Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2023 15:20 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex), hafi í gær aðstoðað 180 venesúelska ríkisborgara við að snúa aftur heim til Venesúela „í sjálfviljugri heimför“. Þannig hljóðar tilkynning á vef dómstólaráðuneytisins. Í sjálfviljugri heimför felst meðal annars að að fólk er styrkt til fararinnar og greitt fyrir flugfar. Ráðuneytið segir fólkið hafa dvalið hér á landi sem umsækjendur um alþjóðlega vernd en ýmist verið synjað eða dregið umsóknir sínar til baka. Í hópnum hafi verið 155 fullorðnir og 25 börn. „Flogið var frá Íslandi til Venesúela í beinu leiguflugi á vegum Frontex, sem veitti íslenskum stjórnvöldum aðstoð við undirbúning og framkvæmd ferðarinnar. Með um borð var starfsfólk á vegum Útlendingastofnunar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra, hjúkrunarfræðingur og sjálfstæður eftirlitsaðili á vegum Frontex, auk spænskrar áhafnar,“ segir á vef ráðuneytisins. „Flugið gekk vel og farþegarnir gengu heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð á miðvikudagskvöld að íslenskum tíma.“ Þar hafi leiðir Venesúelabúanna og starfsfólksins frá Frontex og Íslandi skilið. Vegabréf og fjármagn tekið af fólki Fréttastofu hafa borist ábendingar úr nokkrum áttum að strax við komuna til Venesúela hafi vegabréf allra verið handlögð. Fólkið hafi verði yfirheyrt, hvert fyrir sig, og að því búnu komið fyrir í einhvers konar úrræði. Þar dvelji sex í hverju herbergi og þeim bannað að yfirgefa þau. Talið er að fólkið verði þar í að minnsta kosti tvo sólarhringa. Fram kemur á vef Hjálpræðishersins að stór hluti af fólkinu hafi verið meðlimir og sjálfboðaliðar hjá samtökunum. „Kynni okkar af þessu fólki hefur einungis verið góð og það er mikil hræðsla og ótti sem hefur búið um sig í hópnum eftir fréttir af vinum okkar sem send hafi verið úr landi í gær. Hugur okkar er hjá þeim og við biðjum fyrir öryggi þeirra og þeirra sem eru hér á landi. Mörg þeirra fóru af því að þau sáu sér ekki annað fært,“ segir Hjálpræðisherinn. „Við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að vegabréf hafi verið tekin af fólki, þau séu nú skrásett af stjórnvöldum sem „Óvinveitt“ og það fjármagn sem íslensk stjórnvöld hafi látið fólk hafa hafi verið tekið af stjórnvöldum. Dómsmálaráðuneyti Guðrúnar Hafsteinsdóttur er með málið til skoðunar. „Síðar bárust þær fregnir frá einstaklingum innan hópsins að fólkið hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna. Íslensk stjórnvöld og Frontex vinna nú að því að afla nánari upplýsinga um fólkið og stöðu þeirra og verða veittar nánari upplýsingar um leið og hægt er.“ Varði nokkrum árum í að flýja Það var í lok september sem úrskurður kærunefndar útlenidngamála veitti Útlendingastofnun heimild til að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Í úrskurðunum kom fram að ástandið færi batnandi í Venesúela og aðstæður ekki slíkar að þær réttlæti að allir sem þaðan komi eigi á hættu að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Venesúelafólk á Íslandi mótmælti háfstöum. Þau sögðu verið að senda börn í fangið á einræðisherra. „Þau eru að snúa við okkur baki. Þetta er brjálæði. Jafnvel Bandaríkin, rasískasta ríki heims, tekur við okkur en þetta land gerir það ekki,“ sagði Zarkis Abraham, einn mótmælenda. Inntur eftir því hvað hann hyggist gera þegar ákvörðun stjórnvalda lægi fyrir sagðist hann dauðhræddur. „Ég veit það ekki. Kannski flýja til annars lands. Ég get ekki verið í Venesúela, ég myndi frekar drepa mig en að vera í Venesúela án réttinda, eins og ég hef verið alla ævi. Þetta er bara brjálæði. Ég varði tveimur, fjórum árum í að flýja. Og þegar mér tókst það hafna þeir öllum. Þetta er brjálæði,“ segir Zarkis. „Tryggja farsæla heimför“ Guðrún dómsmálaráðherra sagði ljóst að fram undan væri stórt verkefni sem sneri að brottvísun fólks frá Venesúela. „Þannig að þetta eru að lágmarki fimmtán hundruð einstaklingar sem þessi niðurstaða mun hafa áhrif á. Og eins og ég sagði þá gerum við ráð fyrir að niðurstaða kærunefndarinnar í gær verði fordæmisgefandi. Það þýðir það að um fimmtán hundruð manns munu að öllum líkindum fá neitun um viðbótarvernd hér á Íslandi og þurfa þar af leiðandi að yfirgefa landið.