Lífið

Ólafur Arnalds og Lauf­ey Lín til­nefnd til Grammy-verðlauna

Lovísa Arnardóttir skrifar
Laufey er tilnefnd í flokki popptónlistar og Ólafur í flokki nýaldarstemningstónlistar.
Laufey er tilnefnd í flokki popptónlistar og Ólafur í flokki nýaldarstemningstónlistar.

Tónlistarfólkið Laufey Lín Jónsdóttir og Ólafur Arnalds eru bæði tilnefnd til Grammy-tónlistarverðlauna. Tilkynnt var um tilnefningar síðdegis í dag.

Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundna popptónlistar, sungin tónlist [e.Tra­diti­onal Pop Vocal Alb­um] og Ólafur fyrir Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist [e. Best New Age, Ambient, or Chant Album].

Laufey brást við tilnefningunni á Instagram þar sem hún sagðist varla trúa sínum eigin augum.

Ólafur fagnaði einnig tilnefningunni á Instagram og þakkaði þeim sem komu að gerð plötunnar. 

Lilja D. Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarráðherra, birti færslu um tilnefningar þeirra tveggja í dag og óskaði þeim til hamingju. Hún sagði tilnefningarnar enga tilviljun heldur afurð þrotlausrar vinnu. 

Flestar tilnefningar í ár hlaut tónlistarkonan SZA. Aðrir sem fengu margar tilnefningar eru Victoria Monét, Serban Ghenea, Phoebe Bridgers, Taylor Swift, Olivia Rodrigo, Billie Eilish, Jack Antonoff, Jon Batiste, Miley Cyrus, og Brandy Clark. Hægt er að kynna sér allar tilnefningar hér. 


Tengdar fréttir

Lauf­ey toppar Lady Gaga

Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu.

Ólafur Arnalds og Sandra­yati giftu sig á Balí

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati gengu í hjónaband á milli jóla og nýárs. Brúðkaupið fór fram 26. desember á Balí, en Sandrayati er alin upp á eyjunni fögru. Hjónin eiga einstaklega fallegt hús á Balí og eyða miklum tíma þar.  

Ólafur Arnalds til­­­nefndur til tveggja Gram­­my-verð­­launa

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hlaut í dag tvær tilnefningar til hinna virtu Grammy-verðlauna fyrir tvö lög af nýjustu breiðskífu sinni some kind of peace. Platan sem kom út í fyrra hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda en þar sýnir Ólafur persónulegri hlið en hann hefur sýnt áður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.