Handbolti

Valur vann í Eyjum og ÍR vann á Akur­eyri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórey Anna var markahæst hjá Val.
Þórey Anna var markahæst hjá Val. Vísir/Anton Brink

Tveir af þremur leikjum kvöldsins í Olís deild kvenna í handbolta er nú lokið. ÍR vann frábæran þriggja marka sigur á KA/Þór á Akureyri á meðan Íslandsmeistarar Vals unnu þægilegan átta marka sigur í Vestmannaeyjum.

Á Akureyri byrjuðu heimakonu betur en þegar líða fór á leikinn tóku gestirnir úr Breiðholti forystuna og létu hana aldrei af hendi, lokatölur 19-22.

Lydía Gunnþórsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs með fimm mörk og þá varði Matea Lonac 15 skot í markinu. Í liði ÍR var Karen Tinna Demian markahæst með 9 mörk og Hanna Karen Ólafsdóttir skoraði 5 mörk úr 5 skotum. Ísabella Schöbel Björnsdóttir varði 11 skot í markinu.

ÍR er í 6. sæti með 10 stig en KA/Þór sæti neðar með 5 stig.

Í Vestmannaeyjum unnu Valskonur öruggan sigur, lokatölur 17-25. Amelía Einarsdóttir skoraði fimm mörk í liði ÍBV og Marta Wawrzykowska varði 10 skot í markinu. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Vals með sex mörk á meðan þær Hafdís Renötudóttir og Sara Sif Helgadóttir vörðu 16 skot í markinu.

Valur er í efsta sæti deildarinnar með 18 stig að loknum 10 leikjum. ÍBV er í 4. sæti með 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×