Olíufélögin fjarlægjast Costco Bjarki Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2023 22:33 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Vísir/Ívar Fannar Það munar fimmtán krónum á bensínlítranum hjá ódýrustu bensínstöðinni og þeirri næstódýrustu. Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni á markaði skýra aukinn verðmun. Dýrasti bensínlítrinn á höfuðborgarsvæðinu fæst á um það bil 327 krónur en ódýrasta bensínið hefur alla jafna mátt finna á bensínstöð Costco. Þú þarft þó að vera Costco meðlimur til að taka þar bensín. Aukist um fjórtán krónur á einu ári Afsláttarstöðvar bensínstöðvanna hafa haldið í við Costco síðustu ár þegar kemur að því að halda bensínverðinu lágu. Munurinn hefur þó aukist upp á síðkastið og er nú tæpar fimmtán krónur samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni. Í byrjun síðasta árs munaði tæpri krónu á verði ódýrustu afsláttarstöðvarinnar og Costco. Saman hækkuðu allar bensínstöðvarnar verðið í byrjun þess árs og náði verðið hámarki í júlí en rætt hefur verið um að innrás Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra hafi valdið þessari hækkun á þessu tímabili. Munurinn milli Costco og ódýrustu afsláttarstöðvarinnar var þá tæpar fimm krónur. Síðan fór verðið á bensínlítranum að lækka hjá öllum stöðvum. Í nóvember á síðasta ári verða hins vegar einhver skil milli stöðvanna og fer munurinn úr tveimur krónum í átta krónur. Munurinn hefur síðan haldið áfram að aukast á þessu ári, farið í tíu krónur, tólf og er nú í nýjum hæðum, tæpar fimmtán krónur. Landsbyggðin í verri málum En hvað gæti skýrt þessa aukningu? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að mögulega sé það skortur á samkeppni á markaðinum. „Hin félögin hafa auðvitað sömu burði til þess að lækka. Þau hafa verið að fjölga þessum lággjaldastöðvum sínum en eftir sem áður erum við með stóran hluta landsins sem ekki býður nema upp á hæstu verð. Og þá er munurinn miklu meira en fimmtán krónur, þá getur hann verið fimmtíu krónur,“ segir Runólfur. Hann segir bensínverð ekki á niðurleið á komandi árum. „Stjórnvöld eru með áform um að hækka skatta á eldsneyti um komandi áramót. Þannig það á ekki að hætta heldur halda áfram á meðan nágrannalöndin stefna í aðrar áttir, til dæmis til að sporna gegn verðbólgu,“ segir Runólfur. Bensín og olía Neytendur Skattar og tollar Costco Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Dýrasti bensínlítrinn á höfuðborgarsvæðinu fæst á um það bil 327 krónur en ódýrasta bensínið hefur alla jafna mátt finna á bensínstöð Costco. Þú þarft þó að vera Costco meðlimur til að taka þar bensín. Aukist um fjórtán krónur á einu ári Afsláttarstöðvar bensínstöðvanna hafa haldið í við Costco síðustu ár þegar kemur að því að halda bensínverðinu lágu. Munurinn hefur þó aukist upp á síðkastið og er nú tæpar fimmtán krónur samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni. Í byrjun síðasta árs munaði tæpri krónu á verði ódýrustu afsláttarstöðvarinnar og Costco. Saman hækkuðu allar bensínstöðvarnar verðið í byrjun þess árs og náði verðið hámarki í júlí en rætt hefur verið um að innrás Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra hafi valdið þessari hækkun á þessu tímabili. Munurinn milli Costco og ódýrustu afsláttarstöðvarinnar var þá tæpar fimm krónur. Síðan fór verðið á bensínlítranum að lækka hjá öllum stöðvum. Í nóvember á síðasta ári verða hins vegar einhver skil milli stöðvanna og fer munurinn úr tveimur krónum í átta krónur. Munurinn hefur síðan haldið áfram að aukast á þessu ári, farið í tíu krónur, tólf og er nú í nýjum hæðum, tæpar fimmtán krónur. Landsbyggðin í verri málum En hvað gæti skýrt þessa aukningu? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að mögulega sé það skortur á samkeppni á markaðinum. „Hin félögin hafa auðvitað sömu burði til þess að lækka. Þau hafa verið að fjölga þessum lággjaldastöðvum sínum en eftir sem áður erum við með stóran hluta landsins sem ekki býður nema upp á hæstu verð. Og þá er munurinn miklu meira en fimmtán krónur, þá getur hann verið fimmtíu krónur,“ segir Runólfur. Hann segir bensínverð ekki á niðurleið á komandi árum. „Stjórnvöld eru með áform um að hækka skatta á eldsneyti um komandi áramót. Þannig það á ekki að hætta heldur halda áfram á meðan nágrannalöndin stefna í aðrar áttir, til dæmis til að sporna gegn verðbólgu,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Neytendur Skattar og tollar Costco Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira