Styðjum breytingar með samfélagslegri nýsköpun Helgi Viborg og Ólafur Grétar Gunnarsson skrifa 14. nóvember 2023 13:31 „Helstu umönnunaraðilar ungra barna á Íslandi, foreldrar þeirra en ekki síður starfsfólk leikskóla, eru undir miklu álagi og alltof algengt er að heyra um viðvarandi streitu meðal þessara hópa. Sjaldnar er talað um þau skaðlegu áhrif sem álag á umönnunaraðila hefur á börnin sjálf. Ung börn eru viðkvæm og þurfa mikla og einstaklingsmiðaða umönnun en samfélagsgerðin, eins og hún hefur þróast og er í dag, tekur alls ekki tillit til þessara þarfa.” Svona orðaði Anna Mjöll Guðmundsdóttir formaður félagsins Fyrstu fimm um stöðu leikskólamála í grein frá árinu 2021 Til foreldra leikskólabarna – versta staða leikskóla í 30 ár – hvernig náum við jafnvægi? Þessu hefur fylgt að það hefur verið erfitt að manna leikskóla undanfarin ár, meðal annars af áðurnefndum ástæðum. Hreyfing komst á málin á þessu ári með tilraunaverkefni í Kópavogsbæ og fleiri sveitarfélög eru að gera eða íhuga breytingar. Hugmyndir í átt að betri leikskóla Ljóst er að skipulag leikskóla þarf að endurhugsa og endurbæta. Eftirfarandi atriði er okkar innlegg í þá umræðu: Auka þarf þjónustu við foreldra með aukinni fræðslu frá meðgöngu, virkri foreldraráðgjöf og stuðningi m.a. með opnum leikskóla. Foreldrum í fæðingaorlofi verði einungis boðið upp á 15 klukkustunda leikskóladvöl á viku fyrir eldra barn sitt. Greiðsluþátttaka foreldra verði aukin í 25% af rekstrarkostnaði þó með tekjutengingu eða afsláttarkerfi. Sveitarfélög óski eftir endurskoðun á menntunarkröfum leikskólakennara og uppeldismenntun til ófaglærðra starfsmanna verði virkari og efld. Fleiri einmana og utanveltu Margir foreldrar eru einir heima á hverjum degi með börn undir tveggja ára aldri. Í breyttu samfélagi nútímans er það mögulega alvarlegra en áður var talið, ekki síst fyrir foreldra af erlendum uppruna sem hafa oft lítinn aðgang að íslensku samfélagi og hafa lítið stuðningsnet. Meðal annars þess vegna þarf öfluga forvarnar- og jafnréttisfræðslu sem hefst á meðgöngu fyrir báða foreldra. Eftir það þarf áframhaldandi fræðslu og stuðning með m.a. opnum leikskóla í öllum skólahverfum þar til barnið hefur leikskólagöngu sína. Opinn leikskóli, góð systkinatengsl og jafnréttisfræðsla Opinn leikskóli er athvarf fyrir foreldra og börn þeirra, staðsett í félagsmiðstöð eða í tengslum við leikskóla. Þar er rólegt og öruggt umhverfi til leiks og tengslamyndunar en einnig kjörinn staður til þess að hitta vini sína með börnin eða kynnast foreldrum með börn á sama aldri. Í Svíþjóð er foreldrum í fæðingaorlofi einungis boðið upp á 15 klukkustunda leikskóladvöl á viku fyrir eldra barn sitt en hafa í staðinn aðgang að opnum leikskóla. Í opna leikskólanum er hægt að efla tengsl systkina en góð systkinatengsl eru grunnur að vellíðan og vænlegum þroskaskilyrðum fyrir börn. Í samskiptum við hvort annað geta systkini því öðlast félagslega og vistmunalega færni sem stuðlar að meiri og heilbrigðari félagsþroska. Aldrei jafnrétti fyrr en við höfum para/hjónajafnrétti Nú hefur hagfræðin styrkt tengslakenningu Bowlby með tveimur Nóbelsverðlaunahöfum í hagfræði, James Heckman og Claudia Goldin. Heckman telur gæði uppeldis vera hinn sanna mælikvarða á allsnægtir en Goldin bendir á að forsenda jafnréttis kynjanna sé hjónajafnrétti. Bæði hafa sýnt fram á mikilvægi þess að sveitarfélög ráðstafi fjármunum með velferð barna og sambandi foreldranna að leiðarljósi. Mestum fjármunum ætti að verja á meðgöngu, því næst á fyrsta ári barnsins og svo framvegis. Árið 2002 greiddu foreldrar í Reykjavík 33,45% af rekstrarkostnaði leikskóla en greiða í dag einungis um 10% af kostnaði. Svipuð staða er í nágranna sveitarfélögunum. Í erfiðleikum sínum að sinna leikskólastarfi hafa sveitarfélög mögulega látið pólitík ráða för í stað bestu þekkingar. Eðlilegt er að spyrja sig nokkurra spurningar í þessu samhengi. Hvers vegna hefur kostnaðarþátttaka foreldra minnkað svona mikið á síðustu árum? Hver væri staða leikskóla ef hlutdeild foreldra í kostnaði hefði ekki lækkað um meira en helming frá árinu 2002? Hefði verið skynsamara að hækka hlutdeild foreldra í kostnaði árið 2002 í stað þess að lækka hlutdeild foreldra? Hugmyndafræðin á bak við þessa kostnaðarlækkun er óljós sérstaklega vegna þess að leikskólinn virðist fjárhagslega sveltur og á í verulegum mönnunarvanda. Foreldrar hafa mótmælt vegna biðlista og skorti á þjónustu fyrir börn sín. Hér skal fullyrt að foreldrar vilja gera mikið fyrir sín börn og vilja greiða sanngjarnt verð fyrir góða þjónustu. Ónýt lög Tvenn lög frá Alþingi varðandi leikskóla eru gjörsamlega óskiljanleg. Önnur eru um að til að geta orðið leikskólakennari þurfi 5 ára háskólanám. Ekkert hinna Norðurlandanna hefur slík ákvæði og reyndar bara eitt land í Evrópu. Hin eru um að eitt leyfisbréf gildi þvert á skólastigin þrjú. Bæði lögin hafa beinlínis fækkað kennurum á leikskólastigi og skapað enn meiri vanda fyrir sveitarfélögin. Leikskólakennurum hefur fækkað sl. ár og 2021 voru þeir 24% af starfsfólki leikskóla. Þetta er í engum dúr við þau ákvæði laga að á Íslandi eigi tveir þriðju þeirra sem starfa við leikskóla vera leikskólakennarar. Sjá ítarlega grein prófessoranna Amalíu Björnsdóttur og Þuríði Jónu Jóhannsdóttur (Heimildin 23.05.2023) Helgi Viborg sálfræðingurÓlafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu-og hjónaráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Helstu umönnunaraðilar ungra barna á Íslandi, foreldrar þeirra en ekki síður starfsfólk leikskóla, eru undir miklu álagi og alltof algengt er að heyra um viðvarandi streitu meðal þessara hópa. Sjaldnar er talað um þau skaðlegu áhrif sem álag á umönnunaraðila hefur á börnin sjálf. Ung börn eru viðkvæm og þurfa mikla og einstaklingsmiðaða umönnun en samfélagsgerðin, eins og hún hefur þróast og er í dag, tekur alls ekki tillit til þessara þarfa.” Svona orðaði Anna Mjöll Guðmundsdóttir formaður félagsins Fyrstu fimm um stöðu leikskólamála í grein frá árinu 2021 Til foreldra leikskólabarna – versta staða leikskóla í 30 ár – hvernig náum við jafnvægi? Þessu hefur fylgt að það hefur verið erfitt að manna leikskóla undanfarin ár, meðal annars af áðurnefndum ástæðum. Hreyfing komst á málin á þessu ári með tilraunaverkefni í Kópavogsbæ og fleiri sveitarfélög eru að gera eða íhuga breytingar. Hugmyndir í átt að betri leikskóla Ljóst er að skipulag leikskóla þarf að endurhugsa og endurbæta. Eftirfarandi atriði er okkar innlegg í þá umræðu: Auka þarf þjónustu við foreldra með aukinni fræðslu frá meðgöngu, virkri foreldraráðgjöf og stuðningi m.a. með opnum leikskóla. Foreldrum í fæðingaorlofi verði einungis boðið upp á 15 klukkustunda leikskóladvöl á viku fyrir eldra barn sitt. Greiðsluþátttaka foreldra verði aukin í 25% af rekstrarkostnaði þó með tekjutengingu eða afsláttarkerfi. Sveitarfélög óski eftir endurskoðun á menntunarkröfum leikskólakennara og uppeldismenntun til ófaglærðra starfsmanna verði virkari og efld. Fleiri einmana og utanveltu Margir foreldrar eru einir heima á hverjum degi með börn undir tveggja ára aldri. Í breyttu samfélagi nútímans er það mögulega alvarlegra en áður var talið, ekki síst