“ Hvað tekur við gagnvart þessu fólki? „Þetta verður auðvitað umfangsmikið verkefni og við höfum þegar hafið vinnu við það. Við erum þegar byrjuð að ræða við Útlendingastofnun, Ríkislögreglustjóra, stoðdeildina og svo Dómsmálaráðuneytið, hvernig við högum okkur í þessu máli. Það verða líklega mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela og það verður að tryggja að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. „Til þess munu íslensk stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Það mun þýða að íslensk stjórnvöld munu aðstoða fólk og sjá til þess að fólk fái farsæla til Venesúela sem og mun fólk njóta heimferðarstyrkja til þess að aðstoða fólk við að koma sér fyrir á ný í heimalandinu,“ bætti hún við. Venesúela Hælisleitendur Tengdar fréttir Tæplega tvö hundruð Venesúelamenn yfirgáfu landið í gær Tæplega tvö hundruð Venesúelamönnum, sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd, fóru úr landi í gær og var flogið með beinu flugi til Venesúela. 16. nóvember 2023 08:57 Vill frekar deyja en að fara aftur til Venesúela Tugir komu saman við Hallgrímskirkju í morgun til að mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja megi hælisleitendum frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Mótmælendur, bæði Venesúelamenn og stuðningsfólk, lýstu reiði og ótta við framtíðina. 4. október 2023 11:49 Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Sjá meira
Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex), hafi í gær aðstoðað 180 venesúelska ríkisborgara við að snúa aftur heim til Venesúela „í sjálfviljugri heimför“. Þannig hljóðar tilkynning á vef dómstólaráðuneytisins. Í sjálfviljugri heimför felst meðal annars að að fólk er styrkt til fararinnar og greitt fyrir flugfar. Ráðuneytið segir fólkið hafa dvalið hér á landi sem umsækjendur um alþjóðlega vernd en ýmist verið synjað eða dregið umsóknir sínar til baka. Í hópnum hafi verið 155 fullorðnir og 25 börn. „Flogið var frá Íslandi til Venesúela í beinu leiguflugi á vegum Frontex, sem veitti íslenskum stjórnvöldum aðstoð við undirbúning og framkvæmd ferðarinnar. Með um borð var starfsfólk á vegum Útlendingastofnunar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra, hjúkrunarfræðingur og sjálfstæður eftirlitsaðili á vegum Frontex, auk spænskrar áhafnar,“ segir á vef ráðuneytisins. „Flugið gekk vel og farþegarnir gengu heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð á miðvikudagskvöld að íslenskum tíma.“ Þar hafi leiðir Venesúelabúanna og starfsfólksins frá Frontex og Íslandi skilið. Vegabréf og fjármagn tekið af fólki Fréttastofu hafa borist ábendingar úr nokkrum áttum að strax við komuna til Venesúela hafi vegabréf allra verið handlögð. Fólkið hafi verði yfirheyrt, hvert fyrir sig, og að því búnu komið fyrir í einhvers konar úrræði. Þar dvelji sex í hverju herbergi og þeim bannað að yfirgefa þau. Talið er að fólkið verði þar í að minnsta kosti tvo sólarhringa. Fram kemur á vef Hjálpræðishersins að stór hluti af fólkinu hafi verið meðlimir og sjálfboðaliðar hjá samtökunum. „Kynni okkar af þessu fólki hefur einungis verið góð og það er mikil hræðsla og ótti sem hefur búið um sig í hópnum eftir fréttir af vinum okkar sem send hafi verið úr landi í gær. Hugur okkar er hjá þeim og við biðjum fyrir öryggi þeirra og þeirra sem eru hér á landi. Mörg þeirra fóru af því að þau sáu sér ekki annað fært,“ segir Hjálpræðisherinn. „Við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að vegabréf hafi verið tekin af fólki, þau séu nú skrásett af stjórnvöldum sem „Óvinveitt“ og það fjármagn sem íslensk stjórnvöld hafi látið fólk hafa hafi verið tekið af stjórnvöldum. Dómsmálaráðuneyti Guðrúnar Hafsteinsdóttur er með málið til skoðunar. „Síðar bárust þær fregnir frá einstaklingum innan hópsins að fólkið hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna. Íslensk stjórnvöld og Frontex vinna nú að því að afla nánari upplýsinga um fólkið og stöðu þeirra og verða veittar nánari upplýsingar um leið og hægt er.“ Varði nokkrum árum í að flýja Það var í lok september sem úrskurður kærunefndar útlenidngamála veitti Útlendingastofnun heimild til að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Í úrskurðunum kom fram að ástandið færi batnandi í Venesúela og aðstæður ekki slíkar að þær réttlæti að allir sem þaðan komi eigi á hættu að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Venesúelafólk á Íslandi mótmælti háfstöum. Þau sögðu verið að senda börn í fangið á einræðisherra. „Þau eru að snúa við okkur baki. Þetta er brjálæði. Jafnvel Bandaríkin, rasískasta ríki heims, tekur við okkur en þetta land gerir það ekki,“ sagði Zarkis Abraham, einn mótmælenda. Inntur eftir því hvað hann hyggist gera þegar ákvörðun stjórnvalda lægi fyrir sagðist hann dauðhræddur. „Ég veit það ekki. Kannski flýja til annars lands. Ég get ekki verið í Venesúela, ég myndi frekar drepa mig en að vera í Venesúela án réttinda, eins og ég hef verið alla ævi. Þetta er bara brjálæði. Ég varði tveimur, fjórum árum í að flýja. Og þegar mér tókst það hafna þeir öllum. Þetta er brjálæði,“ segir Zarkis. „Tryggja farsæla heimför“ Guðrún dómsmálaráðherra sagði ljóst að fram undan væri stórt verkefni sem sneri að brottvísun fólks frá Venesúela. „Þannig að þetta eru að lágmarki fimmtán hundruð einstaklingar sem þessi niðurstaða mun hafa áhrif á. Og eins og ég sagði þá gerum við ráð fyrir að niðurstaða kærunefndarinnar í gær verði fordæmisgefandi. Það þýðir það að um fimmtán hundruð manns munu að öllum líkindum fá neitun um viðbótarvernd hér á Íslandi og þurfa þar af leiðandi að yfirgefa landið.“ Hvað tekur við gagnvart þessu fólki? „Þetta verður auðvitað umfangsmikið verkefni og við höfum þegar hafið vinnu við það. Við erum þegar byrjuð að ræða við Útlendingastofnun, Ríkislögreglustjóra, stoðdeildina og svo Dómsmálaráðuneytið, hvernig við högum okkur í þessu máli. Það verða líklega mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela og það verður að tryggja að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. „Til þess munu íslensk stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Það mun þýða að íslensk stjórnvöld munu aðstoða fólk og sjá til þess að fólk fái farsæla til Venesúela sem og mun fólk njóta heimferðarstyrkja til þess að aðstoða fólk við að koma sér fyrir á ný í heimalandinu,“ bætti hún við.
Venesúela Hælisleitendur Tengdar fréttir Tæplega tvö hundruð Venesúelamenn yfirgáfu landið í gær Tæplega tvö hundruð Venesúelamönnum, sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd, fóru úr landi í gær og var flogið með beinu flugi til Venesúela. 16. nóvember 2023 08:57 Vill frekar deyja en að fara aftur til Venesúela Tugir komu saman við Hallgrímskirkju í morgun til að mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja megi hælisleitendum frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Mótmælendur, bæði Venesúelamenn og stuðningsfólk, lýstu reiði og ótta við framtíðina. 4. október 2023 11:49 Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Sjá meira
Tæplega tvö hundruð Venesúelamenn yfirgáfu landið í gær Tæplega tvö hundruð Venesúelamönnum, sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd, fóru úr landi í gær og var flogið með beinu flugi til Venesúela. 16. nóvember 2023 08:57
Vill frekar deyja en að fara aftur til Venesúela Tugir komu saman við Hallgrímskirkju í morgun til að mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja megi hælisleitendum frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Mótmælendur, bæði Venesúelamenn og stuðningsfólk, lýstu reiði og ótta við framtíðina. 4. október 2023 11:49
Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28