„Tækifæri fyrir okkur að sanna að við getum gert góða hluti saman“ Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2023 13:16 Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var til viðtals eftir æfingu liðsins í gær á José Alvalade leikvanginum í Lissabon þar sem leikur kvöldsins gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 fer fram. Vísir Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir lokaleik liðsins í undankeppni EM 2024 í kvöld, gegn toppliði Portúgal á útivelli, vera kjörið tækifæri fyrir leikmenn liðsins til þess að sanna að þeir geti gert góða hluti saman. Ísland mætir til leiks með þungt tap fyrir Slóvakíu á bakinu og enga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Sigur Portúgal í kvöld mun sjá til þess að liðið vinnur riðilinn með fullt hús stiga. Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon Búist er við því að heimamenn muni troðfylla José Alvalade leikvanginn í Lissabon í kvöld þegar að Portúgal og Ísland mætast. Búið er að troða portúgölskum fánum í hvert einasta sæti vallarins og skipuleggja veglega sigurhátíð eftir leik til að fagna EM sæti Portúgal. Frammistaða íslenska landsliðsins í síðasta leik gegn Slóvakíu var langt í frá sannfærandi og hefur þjálfarateymi liðsins nú fengið smá tíma til að rýna í það sem gekk á þar. Klippa: Tækifæri fyrir okkur að sanna að við getum gert góða hluti saman Þurfa að takmarka mistökin „Þetta var leikur eins og við var að búast frá Slóvakíu. Þeir herjuðu af miklum krafti á okkur. En þegar að við komumst einu marki yfir fannst okkur við vera ná betri stjórn á leiknum og á þeim tímapunkti var andstæðingurinn ekki að skapa sér nein færi af ráði. Þeir fengu þó hornspyrnur og því miður í fyrsta markinu fer boltinn á milli lappanna á Alfonsi á fjærstönginni. Það er snefill af óheppni sem verður til þess að við fáum þannig mark á okkur. Svo er ákvörðun í VAR-kerfinu sem fellur gegn okkur í örðu markinu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Ég tel að sú ákvörðun hafi ollið miklum pirringi meðal leikmanna.“ Frá leiknum gegn Slóvakíu á dögunum í BratislavaVísir/Getty Seinni hálfleikurinn sem fylgdi í kjölfarið hafi alls ekki verið góður hjá liðinu. „Við byrjuðum hann skelfilega. Fengum á okkur tvö mörk og þá var allt okkar leikplan fokið út um gluggann. Við þurfum að gera eitthvað í þessum mistökum sem við erum að gera okkur seka um. Þetta er ekki gott. Stundum líður manni eins og maður sé að taka skref fram á við en svo tekur maður tvö aftur á bak. Ég veit þó að til að koma á stöðugleika í liðinu þurfum við að æfa meira, vera með stöðugri landsliðshóp. Allir bestu leikmenn okkar verða að vera til taks vegna þess að leikmennirnir sem við höfum úr að velja í landsliðið eru ekki svo margir. Ég tel okkur hins vegar búa yfir sterkum leikmannahóp þegar að allir eru heilir heilsu.“ Þurfa að vera hreinskilnir með það Liðið þurfi að halda áfram að leggja á sig vinnuna. „Það er langt í marsmánuð núna en þessi tími mun líða hratt. Vonandi verða allir klárir í mars vegna þess að þegar að við erum upp á okkar besta þá lítum við mjög vel út. Úrslitin hafa kannski ekki verið með okkur í liði og stundum lítur þetta hræðilega út, eins og í seinni hálfleik á móti Slóvakíu, við verðum bara að vera hreinskilnir með það. En við þurfum að halda áfram að leggja hart að okkur. Eitt af vandamálum þess að vera með landslið að þú ert aldrei með mikinn tíma á æfingavellinum með liðið. Við þurfum því að vonast til að þetta muni koma heim og saman.