Fótbolti

Strákarnir reyna að halda sigur­göngunni á­fram í beinni á Stöð 2 Sport

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Fannar Baldursson hefur skorað eitt af þremur mörkum íslenska liðsins í keppninni.
Andri Fannar Baldursson hefur skorað eitt af þremur mörkum íslenska liðsins í keppninni. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska 21 árs landslið karla í fótbolta mætir Wales í kvöld í undankeppni EM en leikurinn fer fram í Cardiff í Wales.

Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins í keppninni en strákarnir okkar eru á toppnum í riðlinum eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Íslenska liðið hafði áður unnið 2-1 sigur gegn Tékklandi og 1-0 sigur gegn Litháen.

Wales hefur leikið þrjá leiki, unnið Litháen en gert jafntefli við Danmörku og Tékkland. Þeir eru því taplausir eins og íslenska liðið en einu stigi á eftir.

Leikurinn í kvöld er annar leikur þjóðanna í þessum aldursflokki, en liðin mættust fyrst árið 2013 í vináttuleik. Sá leikur endaði með 3-0 sigri Wales.

Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×