjög gott að vita af í áframhaldandi baráttu við það spillingarbæli, sem ég tel íslenska dýravernd klófasta í á meðan hún lýtur núverandi stjórnsýslu MAST. Ég treysti því að dr. Hrönn komi auga á þetta og breyti til batnaðar. Af skrifum hennar má ráða að hún hafi alla burði, metnað og heiðarleika til þess og hvet ég hana því áfram. - Að kunna að meta faglega utanaðkomandi gagnrýni ríkisembættis er mikil kostur. Löstur er það þó að kalla ekki til fundar við sig faglegar gagnrýnisraddir úr röðum þjóðfélagsþegna. Þar mætti dr. Hrönn bæta sig. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Árni Stefán Árnason Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar, stjórnsýsluúttekt, skýrsla til Alþingis, eftirlit með velferð búfjár hefur litið dagsins ljós. Nokkuð umfangsminni en ég hafði gert mér vonir um enda kynnt sem umfangsmeiri fyrir um ári síðan. Um mjög mikilvægan málaflokk er að ræða, sem lýtur að velferð allra dýra, sem falla undir lög um velferð dýra. Skýrslan drepur á nokkrum mjög mikilvægum atriðum og er þar kafli 2.2.1 og 2.2.2 athyglisverðastir, að mínu mati, auk niðurstöðu Ríkisendurskoðanda. Gríðarlegt verkefni er ennþá framundan að koma böndum á eftirlit með velferð búfjár, áratug eftir lög um velferð dýra tóku gildi. - Það hefur tekið alltof langan tíma og skrifast aðeins á eitt: afar slaka stjórnsýslu. Framkvæmd hinna um margt góðu laga fær semsagt ekki háa einkunn hjá Ríkisendurskoðanda. Skýrslan kom út sama dag og MAST hafði tilkynnt starfsdag hjá stofnuninni. Mér segir svo hugur til um að það hefur greinilega legið fyrir að stofnunin teldi sig þurfa svigrúm heilan dag til að melta ádeiluna og hún hafi þurft að loka afgreiðslunni í þeim tilgangi. Þá er birtingartími (markaðssetning) skýrslunnar mjög óheppilegur á hamfaratímum til að fanga athygli fjölmiðla, sem eru fjórða valdið og eitt mikilvægasta valdið til að koma á breytingum í íslenskri stjórnsýslu með gagnrýni sinni og þrýstingi. Af nógu er að taka þar! Fyrsta faglega umfjöllun óháðs aðila í áratug Skýrslan er auk, að mínu mati léttvægrar og lítt áhrifamikillar aðkomu ESA, fyrsta faglega umfjöllun óháðs aðila í áratug eða frá því ég sjálfur skrifaði áþekka, yfir 100 bls. skýrslu um sama viðfangsefni undir vinnuheitinu Um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga á Íslandi. Hlaut hún gælunafnið Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi og var meistararitgerð í lögfræði. Sú rannsóknarvinna stóð yfir, óslitið í 18 mánuði. Ríkisendurskoðandi mun hafa ákveðið, síðla síðasta árs, að eiga frumkvæði að því að, að rannsaka eftirlit með dýravelferð. Ástæðan ku hafa verið linnulaus gagnrýni almennings á eftirlit með dýravelferðar þættinum, svo mikið að Ríkisendurskoðanda þótt nóg um. Fyrstu við viðbrögð MAST - fjárskortur Forstjóri MAST, dr. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, skrifaði fyrr á þessu ári mjög áhugaverða grein um hlutverk MAST. Greinin heitir Þjónustustofnunin MAST og var birt sem skoðun á visir.is. 13. júní á þessu ári. Af skrifum hennar má ráða að metnaður er fyrir hendi hjá forstjóranum að láta hana standa undir gildum MAST, sem ekkert er slegið af á heimsíðu MAST, líkt og ekkert var slegið af loforðaflaumi úr ræðustólk Alþingis þá er þáverandi landbúnaðarráðherra Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir frumvarpi að lögum um velferð dýr. Engan afslátt skildi lengur gefa af velferð dýra. - Annað hefur komið í ljós. Dr. Hrönn hefur nú haft þrjú ár til að gera hina opinberu stofnun MAST að þeirri stofnun, sem lög um hana mæla fyrir um auk fleiri réttarheimilda, skattgreiðendur vænta og gera verður kröfu að standi þannig undir nafni. Áður en dr. Hrönn tók við stofnuninn var hún í sama lamasessi eins og að því er virðist ennþá. Ekki er ólíklegt að ef um einkarekið fyrirtæki væri að ræða þá þyrfti forstjórinn að hafa verulegar áhyggjur af stöðu sinni eftir þrjú ár án sýnilegra framfara. Spyrja má eru starfsmenn ekki að hlýða dr. Hrönn? Ég hef enga trú á að forstjórinn búi ekki yfir getu til að fylgja eftir gildum MAST og framkvæma þau. Fyrir liggur skv. mínum heimildum að mikill núningur er oft á milli dýralækna, sem vilja framkvæma lög um velferð dýra og lagadeildar MAST, sem dýralæknarnir segja að standi oft í veg fyrir framkvæmd laganna. Máske er þetta eitthvað sem forstjórinn þarf að hjóla í ? Að lokum hefur hann altént endanlegt orð MAST og mín skoðun er sú að afleitt sé að dýralæknarnir verði trekk í trekk undir og þar með velferð dýra vegna umdeilanlegrar afstöðu lögfræðinga MAST og veldur mótmælum í samfélaginu. Lög um velferð dýra eru skýr um efni sitt og lágmarksreglur, sem eiga ekki að þurfa að víkja fyrir öðrum réttarheimildum á sviðið mannréttinda, það er eitt af helstu umkvörtunarefna dýralækna skv. mínum heimildum. Dr. Hrönn var ráðin, skilst mér, vegna bakgrunns síns, sem vísindamaður á allt öðrum sviðum en þeim sem MAST er ætlað að fást við og var hún í hópi 18 umsækjenda árið 2020. Þ.á.m. voru þungaviktarmenn innan MAST með gríðarlega reynslu í lögfræði og dýralækningum. Annan þeirra, dýralæknirinn, hafði mig lengi dreymt um að sjá í forstjórastól MAST. Ég skil satt best að segja ekki hvað þáverandi ráðherra Kristjáni Þór Júlíussyni gekk til að sneiða framhjá slíkum verðmætum ríkisrekinnar stofnunnar við ráðningu nýs forstjóra. Eftir skýrslu birtinguna voru fyrstu viðbrögð forstjórans að skýrslan varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort hjá þjónustustofnuninni MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. Ja hérna segi ég nú bara. Að taka afgerandi og tafarlausar en vel ígrundaðar ákvarðanir í þágu dýravelferðar snýst ekki um fjárskort heldur áræði, þekkingu og þor að vernda réttarstöðu dýra. Þetta eru dýralæknar MAST meðvitaðir um en lagadeildin setur þeim æ ofan í æ stólinn fyrir dyrnar. Og því er eðlilegt að spyrja: er þekking og skilningur á réttarstöðu dýra fyrir hendi hjá lagadeild MAST? Ég segi nei. Það er deild, sem þarf að stokka sérstaklega upp og er löngu tímabært verkefni fyrir forstjórann. Upplýsingafulltrúi breytir þar heldur engu enda er það viðvarandi ella hjá MAST að stofnunin hafi ekki heimild til að tjá sig um einstök atriði mála - til að vernda mann og annan af persónuverndarsjónarmiðum. Ja hérna, ætíð skal það túlkað svo að mannréttindi gangi réttindum dýra framar þó dýravelferðarlögin sjálf segi: við erum lágmarksreglur. Viðbrögð matvælaráðherra Matvælaráðherra er æðsta vald í málum dýravelferðar á Íslandi. Það staðfesti hann svo um munaði þá er hann bannaði tímabundið hvalveiðar á þessu ári. Undrun sætir, af minni hálfu, að fjölmiðlar hafi ekki rætt falleinkunn MAST við ráðherra. Ég tel þó, að þó að fjölmiðlar hefðu gert það, kæmi marklaust innihaldslaust svar stjórnmálamanns. Það er tilfinning mín, eftir að hafa hlustað á ráðherra nokkrum sinnum, fjalla um MAST á ýmsum vettvöngum, að innsýn hans á starfsháttum MAST og getu sé lítil sem engin. Ráðherra hlýtur því að vera fegin því að hafa sloppið undan fjölmiðlum í þetta skiptið. Þó er það ekki víst, sjáum hvað vikan ber í skauti sér. Stórt hænufet í mikilvægri baráttu Skýrslu Ríkisendurskoðanda ber að fagna þó hún sé afmörkuð við eitt viðfangsefni. Hún er, að mínu mati, máske hænufet í rétta átt að bættu eftirliti með velferð dýra á Íslandi, en ég óttast að hvorki Alþingi né Matvælaráðherra muni á nokkurn hátt bregðast við henni enda áhugi á velferð dýra lítill sem engin hjá löggjafar-, framkvæmdarvaldinu. Held það sé reynsla allra landsmanna. Skýrslugallinn Ríkisendurskoðun tók þá ákvörðun að sleppa atriðum, sem sannarlega hefði verið mikilvægt að fara í saumana á. En gott og vel stofnunin útskýrir af hverju og vona ég að hún fari ennþá betur í saumana á starfsháttum MAST ekki síst þeim sem lúta að eftirliti með velferð annara dýra en búfjár. - Af hverju segi ég það? Ég segi það vegna þess að mjög mikil hagsmunatengsl eru á milli Matvælastofnunar og búfjárhalds á Íslandi. Héraðsdýralæknar þurfa t.d. að standa vörð um persónulega hagsmuni sína á sama tíma og bændasamfélagið er verndað af ríkisstjórnarflokki. Eitt orð eða athöfn of mikið og viðkomandi getur átt von á því að vera kallaður að borði ráðherra eins og dæmi er um. Þetta útskýri ég allt mjög vel í fyrrnefndri ritgerð minni eftir tveggja ára rannsókn m.a. einmitt á þessum tengslum og hvaða afleiðingar tengslin gætu haft á velferð dýra. - Tengslin rýra verulega að gætt sé réttarstöðu búfjár að lögum og er þar einkum við lagadeild MAST að sakast skv. þeim upplýsingum sem ég bý yfir. Að lagadeild MAST standi í vegi fyrir framkvæmd laga um velferð dýra og láti aðrar réttarheimildir, svo sem stjórnsýslulög ganga velferð dýra framar. Ástæðan fyrir þessu háttalagi er líklega tvíþætt. 1. Skortur á þekkingu á lögum um velferð dýra og tengslum þeirra við aðrar réttarheimildir frá sjónarhóli réttarheimilda pýramídans. 2. Pólitísk stjórnsemi beint inn í höfuðstöðvar MAST. Mismunun MAST gagnvart aðilum búfjárhalds og einstaklinga og lögaðila annara dýrategunda Matvælastofnun hikar sem sem sagt ekki við að draga hlutina á langinn gagnvart velferð íslensks búfjárhalds á kostnað dýravelferðar en hjólar á sama tíma í einstaklinga með slíkum látum að undrun sætir á stundum. Í þeim tilgangi beitir hún jafnvel með ósvífnum hætti röngum réttarheimildum og kemst upp með það hjá dómstólum. Strjúkum þeim, sem eru undir hatti Bændasamtakanna en rasskellum þá, sem standa utan þeirra er tilfinning, sem blundað hefur í mér þann áratug, sem ég hef fengist við og skrifað um dýravernd. Um þetta er fjöldi alvarlegra dæma en ég hef oft komið að hagsmunagæslu aðila dýrahalds í slag þeirra við MAST. Öll dýravelferðarlögfræði er þar yfirleitt svipur frá sjón. MAST, nei þrengjum þetta aðeins, lagadeild MAST er að mínu mati vandræðagemlingur, svo það sé sagt einu sinni en. Riðið er t.d. á vaðið með alls kyns aðgerðir gegn einstaklingum og lögaðilum utan búfjáreldisins, sem síðar kemur í ljós að stenst ekki neina skoðun í lögfræðilegum skilningi og m.a. hjá ákæruvaldinu. Mismunun milli umráðamanna/lögaðila dýrategunda utan búfjárhalds Og framangreind mismunun MAST nær dýpra. Stór hagsmunaaðili í dýrahaldi eru eigendur innfluttra hunda. Ræktendur velta tugum milljóna á hverju ári. Sá hópur fékk það í gegn, eftir mikið þref og með aðstoð Hundaræktarfélags Íslands að sóttkví yrði stytt úr 4 vikum í 14 daga. Annar stór hópur umráðamanna dýra eru eigendur innfluttra fugla t.d. dúfna og skrautfugla. Þegar þeir fara fram á styttingu sóttkvíartíma í samræmi tíma hunda og katta ber MAST því við að ekki sé fyrir hendi mannskapur til að breyta reglum um það efni. Það er ótæk skýring að mínu mati, reglugerðarbreyting um þetta efni tekur ei langan tíma! Ákall til Ríkisendurskoðunar um að vanda betur til verka Ég hefði kosið að Ríkisendurskoðun vandaði verk sitt betur, ekkert lá á. Ég hefði kosið að Ríkisendurskoðun hefði tekið allan pakkann í stað þess að búta hlutina niður og gera þá þannig samhengislausa fyrir þingmenn, sem virðast eiga fullt í fangi með að halda einbeitingu. Ég hef verið viðloðandi virka dýravernd í meira en áratug og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að Alþingi hefði fengið greinargóða alhliða skýrslu um starfshætti MAST. Fái þannig á miðju kjörtímabili þá yfirsýn, sem þinginu er nauðsynlegt að fá á einu bretti, svo hefjast megi handa við það mikla starf, sem ég tel að sé nauðsynlegt við algerra uppstokkun á eftirliti með velferð allra dýra á Íslandi. Það misheppnaðist að mínu mati með útgáfu þessarar skýrslu, því miður verð ég að segja. Auðvelt hefði verið fyrir Ríkisendurskoðanda að afla slíkra gagna og fá faglega aðstoð við úrvinnslu þeirra á skömmum tíma og það vissi Ríkisendurskoðandi um en kaus því miður aðra leið. Þar með skildi hann mikilvægan málaflokk eftir í lausu lofti, sem sannarlega hefði ekki verið minni þörf á að hjóla í en búfjárhaldið eitt og sér. Endurskoða þarf fyrirkomulag á skipan yfirdýralæknis Það er ekki laust við að mér hafi stokkið bros á vör þegar ég las örkaflann Endurskoða þarf fyrirkomulag á skipan yfirdýralæknis. Ég hef gagnrýnt núverandi embætti yfirdýralæknis verulega undanfarinn áratug enda tel ég getuleysi þess blasi við öllum í dag og ber skýrsla Ríkisendurskoðanda þess skýr merki. Neikvæð niðurstaða skýrslunnar skrifast beint á núverandi og fyrrverandi ráðherra málaflokksins, núverandi og fyrrv. forstjóra, yfirdýralækna og auðvitað eftirlits og stjórnskipunarnefnd þingsins auk þingsins alls en hinir tveir síðastnefndu hafa afskaplegan lítinn áhuga á erindum, sem beint er til þeirra varðandi málaflokkinn. Ég tel það hafið yfir allan vafa, og gæti komið með mörg dæmi um slíkt, að yfirdýralæknir, sem er staðgengill forstjóra, sem þriðji æðsti yfirmaður dýravelferðarmála á eftir ráðherra, sé bullandi pólitískt skipaður í þeim tilgangi að gæta ákveðinna hagsmuna og er þar dýravelferð ekki í fyrsta sæti. Ætlast sé til þess að hann þjóni ákveðnum hagsmunum, allt öðrum en þeirra sem dýr eiga tilkall til skv. settum réttum og heitir lög um velferð dýra. - Í þetta ætla ég mér líka að fara í saumana á fljótlega. Lokaorð og þakkir Ég sammála niðurstöðu Ríkisendurskoðanda í samantekt í töluliðum 1-7, sem hann hefur, þrátt fyrir mjög skamman tíma komið auga á, sem lykilatriði, sem skipta máli hjá eftirlitsstofnun með dýrahaldi. Sérstakleg gladdi það mig að lesa t.l. 1, 6 (þó ég vildi helst sjá dýraeftirlit tekið af MAST og fært til einkarekins aðila), 7, 10(ábending sem ég er sérstaklega þakklátur fyrir, rökstudd og réttmæt) og 11. - Þetta eru allt atriði sem ég hef tíundað áður í skrifum mínum um dýravernd undanfarinn áratug, sem almennur borgara úti í bæ með mjög fræðilegan bakgrunn í dýrarréttarlögfræði. Það er því sérstakt fagnaðarefni fyrir mig að virt opinbert embætti skuli koma auga á sömu hnökrana og ég o.fl. hafa séð og nú komið því á framfæri við Alþingi. Ég þakka Ríkisendurskoðanda og hans starfsfólki fyrir mjög þarfa vinnu en greinilegt er að Skoðandi hefur mikla ástríðu fyrir dýravernd, sem er mjög gott að vita af í áframhaldandi baráttu við það spillingarbæli, sem ég tel íslenska dýravernd klófasta í á meðan hún lýtur núverandi stjórnsýslu MAST. Ég treysti því að dr. Hrönn komi auga á þetta og breyti til batnaðar. Af skrifum hennar má ráða að hún hafi alla burði, metnað og heiðarleika til þess og hvet ég hana því áfram. - Að kunna að meta faglega utanaðkomandi gagnrýni ríkisembættis er mikil kostur. Löstur er það þó að kalla ekki til fundar við sig faglegar gagnrýnisraddir úr röðum þjóðfélagsþegna. Þar mætti dr. Hrönn bæta sig. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun