Curry segir ekkert mál að skilja hvernig nýi deildarbikar NBA virkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 16:01 Steph Curry er leikmaður Golden State Warriors. Vísir/Getty Leikir NBA körfuboltaliðanna gilda tvöfalt á þriðjudögum og föstudögum í þessum nóvembermánuði. NBA deildin í körfubolta bryddar upp á nýjung á þessu tímabili en þetta er fyrsta tímabilið með deildarbikarnum, aukakeppni innan tímabilsins sem endar með lokaúrslitum í Las Vegas. Keppnin heitir „NBA In-Season Tournament“ á ensku. Liðunum í deildinni er skipt niður í sex riðla, þrjá í hvorri deild, þar sem allir mætast einu sinni. Liðin spila tvo heimaleiki og tvo útileiki. Efsta lið hvers riðils kemst síðan áfram í átta liða úrslitin ásamt tveimur liðum sem eru með besta árangurinn í öðru sæti. Austurdeildin mun skila fjórum liðum áfram, sigurvegurum riðlanna þriggja sem og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Vesturdeildin mun sömuleiðis skila áfram fjórum liðum, sigurvegaranum í hverjum riðli og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Síðan taka við átta liða úrslit þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti á úrslitahelginni sem fer fram í Las Vegas. Þar er áfram skipt eftir deildum. Það verða því tvö lið úr Austrinu og tvö lið úr Vestrinu sem komast í úrslitin. Allir leikir í riðlakeppninni fara fram á þriðjudögum og föstudögum frá 3. til 28. nóvember. Þessir leikir gilda í raun tvöfalt, því þeir telja bæði í riðlakeppni deildarbikarsins en eins í heildarárangri liðsins á tímabilinu. Leikir í átta liða úrslitunum fara fram 4. og 5. desember og úrslitahelgin verður síðan 7. til 9. desember í spilavítaborginni miklu. Einhverjir hafa verið að kvarta yfir því að þetta sé svo flókið en Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, segir þetta sé allt mjög einfalt ef fólk gefi sér bara smá tíma til að kynna sér málið betur. Hér fyrir neðan má sjá Curry fara yfir það hvernig deildarbikar NBA virkar á einfaldan Curry-hátt. Þetta er nefnilega ekkert mál að skilja. Pretty simple Steph with the NBA In-Season Tournament explainer Group Play continues Tuesday 11/14 on TNT and the NBA App. pic.twitter.com/vATggQMW4M— NBA (@NBA) November 13, 2023 NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Sjá meira
NBA deildin í körfubolta bryddar upp á nýjung á þessu tímabili en þetta er fyrsta tímabilið með deildarbikarnum, aukakeppni innan tímabilsins sem endar með lokaúrslitum í Las Vegas. Keppnin heitir „NBA In-Season Tournament“ á ensku. Liðunum í deildinni er skipt niður í sex riðla, þrjá í hvorri deild, þar sem allir mætast einu sinni. Liðin spila tvo heimaleiki og tvo útileiki. Efsta lið hvers riðils kemst síðan áfram í átta liða úrslitin ásamt tveimur liðum sem eru með besta árangurinn í öðru sæti. Austurdeildin mun skila fjórum liðum áfram, sigurvegurum riðlanna þriggja sem og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Vesturdeildin mun sömuleiðis skila áfram fjórum liðum, sigurvegaranum í hverjum riðli og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Síðan taka við átta liða úrslit þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti á úrslitahelginni sem fer fram í Las Vegas. Þar er áfram skipt eftir deildum. Það verða því tvö lið úr Austrinu og tvö lið úr Vestrinu sem komast í úrslitin. Allir leikir í riðlakeppninni fara fram á þriðjudögum og föstudögum frá 3. til 28. nóvember. Þessir leikir gilda í raun tvöfalt, því þeir telja bæði í riðlakeppni deildarbikarsins en eins í heildarárangri liðsins á tímabilinu. Leikir í átta liða úrslitunum fara fram 4. og 5. desember og úrslitahelgin verður síðan 7. til 9. desember í spilavítaborginni miklu. Einhverjir hafa verið að kvarta yfir því að þetta sé svo flókið en Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, segir þetta sé allt mjög einfalt ef fólk gefi sér bara smá tíma til að kynna sér málið betur. Hér fyrir neðan má sjá Curry fara yfir það hvernig deildarbikar NBA virkar á einfaldan Curry-hátt. Þetta er nefnilega ekkert mál að skilja. Pretty simple Steph with the NBA In-Season Tournament explainer Group Play continues Tuesday 11/14 on TNT and the NBA App. pic.twitter.com/vATggQMW4M— NBA (@NBA) November 13, 2023
NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Sjá meira