Skoðun

Þakkar­á­varp til um­ferðarinnar

Lárus Karl Arnbjarnarson skrifar

Takk kæri strætóbílstjóri fyrir að mæta ávallt tímanlega, aka varlega og vera vingjarnlegur og þolinmóður.

Takk kæri leigubílstjóri fyrir að aka ævinlega á löglegum hámarkshraða, virða 3 sekúnda regluna og vera opin fyrir samkeppni. 

Takk kæri trukkabílstjóri fyrir að stunda ekki háskalegan framúrakstur, leggja ávallt löglega og sína þar með gangandi vegfarendum tillitssemi. 

Takk kæri almenni bílstjóri fyrir að vera yfirvegaður við allar aðstæður. 

Takk kæri reiðhjólamaður fyrir að fara aldrei yfir á rauðu ljósi ef þú notar götuna í stað reiðhjóla eða göngustíga og takk kæri gangandi vegfarandi fyrir að ýta á takkann og bíða þolinmóður eftir grænum karli. 

Og loks takk kæri ég fyrir að reyna að hvítþvo samvisku mína á kostnað annarra. 

Höfundur er stjórnmálafræðinemi.




Skoðun

Sjá meira


×