fyrir foreldra af erlendum uppruna sem hafa oft lítinn aðgang að íslensku samfélagi og hafa lítið stuðningsnet. Meðal annars þess vegna þarf öfluga forvarnar- og jafnréttisfræðslu sem hefst á meðgöngu fyrir báða foreldra. Eftir það þarf áframhaldandi fræðslu og stuðning með m.a. opnum leikskóla í öllum skólahverfum þar til barnið hefur leikskólagöngu sína. Opinn leikskóli, góð systkinatengsl og jafnréttisfræðsla Opinn leikskóli er athvarf fyrir foreldra og börn þeirra, staðsett í félagsmiðstöð eða í tengslum við leikskóla. Þar er rólegt og öruggt umhverfi til leiks og tengslamyndunar en einnig kjörinn staður til þess að hitta vini sína með börnin eða kynnast foreldrum með börn á sama aldri. Í Svíþjóð er foreldrum í fæðingaorlofi einungis boðið upp á 15 klukkustunda leikskóladvöl á viku fyrir eldra barn sitt en hafa í staðinn aðgang að opnum leikskóla. Í opna leikskólanum er hægt að efla tengsl systkina en góð systkinatengsl eru grunnur að vellíðan og vænlegum þroskaskilyrðum fyrir börn. Í samskiptum við hvort annað geta systkini því öðlast félagslega og vistmunalega færni sem stuðlar að meiri og heilbrigðari félagsþroska. Aldrei jafnrétti fyrr en við höfum para/hjónajafnrétti Nú hefur hagfræðin styrkt tengslakenningu Bowlby með tveimur Nóbelsverðlaunahöfum í hagfræði, James Heckman og Claudia Goldin. Heckman telur gæði uppeldis vera hinn sanna mælikvarða á allsnægtir en Goldin bendir á að forsenda jafnréttis kynjanna sé hjónajafnrétti. Bæði hafa sýnt fram á mikilvægi þess að sveitarfélög ráðstafi fjármunum með velferð barna og sambandi foreldranna að leiðarljósi. Mestum fjármunum ætti að verja á meðgöngu, því næst á fyrsta ári barnsins og svo framvegis. Árið 2002 greiddu foreldrar í Reykjavík 33,45% af rekstrarkostnaði leikskóla en greiða í dag einungis um 10% af kostnaði. Svipuð staða er í nágranna sveitarfélögunum. Í erfiðleikum sínum að sinna leikskólastarfi hafa sveitarfélög mögulega látið pólitík ráða för í stað bestu þekkingar. Eðlilegt er að spyrja sig nokkurra spurningar í þessu samhengi. Hvers vegna hefur kostnaðarþátttaka foreldra minnkað svona mikið á síðustu árum? Hver væri staða leikskóla ef hlutdeild foreldra í kostnaði hefði ekki lækkað um meira en helming frá árinu 2002? Hefði verið skynsamara að hækka hlutdeild foreldra í kostnaði árið 2002 í stað þess að lækka hlutdeild foreldra? Hugmyndafræðin á bak við þessa kostnaðarlækkun er óljós sérstaklega vegna þess að leikskólinn virðist fjárhagslega sveltur og á í verulegum mönnunarvanda. Foreldrar hafa mótmælt vegna biðlista og skorti á þjónustu fyrir börn sín. Hér skal fullyrt að foreldrar vilja gera mikið fyrir sín börn og vilja greiða sanngjarnt verð fyrir góða þjónustu. Ónýt lög Tvenn lög frá Alþingi varðandi leikskóla eru gjörsamlega óskiljanleg. Önnur eru um að til að geta orðið leikskólakennari þurfi 5 ára háskólanám. Ekkert hinna Norðurlandanna hefur slík ákvæði og reyndar bara eitt land í Evrópu. Hin eru um að eitt leyfisbréf gildi þvert á skólastigin þrjú. Bæði lögin hafa beinlínis fækkað kennurum á leikskólastigi og skapað enn meiri vanda fyrir sveitarfélögin. Leikskólakennurum hefur fækkað sl. ár og 2021 voru þeir 24% af starfsfólki leikskóla. Þetta er í engum dúr við þau ákvæði laga að á Íslandi eigi tveir þriðju þeirra sem starfa við leikskóla vera leikskólakennarar. Sjá ítarlega grein prófessoranna Amalíu Björnsdóttur og Þuríði Jónu Jóhannsdóttur (Heimildin 23.05.2023) Helgi Viborg sálfræðingurÓlafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu-og hjónaráðgjafi
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun