Erlent

Milei næsti for­seti Argentínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Milei hélt sigurræðu sína í gærkvöldi í Buenos Aires.
Milei hélt sigurræðu sína í gærkvöldi í Buenos Aires. AP Photo/Rodrigo Abd

Javier Milei verður næsti forseti Argentínu eftir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi sem fram fór í gær. Mótframbjóðandi hans vinstrimaðurinn Sergio Massa, sem er núverandi efnahagsráðherra landsins, hefur þegar hringt í hann og viðurkennt ósigur sinn.

 Þá hefur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti einnig óskað Milei til hamingju með sigurinn en Milei er nýgræðingur á pólitíska sviðinu og langt til hægri á pólitíska litrófinu. Hann kom eins og stormsveipur inn á sjónarsvið argentínskra stjórnmála og lofaði því meðal annars að seðlabanki landsins yrði lagður niður og Bandaríkjadollar tekinn upp.

Argentína hefur glímt við gríðarlega efnahagserfiðleika undanfarið og ljóst að kjósendur hafa viljað fá nýjar áherslur í baráttunni við kreppuna. Fyrstu tölur benda til þess að Milei hafi fengið næstum 56 prósent atkvæða á móti 44 prósentum Massa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×