“ Frá leiknum gegn Slóvakíu á dögunum í BratislavaVísir/Getty Horfa í síðasta leik gegn Portúgal Einn af betri leikjum Íslands í undankeppninni var akkúrat gegn Portúgal á Laugardalsvelli síðastliðið sumar. Leikur sem liðið lítur til fyrir leik kvöldsins. „Á móti Portúgal heima áttum við mjög góðan leik. Varnarlega vorum við mjög skipulagðir en vorum svo óheppnir undir lokin að fá þessa VAR-ákvörðun gegn okkur. Ég er mjög ánægður með þann leik hjá okkur og inn í leik kvöldsins munum við koma með sömu nálgun, sama hugarfar.“ Sammála gagnrýnendum Eftir tapið gegn Slóvakíu mátti greina mikla óánægju með spilamennsku liðsins heima fyrir og var haft orð á því að liðið væri með þessu að taka skref aftur á bak. Hvað segirðu við því? „Já þetta var skref aftur á bak. Sér í lagi ef við horfum á spilamennskuna í seinni hálfleik. Sumir dagar eru svona. Ég hafði á orði að þetta væri svartur fimmtudagur fyrir Ísland og hann var það. Þetta er pirrandi því við gerðum skelfileg mistök, leyfðum andstæðingnum að vinna boltann á hættulegum stöðum. Frá leiknum gegn Slóvakíu á dögunum í BratislavaVísir/Getty „Í fyrri hálfleik finnst okkur samt, þrátt fyrir að Slóvakía hafi verið meira með boltann eftir að við komumst yfir, við hafa verið með ágæta stjórn á leiknum. En svo eru ákveðnir þættir leiksins sem maður getur ekki haft stjórn á. Við höfum stjórn á okkar einstaklingsgæðum, að gera ekki mistök á hættulegum svæðum, og svo höfum við stjórn á leikskipulagi okkar. Mér fannst við stundum framkvæma þessa hluti vel og stundum ekki. Í grunninn þurfum við bara að sýna meiri stöðugleika sem lið og við þurfum einnig að geta valið um okkar bestu leikmenn til þess að geta keppt við þá bestu.“ Frá fyrri leik Íslands og Portúgal í undankeppninni á Laugardalsvelli.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Gott tækifæri Að leiknum gegn Portúgal. Það yrði alltaf til mikils að ætlast að næla í úrslit gegn Portúgal en hvað viltu sjá frá þínu liði í þessum leik? „Ég vil sjá gott skipulag. Við þurfum að sýna stöðugleika í varnarleik okkar og framkvæma hlutina hratt fram á við þegar að við vinnum boltann. Við búum að góðri reynslu frá leik okkar gegn Portúgal fyrr á árinu á Laugardalsvelli. Þetta er gott tækifæri fyrir okkur að sanna að við getum gert góða hluti saman. Ég hef talað um það við leikmennina. Að gott skipulag sé á okkar leik, það mun skipta höfuðmáli í þessum leik.“ Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon Búist er við því að heimamenn muni troðfylla José Alvalade leikvanginn í Lissabon í kvöld þegar að Portúgal og Ísland mætast. Búið er að troða portúgölskum fánum í hvert einasta sæti vallarins og skipuleggja veglega sigurhátíð eftir leik til að fagna EM sæti Portúgal. Frammistaða íslenska landsliðsins í síðasta leik gegn Slóvakíu var langt í frá sannfærandi og hefur þjálfarateymi liðsins nú fengið smá tíma til að rýna í það sem gekk á þar. Klippa: Tækifæri fyrir okkur að sanna að við getum gert góða hluti saman Þurfa að takmarka mistökin „Þetta var leikur eins og við var að búast frá Slóvakíu. Þeir herjuðu af miklum krafti á okkur. En þegar að við komumst einu marki yfir fannst okkur við vera ná betri stjórn á leiknum og á þeim tímapunkti var andstæðingurinn ekki að skapa sér nein færi af ráði. Þeir fengu þó hornspyrnur og því miður í fyrsta markinu fer boltinn á milli lappanna á Alfonsi á fjærstönginni. Það er snefill af óheppni sem verður til þess að við fáum þannig mark á okkur. Svo er ákvörðun í VAR-kerfinu sem fellur gegn okkur í örðu markinu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Ég tel að sú ákvörðun hafi ollið miklum pirringi meðal leikmanna.“ Frá leiknum gegn Slóvakíu á dögunum í BratislavaVísir/Getty Seinni hálfleikurinn sem fylgdi í kjölfarið hafi alls ekki verið góður hjá liðinu. „Við byrjuðum hann skelfilega. Fengum á okkur tvö mörk og þá var allt okkar leikplan fokið út um gluggann. Við þurfum að gera eitthvað í þessum mistökum sem við erum að gera okkur seka um. Þetta er ekki gott. Stundum líður manni eins og maður sé að taka skref fram á við en svo tekur maður tvö aftur á bak. Ég veit þó að til að koma á stöðugleika í liðinu þurfum við að æfa meira, vera með stöðugri landsliðshóp. Allir bestu leikmenn okkar verða að vera til taks vegna þess að leikmennirnir sem við höfum úr að velja í landsliðið eru ekki svo margir. Ég tel okkur hins vegar búa yfir sterkum leikmannahóp þegar að allir eru heilir heilsu.“ Þurfa að vera hreinskilnir með það Liðið þurfi að halda áfram að leggja á sig vinnuna. „Það er langt í marsmánuð núna en þessi tími mun líða hratt. Vonandi verða allir klárir í mars vegna þess að þegar að við erum upp á okkar besta þá lítum við mjög vel út. Úrslitin hafa kannski ekki verið með okkur í liði og stundum lítur þetta hræðilega út, eins og í seinni hálfleik á móti Slóvakíu, við verðum bara að vera hreinskilnir með það. En við þurfum að halda áfram að leggja hart að okkur. Eitt af vandamálum þess að vera með landslið að þú ert aldrei með mikinn tíma á æfingavellinum með liðið. Við þurfum því að vonast til að þetta muni koma heim og saman.“ Frá leiknum gegn Slóvakíu á dögunum í BratislavaVísir/Getty Horfa í síðasta leik gegn Portúgal Einn af betri leikjum Íslands í undankeppninni var akkúrat gegn Portúgal á Laugardalsvelli síðastliðið sumar. Leikur sem liðið lítur til fyrir leik kvöldsins. „Á móti Portúgal heima áttum við mjög góðan leik. Varnarlega vorum við mjög skipulagðir en vorum svo óheppnir undir lokin að fá þessa VAR-ákvörðun gegn okkur. Ég er mjög ánægður með þann leik hjá okkur og inn í leik kvöldsins munum við koma með sömu nálgun, sama hugarfar.“ Sammála gagnrýnendum Eftir tapið gegn Slóvakíu mátti greina mikla óánægju með spilamennsku liðsins heima fyrir og var haft orð á því að liðið væri með þessu að taka skref aftur á bak. Hvað segirðu við því? „Já þetta var skref aftur á bak. Sér í lagi ef við horfum á spilamennskuna í seinni hálfleik. Sumir dagar eru svona. Ég hafði á orði að þetta væri svartur fimmtudagur fyrir Ísland og hann var það. Þetta er pirrandi því við gerðum skelfileg mistök, leyfðum andstæðingnum að vinna boltann á hættulegum stöðum. Frá leiknum gegn Slóvakíu á dögunum í BratislavaVísir/Getty „Í fyrri hálfleik finnst okkur samt, þrátt fyrir að Slóvakía hafi verið meira með boltann eftir að við komumst yfir, við hafa verið með ágæta stjórn á leiknum. En svo eru ákveðnir þættir leiksins sem maður getur ekki haft stjórn á. Við höfum stjórn á okkar einstaklingsgæðum, að gera ekki mistök á hættulegum svæðum, og svo höfum við stjórn á leikskipulagi okkar. Mér fannst við stundum framkvæma þessa hluti vel og stundum ekki. Í grunninn þurfum við bara að sýna meiri stöðugleika sem lið og við þurfum einnig að geta valið um okkar bestu leikmenn til þess að geta keppt við þá bestu.“ Frá fyrri leik Íslands og Portúgal í undankeppninni á Laugardalsvelli.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Gott tækifæri Að leiknum gegn Portúgal. Það yrði alltaf til mikils að ætlast að næla í úrslit gegn Portúgal en hvað viltu sjá frá þínu liði í þessum leik? „Ég vil sjá gott skipulag. Við þurfum að sýna stöðugleika í varnarleik okkar og framkvæma hlutina hratt fram á við þegar að við vinnum boltann. Við búum að góðri reynslu frá leik okkar gegn Portúgal fyrr á árinu á Laugardalsvelli. Þetta er gott tækifæri fyrir okkur að sanna að við getum gert góða hluti saman. Ég hef talað um það við leikmennina. Að gott skipulag sé á okkar leik, það mun skipta höfuðmáli í þessum leik.“ Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Sjá meira