Man. City setti nýtt met í tekjum á síðasta rekstrarári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 09:31 Pep Guardiola með Meistaradeildarbikarinn sem Manchester City vann í fyrsta sinn síðasta vor. Getty/Visionhaus Rekstur Englandsmeistaraliðs Manchester City gengur frábærlega þessa dagana og það sést vel í uppgjörinu á síðasta fjárhagsári. City setti nefnilega nýtt met í tekjum í ensku úrvalsdeildinni á rekstrarárinu 2022-23. Tekjur City á árinu voru 712,8 milljónir punda eða 126,3 milljarðar íslenskra króna. Aldrei áður hefur lið í deildinni aflað meira á einu fjárhagsári. Þetta er meira en 648,4 milljóna punda tekjur Manchester United fyrir síðasta ár en United setti metið þegar félagið tilkynnti þær tölur á dögunum. Manchester City post Premier League record revenue of £712.8m https://t.co/yi3xUIuF7P— Guardian news (@guardiannews) November 15, 2023 Tekjur Manchester City hækkuðu um 99,8 milljónir punda, 17,7 milljarða króna, á milli ára. Þetta er þó ekki met í evrópska fótboltanum en Barcelona skilaði 861,43 milljónum punda í heildartekjum árið 2019. Það eru þó einhverjar kenningar um að sú tala standist ekki skoðun en hún stendur þó í uppgjöri félagsins. Hagnaður City á árinu var 80,4 milljónir punda sem er mikil bæting á besta ári félagsins frá því í fyrra þegar félagið hagnaðist um 41,7 milljónir punda. City fékk mun meiri sjónvarpstekjur en árið á undan og er það til komið vegna mikillar velgengi félagsins innan vallar. City vann þrennuna á síðasta tímabili og var fyrsta enska félagið til að ná því síðan Manchester United á 1998-98 tímabilinu. Launakostnaður City jókst reyndar um 70 milljónir punda og var 422,89 milljónir punda. Félagið græddi aftur á móti 121,7 milljónir punda á leikmannasölum. Kaup félagsins fyrir núverandi tímabil, á mönnum eins og Jeremy Doku, Mateo Kovacic, Josko Gvardiol og Matheus Nunes teljast til næsta rekstrarárs. Manchester City's historic success on the pitch has been matched on the balance sheet after the #PremierLeague club announced record revenue and profits in their annual report for the 2022/23 season. pic.twitter.com/Hw4DKXejnx— The National Sport (@NatSportUAE) November 15, 2023 Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
City setti nefnilega nýtt met í tekjum í ensku úrvalsdeildinni á rekstrarárinu 2022-23. Tekjur City á árinu voru 712,8 milljónir punda eða 126,3 milljarðar íslenskra króna. Aldrei áður hefur lið í deildinni aflað meira á einu fjárhagsári. Þetta er meira en 648,4 milljóna punda tekjur Manchester United fyrir síðasta ár en United setti metið þegar félagið tilkynnti þær tölur á dögunum. Manchester City post Premier League record revenue of £712.8m https://t.co/yi3xUIuF7P— Guardian news (@guardiannews) November 15, 2023 Tekjur Manchester City hækkuðu um 99,8 milljónir punda, 17,7 milljarða króna, á milli ára. Þetta er þó ekki met í evrópska fótboltanum en Barcelona skilaði 861,43 milljónum punda í heildartekjum árið 2019. Það eru þó einhverjar kenningar um að sú tala standist ekki skoðun en hún stendur þó í uppgjöri félagsins. Hagnaður City á árinu var 80,4 milljónir punda sem er mikil bæting á besta ári félagsins frá því í fyrra þegar félagið hagnaðist um 41,7 milljónir punda. City fékk mun meiri sjónvarpstekjur en árið á undan og er það til komið vegna mikillar velgengi félagsins innan vallar. City vann þrennuna á síðasta tímabili og var fyrsta enska félagið til að ná því síðan Manchester United á 1998-98 tímabilinu. Launakostnaður City jókst reyndar um 70 milljónir punda og var 422,89 milljónir punda. Félagið græddi aftur á móti 121,7 milljónir punda á leikmannasölum. Kaup félagsins fyrir núverandi tímabil, á mönnum eins og Jeremy Doku, Mateo Kovacic, Josko Gvardiol og Matheus Nunes teljast til næsta rekstrarárs. Manchester City's historic success on the pitch has been matched on the balance sheet after the #PremierLeague club announced record revenue and profits in their annual report for the 2022/23 season. pic.twitter.com/Hw4DKXejnx— The National Sport (@NatSportUAE) November 15, 2023
Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira