Hæstiréttur Bandaríkjanna setur sér siðareglur í fyrsta sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 08:33 Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna. Fred Schilling Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sett sér siðareglur í fyrsta sinn en nokkrir dómarar við dómstólinn hafa sætt harðri gagnrýni síðustu misseri fyrir að þiggja alls konar gjafir. Aðrir dómstólar landsins hafa sætt siðareglum frá 1973 en í greinargerð með nýjum siðarlegum Hæstaréttar segir að þrátt fyrir að engar skriflegar siðareglur hafi gilt fyrir dómstólinn hafi dómarar við hann sætt „óskráðum siðareglum“, sem hafi verið sóttar hingað og þangað. Í greinargerðinni segir hins vegar einnig að vegna þess að engar skriflegar reglur hafi verið í gildi fyrir dómstólinn hafi sá „misskilningur“ orðið að dómararnir sættu alls engum reglum. Steve Vladeck, prófessor við University of Texas School of Law, sem hefur skrifað mikið um Hæstarétt Bandaríkjanna, segir reglurnar hálfkák, þar sem ekkert eftirlit verði haft með framfylgni þeirra. Siðareglurnar séu hins vegar til marks um að dómararnir séu meðvitaðir um að siðferði sé eitthvað sem skipti almenning máli og að þeir hafi séð sig tilneydda til að bregðast við gagnrýninni sem fram hefur komið. Dómararnir sakaðir um að þiggja gjafir og misnota aðstöðu sína Í reglunum er meðal annars fjallað um það hvernig dómurunum ber að hegða sér og framfylgja skyldum sínum. Þeim beri til að mynda að íhuga vel hvort það sé við hæfi að þeir komi fram á ákveðnum viðburðum. Þá fjalla reglurnar einnig um það hvenær þeim beri að segja sig frá máli, til að mynda ef þeir eru hlutdrægir gagnvart málsaðila eða ef niðurstaðan gæti haft veruleg áhrif á hagsmuni þeirra. Greint hefur verið frá því að Hæstaréttardómarinn Clarence Thomas hafi þegið árleg ferðalög frá efnuðum og áhrifamiklum Repúblikana en auðjöfurinn, Harlan Crow, greiddi einnig skólagjöld ættingja Thomas sem bjó hjá dómaranum og greiddi fyrir hús þar sem móðir Thomas bjó. Annar dómari, Sonia Sotomayor, hefur verið sökuð um að nota starfsfólk dómstólsins til að selja bækur sínar á opinberum viðburðum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. 21. júní 2023 08:50 Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Sjá meira
Aðrir dómstólar landsins hafa sætt siðareglum frá 1973 en í greinargerð með nýjum siðarlegum Hæstaréttar segir að þrátt fyrir að engar skriflegar siðareglur hafi gilt fyrir dómstólinn hafi dómarar við hann sætt „óskráðum siðareglum“, sem hafi verið sóttar hingað og þangað. Í greinargerðinni segir hins vegar einnig að vegna þess að engar skriflegar reglur hafi verið í gildi fyrir dómstólinn hafi sá „misskilningur“ orðið að dómararnir sættu alls engum reglum. Steve Vladeck, prófessor við University of Texas School of Law, sem hefur skrifað mikið um Hæstarétt Bandaríkjanna, segir reglurnar hálfkák, þar sem ekkert eftirlit verði haft með framfylgni þeirra. Siðareglurnar séu hins vegar til marks um að dómararnir séu meðvitaðir um að siðferði sé eitthvað sem skipti almenning máli og að þeir hafi séð sig tilneydda til að bregðast við gagnrýninni sem fram hefur komið. Dómararnir sakaðir um að þiggja gjafir og misnota aðstöðu sína Í reglunum er meðal annars fjallað um það hvernig dómurunum ber að hegða sér og framfylgja skyldum sínum. Þeim beri til að mynda að íhuga vel hvort það sé við hæfi að þeir komi fram á ákveðnum viðburðum. Þá fjalla reglurnar einnig um það hvenær þeim beri að segja sig frá máli, til að mynda ef þeir eru hlutdrægir gagnvart málsaðila eða ef niðurstaðan gæti haft veruleg áhrif á hagsmuni þeirra. Greint hefur verið frá því að Hæstaréttardómarinn Clarence Thomas hafi þegið árleg ferðalög frá efnuðum og áhrifamiklum Repúblikana en auðjöfurinn, Harlan Crow, greiddi einnig skólagjöld ættingja Thomas sem bjó hjá dómaranum og greiddi fyrir hús þar sem móðir Thomas bjó. Annar dómari, Sonia Sotomayor, hefur verið sökuð um að nota starfsfólk dómstólsins til að selja bækur sínar á opinberum viðburðum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. 21. júní 2023 08:50 Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Sjá meira
Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. 21. júní 2023 08:50
Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24