Sama sagan Einar Helgason skrifar 19. nóvember 2023 15:31 Hinn skelleggi og rökfasti verkalýðsforingi Vilhjálmur Birgisson var í viðtali í síðdegisútvarpi Bylgjunnar fyrir stuttu síðan. Þar ítrekaði hann þá skoðun sína að fullreynt væri að Íslenska krónan hentaði ekki fyrir sína skjólstæðinga eða hinn venjulega Íslending. Þar sem ég sat og hlustaði á þetta fór ég ósjálfrátt að hugsa um hvort Vilhjálmur Birgisson væri fyrst nú á þessu ári að komast að því að Íslenska krónan hentar ekki fyrir Íslendinga. Eða, það er að segja að hún hentar ekki fyrir suma Íslendinga. Satt að segja hefur það vakið furðu mína að verkalýðsforingjar eða þeir sem hafa verið að berjast fyrir kjörum almúgafólks á Íslandi skuli ekki fyrir löngu hafa komið auga á þessa augljósu staðreynd. Kannski hefur ástæðan verið sú að einhverjir af þessum verkalýðsforingjum hafa megna óbeit á því að Ísland verði fullgildur aðili að ESB sem þarf auðvita til þess að taka upp evru. Fyrir nokkrum dögum sat ég við borð hjá nokkrum vinnufélogum þar sem spjallað var um daginn og veginn. Þar kom fram hjá einum manni sem þarna var staddur að hann botnaði ekkert í þessari klemmu sem hann væri komin í. Þau hjón sem eru frekar í yngri kantinum höfðu gengið í gegn um stranga greiðsluaðlögun hjá lánastofnun þegar þau festu kaup á íbúð fyrir örfáum árum. Nú nokkrum árum seinna virðist svo vera sem þessi sama lánastofnun sé hreinlega skítsama þótt þessi greiðsluaðlögun sé farin fjandans til. Þeim dettur ekki í hug að fyrra bragði að hafa samband við sinn viðskiptavin til þess að ræða þann vanda sem kominn er upp. Það er að segja að greiðslan á mánuði sé nú kominn í tæpar fjögur hundruð þús. en í upphafi hafi hún átt að vera tvö hundruð þús. Sem sagt, samkvæmt mati þeirrar sjálfra þá gátu þessi hjón engan vegin staðið undir því að borga af þessu láni og auðvita þyrfti að endurskoða þessi viðskipti ef ekki ætti illa að fara. Nei takk, þessari lánastofnum dettur ekki í hug að ræða svona skíterí. Þeir hækka bara afborgun í hverjum mánuði eins og ekkert sé sjálfsagðara þótt þeir viti það fullvel að þeirra eigin útreikningar geta ekki gengið upp. Það liggur við að manni detti sú fantasía í hug að þessir aðilar veltist um af hlátri og segi við hvorn annan. „Þarna náðum við þeim, ef þau borga ekki þá sendum við bara lögfræðingana á þau, hirðum bara íbúðina og málið er dautt.“ Getur það verið að verkalýðsleiðtogar eins og Vilhjálmur Birgisson og fleiri séu fyrst nú að komast að því að Íslenska krónan sé ekki hentug fyrir venjulega Íslendinga? Er það virkilega svo að forystufólk fyrir hinum lægst launaðu þurfi að komast á áttræðisaldur til þess að sjá hvað þessi gjaldmiðill leikur fólk grátt? Ástæðan fyrir því að ég nefni þennan aldur er einfaldlega sú að ég sjálfur eð komin á þann aldur og er fyrir löngu búin að komast að því hversu glæpsamlegt þetta er gagnvart venjulegu fólki. Í raun getur hvert meðalgreint fermingarbarn séð hvernig peningaöflin á Íslandi sópa til sín ofsagróða í hvert sinn sem Seðlabankinn hækkar stýrivexti og þrengir að venjulegu fólki. Þarf einhvern snilling til að sjá hvers vegna ráðandi öfl á Íslandi berjast með kjafti og klóm á móti því að almenningur sé spurður hvort taka eigi upp viðræður um inngöngu í ESB og upptöku evru. Síðan horfir maður upp á stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins og þann hóp sem aðallega stendur vörð um óbreytta stefnu ráðandi afla hreiðra um sig í skjóli evrunnar. Það verður sífellt furðulegra hvers vegna í fjandanum venjulegt fólk á Íslandi lætur bjóða sér þetta aftur og aftur. Ég segi venjulegt fólk vegna þess að ég þekki töluvert af fólki sem myndi aldrei í lífinu kjósa annað yfir sig en Sjálfstæðisflokk eða Framsókn. Jafnvel þótt þetta sama fólk viti það fullvel að þessir tveir flokkar standa vörð um óbreitt ástand sem það telur óviðunandi. Reyndar hefur mér stundum dottið í hug hvort þetta sama fólk sem krossar við þessa flokka fái sprautu í afturendann sem virkar þannig að það hatast við Dag B Eggertsson borgarstjóra og telur að allir sem hafa aðra skoðun séu vinstra drasl, en þetta er nú önnur saga. Á meðan ég er að pikka þessar hugleiðingar á tölvuna sé ég einhversstaðar á netinu að Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ofbýður framkoma Íslenskra lánastofnanna gagnvart Grindvíkingum sem eiga um sárt að binda. Auðvita höfum við öll samúð með fólki frá Grindavík sem hafa þurft að hrökklast frá heimilum sínum vegna þeirra náttúruhamfara sem þar ríða yfir. En að hinn skeleggi þingmaður Ásmundur Friðriksson skuli ofbjóða framkoma lánstofnanna gagnvart viðskiptavinum sínum er alveg nýtt. Nú bíður maður bara eftir því að þessi sami þingmaður standi upp í öllu sínu veldi á þingi, berji þar í borð og heimti að gert sé gangskör í því að skipta um gjaldmiðil á Íslandi. Ég trúi ekki öðru en hann viti um það eins og aðrir að Íslenskar lánastofnanir hafa hagað sér eins harðsvíruð glæpasamtök gagnvart viðskiptavinum sínum árum eða áratugum saman. Þótt ekki sé hlægjandi af því sem fólk í Grindavík þarf að ganga í gegn um þessa daganna þá liggur við að það sé broslegt þegar maður heyrir kröfu um að Íslenskar lánastofnanir sýni samfélagslega ábyrgð. Það er að segja að þær gefi eftir bæði vexti og afborganir af lánum fólks sem hefur þurft að hrökklast frá heimilum sínum í Grindavík. Nú veit ég ekki hvort einhver í Íslensku samfélagi sé svo einfaldur að trúa því í einhverri alvöru að lánastofnanir á Íslandi verði við þessari kröfu en ég trúi því ekki. Við þurfum ekki annað en að minnast þess þegar hrunið var hérna þá var fólki miskunnarlaust vísað í stórum stíl á guð og gaddinn. Og ég veit ekki að til hafi staðið að hjálpa fólki sem var á leið í vandræði eða komið í vandræði með afborganir af lánum í þeirri óðaverðbólgu sem hefur geisað hér á undanförnum mánuðum. Hins vegar væri ég ekki hissa ef þessar umræður verða háværar að ríkið hlaupi til undir því yfirskyni að þeir séu að bjarga fólki í neyð en eru í raun að tryggja peningaöflum á Íslandi áframahaldandi græðgi. Síðan er um að gera að tryggja þeim tveimur flokkum sem eru búnir að skapa það Ísland sem við lifum í atkvæði sitt svo aldrei verður breyting á. Þannig erum við örugg um að sama sagan endurtaki sig aftur og aftur. Höfundur er kominn á ellilífeyrisaldur en starfaði áður sem bílstjóri og hefur gaman af því að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn skelleggi og rökfasti verkalýðsforingi Vilhjálmur Birgisson var í viðtali í síðdegisútvarpi Bylgjunnar fyrir stuttu síðan. Þar ítrekaði hann þá skoðun sína að fullreynt væri að Íslenska krónan hentaði ekki fyrir sína skjólstæðinga eða hinn venjulega Íslending. Þar sem ég sat og hlustaði á þetta fór ég ósjálfrátt að hugsa um hvort Vilhjálmur Birgisson væri fyrst nú á þessu ári að komast að því að Íslenska krónan hentar ekki fyrir Íslendinga. Eða, það er að segja að hún hentar ekki fyrir suma Íslendinga. Satt að segja hefur það vakið furðu mína að verkalýðsforingjar eða þeir sem hafa verið að berjast fyrir kjörum almúgafólks á Íslandi skuli ekki fyrir löngu hafa komið auga á þessa augljósu staðreynd. Kannski hefur ástæðan verið sú að einhverjir af þessum verkalýðsforingjum hafa megna óbeit á því að Ísland verði fullgildur aðili að ESB sem þarf auðvita til þess að taka upp evru. Fyrir nokkrum dögum sat ég við borð hjá nokkrum vinnufélogum þar sem spjallað var um daginn og veginn. Þar kom fram hjá einum manni sem þarna var staddur að hann botnaði ekkert í þessari klemmu sem hann væri komin í. Þau hjón sem eru frekar í yngri kantinum höfðu gengið í gegn um stranga greiðsluaðlögun hjá lánastofnun þegar þau festu kaup á íbúð fyrir örfáum árum. Nú nokkrum árum seinna virðist svo vera sem þessi sama lánastofnun sé hreinlega skítsama þótt þessi greiðsluaðlögun sé farin fjandans til. Þeim dettur ekki í hug að fyrra bragði að hafa samband við sinn viðskiptavin til þess að ræða þann vanda sem kominn er upp. Það er að segja að greiðslan á mánuði sé nú kominn í tæpar fjögur hundruð þús. en í upphafi hafi hún átt að vera tvö hundruð þús. Sem sagt, samkvæmt mati þeirrar sjálfra þá gátu þessi hjón engan vegin staðið undir því að borga af þessu láni og auðvita þyrfti að endurskoða þessi viðskipti ef ekki ætti illa að fara. Nei takk, þessari lánastofnum dettur ekki í hug að ræða svona skíterí. Þeir hækka bara afborgun í hverjum mánuði eins og ekkert sé sjálfsagðara þótt þeir viti það fullvel að þeirra eigin útreikningar geta ekki gengið upp. Það liggur við að manni detti sú fantasía í hug að þessir aðilar veltist um af hlátri og segi við hvorn annan. „Þarna náðum við þeim, ef þau borga ekki þá sendum við bara lögfræðingana á þau, hirðum bara íbúðina og málið er dautt.“ Getur það verið að verkalýðsleiðtogar eins og Vilhjálmur Birgisson og fleiri séu fyrst nú að komast að því að Íslenska krónan sé ekki hentug fyrir venjulega Íslendinga? Er það virkilega svo að forystufólk fyrir hinum lægst launaðu þurfi að komast á áttræðisaldur til þess að sjá hvað þessi gjaldmiðill leikur fólk grátt? Ástæðan fyrir því að ég nefni þennan aldur er einfaldlega sú að ég sjálfur eð komin á þann aldur og er fyrir löngu búin að komast að því hversu glæpsamlegt þetta er gagnvart venjulegu fólki. Í raun getur hvert meðalgreint fermingarbarn séð hvernig peningaöflin á Íslandi sópa til sín ofsagróða í hvert sinn sem Seðlabankinn hækkar stýrivexti og þrengir að venjulegu fólki. Þarf einhvern snilling til að sjá hvers vegna ráðandi öfl á Íslandi berjast með kjafti og klóm á móti því að almenningur sé spurður hvort taka eigi upp viðræður um inngöngu í ESB og upptöku evru. Síðan horfir maður upp á stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins og þann hóp sem aðallega stendur vörð um óbreytta stefnu ráðandi afla hreiðra um sig í skjóli evrunnar. Það verður sífellt furðulegra hvers vegna í fjandanum venjulegt fólk á Íslandi lætur bjóða sér þetta aftur og aftur. Ég segi venjulegt fólk vegna þess að ég þekki töluvert af fólki sem myndi aldrei í lífinu kjósa annað yfir sig en Sjálfstæðisflokk eða Framsókn. Jafnvel þótt þetta sama fólk viti það fullvel að þessir tveir flokkar standa vörð um óbreitt ástand sem það telur óviðunandi. Reyndar hefur mér stundum dottið í hug hvort þetta sama fólk sem krossar við þessa flokka fái sprautu í afturendann sem virkar þannig að það hatast við Dag B Eggertsson borgarstjóra og telur að allir sem hafa aðra skoðun séu vinstra drasl, en þetta er nú önnur saga. Á meðan ég er að pikka þessar hugleiðingar á tölvuna sé ég einhversstaðar á netinu að Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ofbýður framkoma Íslenskra lánastofnanna gagnvart Grindvíkingum sem eiga um sárt að binda. Auðvita höfum við öll samúð með fólki frá Grindavík sem hafa þurft að hrökklast frá heimilum sínum vegna þeirra náttúruhamfara sem þar ríða yfir. En að hinn skeleggi þingmaður Ásmundur Friðriksson skuli ofbjóða framkoma lánstofnanna gagnvart viðskiptavinum sínum er alveg nýtt. Nú bíður maður bara eftir því að þessi sami þingmaður standi upp í öllu sínu veldi á þingi, berji þar í borð og heimti að gert sé gangskör í því að skipta um gjaldmiðil á Íslandi. Ég trúi ekki öðru en hann viti um það eins og aðrir að Íslenskar lánastofnanir hafa hagað sér eins harðsvíruð glæpasamtök gagnvart viðskiptavinum sínum árum eða áratugum saman. Þótt ekki sé hlægjandi af því sem fólk í Grindavík þarf að ganga í gegn um þessa daganna þá liggur við að það sé broslegt þegar maður heyrir kröfu um að Íslenskar lánastofnanir sýni samfélagslega ábyrgð. Það er að segja að þær gefi eftir bæði vexti og afborganir af lánum fólks sem hefur þurft að hrökklast frá heimilum sínum í Grindavík. Nú veit ég ekki hvort einhver í Íslensku samfélagi sé svo einfaldur að trúa því í einhverri alvöru að lánastofnanir á Íslandi verði við þessari kröfu en ég trúi því ekki. Við þurfum ekki annað en að minnast þess þegar hrunið var hérna þá var fólki miskunnarlaust vísað í stórum stíl á guð og gaddinn. Og ég veit ekki að til hafi staðið að hjálpa fólki sem var á leið í vandræði eða komið í vandræði með afborganir af lánum í þeirri óðaverðbólgu sem hefur geisað hér á undanförnum mánuðum. Hins vegar væri ég ekki hissa ef þessar umræður verða háværar að ríkið hlaupi til undir því yfirskyni að þeir séu að bjarga fólki í neyð en eru í raun að tryggja peningaöflum á Íslandi áframahaldandi græðgi. Síðan er um að gera að tryggja þeim tveimur flokkum sem eru búnir að skapa það Ísland sem við lifum í atkvæði sitt svo aldrei verður breyting á. Þannig erum við örugg um að sama sagan endurtaki sig aftur og aftur. Höfundur er kominn á ellilífeyrisaldur en starfaði áður sem bílstjóri og hefur gaman af því að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar