Þurfa fleiri fyrirtæki sköpunargleðistjóra? Birna Dröfn Birgisdóttir skrifar 15. nóvember 2023 08:31 Sköpunargleðin er enn á ný einn af mikilvægustu færniþáttum framtíðarinnar og hún er sú hæfni sem er áætlað að verði með hraðasta vöxtinn í mikilvægi á milli áranna 2023-2027 samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Það er talað um að sköpunargleði er gjaldmiðill 21. aldarinnar og það er ekki að ástæðulausu. Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og eins og ritstjóri Harvard Business Review skrifaðinýlega: "Við birtum margar greinar um nýsköpun og það er ekki að ástæðulausu. Fyrirtæki sem ná ekki að sinna síbreytilegum þörfum viðskiptavina, eru ekki líkleg til að dafna.“ Sköpunargleði er ekki einungis að hjálpa fyrirtækjum að vera samkeppnishæf heldur benda rannsóknir til þess að þau fyrirtæki sem eru mjög skapandi geta vaxið allt að 160% hraðar en önnur fyrirtæki. Samkvæmt nýlegri McKinsey rannsókn þá er sköpunargleði einn af þeim þáttum sem hjálpa millistjórnendum að ná mestum árangri (og skilar þannig margfalt meiri ávöxtun hluthafa). Aðrar rannsóknir, til dæmis frá IBM, hafa bent á hversu mikilvægt það er að stjórnendur séu skapandi og þá er ekki einungis verið að tala um að þau komi með góðar hugmyndir heldur skapi jarðveg fyrir framúrskarandi hugmyndir starfsmanna til að myndast og vaxa.Það er búið að rannsaka sköpunargleðina í marga áratugi og ýmislegt vitað um hvernig jarðveg þarf að skapa til þess að hún sé leyst úr læðingi og eflist. Erlendis hafa ýmis fyrirtæki ráðið í sérstakar stöður þar sem markmið stöðunnar er að búa til gott umhverfi fyrir sköpunargleðina, svokallaðir sköpunargleðistjórar. En hver er munurinn á sköpunargleðistjóra og nýsköpunarstjóra? Í fræðunum er talað um að sköpunargleði er hugsanamynstur sem leiðir af sér eitthvað nýtt og nytsamlegt og nýsköpun er framkvæmdin á þeirri hugmynd sem er valin. Sköpunargleðiferlinu hefur verið skipt í fimm þætti: Skilgreining á vandamáli/áskorun Söfnun á viðeigandi gögnum Hugarflug Tilraunir Mat á hugmyndum Til þess að sköpunargleði flæði innan fyrirtækisins ætti stefnan að vera skýr til þess að starfsfólk geti stýrt hugsanamynstrinu sínu í rétta átt, viðeigandi ferlar fyrir flæði hugmynda ættu að vera til staðar og umhverfið þarf að styðja við sköpunargleðina. Þarna snertast sköpunargleðin og nýsköpunin því eins og talað er um í ISO 56002, Innovation and Management Systems staðlinum, þá er markmiðið með þeim staðli að skapa umhverfið sem styður við nýsköpun og það er sama umhverfið sem styður við sköpunargleðina því sköpunargleði er forsenda nýsköpunar. Nýsköpun tekur svo við þarna og inni í henni er verkefnastjórnun til þess að hugmyndin verði að veruleika og stöðugt á leiðinni þarf sköpunargleðina til þess að skapa næstu skref. Það sem sköpunargleðistjórar gera svo aukalega er að hjálpa starfsfólki að þjálfa sköpunargleðina sína og það eru til ýmsar rannsóknir um hvernig best sé að gera það. Þegar ég er með erindi um sköpunargleði þá spyr ég oft þátttakendur hvort að þau séu skapandi og yfirleitt réttir einungis um helmingur þátttakenda upp höndina. Þetta er sambærilegt niðurstöðum úr rannsókn Adobe, þar sem þau söfnuðu gögnum frá 5000 manns frá 5 mismunandi löndum og einungis um 40% svarenda sögðust vera skapandi. Hlutverk sköpunargleðistjóra væri því að hjálpa um helmingi starfsfólks að sjá að þau eru skapandi og heilt yfir að efla sköpunargleði allra og bæta þar með nýsköpun og árangur fyrirtækisins. Þannig má leysa úr læðingi þvílíka krafta, eins og að setja hágæða eldsneyti á lúxus bílinn til þess að hann virki eins vel og hann getur. Höfundur er sköpunargleðifræðingur, fyrirlesari, ráðgjafi og annar stofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Sköpunargleðin er enn á ný einn af mikilvægustu færniþáttum framtíðarinnar og hún er sú hæfni sem er áætlað að verði með hraðasta vöxtinn í mikilvægi á milli áranna 2023-2027 samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Það er talað um að sköpunargleði er gjaldmiðill 21. aldarinnar og það er ekki að ástæðulausu. Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og eins og ritstjóri Harvard Business Review skrifaðinýlega: "Við birtum margar greinar um nýsköpun og það er ekki að ástæðulausu. Fyrirtæki sem ná ekki að sinna síbreytilegum þörfum viðskiptavina, eru ekki líkleg til að dafna.“ Sköpunargleði er ekki einungis að hjálpa fyrirtækjum að vera samkeppnishæf heldur benda rannsóknir til þess að þau fyrirtæki sem eru mjög skapandi geta vaxið allt að 160% hraðar en önnur fyrirtæki. Samkvæmt nýlegri McKinsey rannsókn þá er sköpunargleði einn af þeim þáttum sem hjálpa millistjórnendum að ná mestum árangri (og skilar þannig margfalt meiri ávöxtun hluthafa). Aðrar rannsóknir, til dæmis frá IBM, hafa bent á hversu mikilvægt það er að stjórnendur séu skapandi og þá er ekki einungis verið að tala um að þau komi með góðar hugmyndir heldur skapi jarðveg fyrir framúrskarandi hugmyndir starfsmanna til að myndast og vaxa.Það er búið að rannsaka sköpunargleðina í marga áratugi og ýmislegt vitað um hvernig jarðveg þarf að skapa til þess að hún sé leyst úr læðingi og eflist. Erlendis hafa ýmis fyrirtæki ráðið í sérstakar stöður þar sem markmið stöðunnar er að búa til gott umhverfi fyrir sköpunargleðina, svokallaðir sköpunargleðistjórar. En hver er munurinn á sköpunargleðistjóra og nýsköpunarstjóra? Í fræðunum er talað um að sköpunargleði er hugsanamynstur sem leiðir af sér eitthvað nýtt og nytsamlegt og nýsköpun er framkvæmdin á þeirri hugmynd sem er valin. Sköpunargleðiferlinu hefur verið skipt í fimm þætti: Skilgreining á vandamáli/áskorun Söfnun á viðeigandi gögnum Hugarflug Tilraunir Mat á hugmyndum Til þess að sköpunargleði flæði innan fyrirtækisins ætti stefnan að vera skýr til þess að starfsfólk geti stýrt hugsanamynstrinu sínu í rétta átt, viðeigandi ferlar fyrir flæði hugmynda ættu að vera til staðar og umhverfið þarf að styðja við sköpunargleðina. Þarna snertast sköpunargleðin og nýsköpunin því eins og talað er um í ISO 56002, Innovation and Management Systems staðlinum, þá er markmiðið með þeim staðli að skapa umhverfið sem styður við nýsköpun og það er sama umhverfið sem styður við sköpunargleðina því sköpunargleði er forsenda nýsköpunar. Nýsköpun tekur svo við þarna og inni í henni er verkefnastjórnun til þess að hugmyndin verði að veruleika og stöðugt á leiðinni þarf sköpunargleðina til þess að skapa næstu skref. Það sem sköpunargleðistjórar gera svo aukalega er að hjálpa starfsfólki að þjálfa sköpunargleðina sína og það eru til ýmsar rannsóknir um hvernig best sé að gera það. Þegar ég er með erindi um sköpunargleði þá spyr ég oft þátttakendur hvort að þau séu skapandi og yfirleitt réttir einungis um helmingur þátttakenda upp höndina. Þetta er sambærilegt niðurstöðum úr rannsókn Adobe, þar sem þau söfnuðu gögnum frá 5000 manns frá 5 mismunandi löndum og einungis um 40% svarenda sögðust vera skapandi. Hlutverk sköpunargleðistjóra væri því að hjálpa um helmingi starfsfólks að sjá að þau eru skapandi og heilt yfir að efla sköpunargleði allra og bæta þar með nýsköpun og árangur fyrirtækisins. Þannig má leysa úr læðingi þvílíka krafta, eins og að setja hágæða eldsneyti á lúxus bílinn til þess að hann virki eins vel og hann getur. Höfundur er sköpunargleðifræðingur, fyrirlesari, ráðgjafi og annar stofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun