Hvaða styttu á að fjarlægja næst? Helgi Áss Grétarsson skrifar 10. nóvember 2023 13:59 Séra nokkur kom m.a. að stofnun KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi. Sérann var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Á meðan sérann var enn á lífi þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Síðan þá hefur styttan verið í miðborg Reykjavíkur. Nýlega hafa verið settar fram ásakanir á hendur séranum en í nýútkominni bók er haft eftir nafnlausum heimildarmanni að sérann hafi áreitt sig kynferðislega. Talskona tiltekinna hagsmunasamtaka sté svo fram og vísaði til þess í fjölmiðlaviðtölum að samtökin hefði vitnisburð undir höndum sem hefði að geyma sambærilegar frásagnir. Þessar frásagnir eru einnig nafnlausar. Engin rannsókn hefur farið fram á þessum ásökunum svo fullnægjandi sé. Með öðrum orðum, fyrirliggjandi sönnunargögn um meintar misgjörðir sérans eru rýr. Hins vegar er ekki útilokað að ný gögn kunni að koma fram sem varpað geta skýrara ljósi á málið. Viðbrögð borgarráðs Hinn 9. nóvember sl. samþykkti borgarráð samhljóða svohljóðandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna Séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvert er fordæmisgildið? Með því að samþykkja þessa tillögu féllst borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Spyrja þarf því, hvaða styttu á hugsanlega að fjarlægja næst? Var sem dæmi, Ingólfur Arnarson, landnemi, með hreinan skjöld? Hvað með Hannes Hafstein ráðherra og Jón Sigurðsson forseta? Með öðrum orðum, hvar endar þráin til að vaka yfir (e. woke) sögulegu óréttlæti? Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London. Þróun af þessu tagi þykir mér varhugaverð. Ég er á móti henni og er sú afstaða mín í samræmi við grunngildi borgaralegrar stjórnmálastefnu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál séra Friðriks Friðrikssonar Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Reykjavík Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Séra nokkur kom m.a. að stofnun KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi. Sérann var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Á meðan sérann var enn á lífi þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Síðan þá hefur styttan verið í miðborg Reykjavíkur. Nýlega hafa verið settar fram ásakanir á hendur séranum en í nýútkominni bók er haft eftir nafnlausum heimildarmanni að sérann hafi áreitt sig kynferðislega. Talskona tiltekinna hagsmunasamtaka sté svo fram og vísaði til þess í fjölmiðlaviðtölum að samtökin hefði vitnisburð undir höndum sem hefði að geyma sambærilegar frásagnir. Þessar frásagnir eru einnig nafnlausar. Engin rannsókn hefur farið fram á þessum ásökunum svo fullnægjandi sé. Með öðrum orðum, fyrirliggjandi sönnunargögn um meintar misgjörðir sérans eru rýr. Hins vegar er ekki útilokað að ný gögn kunni að koma fram sem varpað geta skýrara ljósi á málið. Viðbrögð borgarráðs Hinn 9. nóvember sl. samþykkti borgarráð samhljóða svohljóðandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna Séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvert er fordæmisgildið? Með því að samþykkja þessa tillögu féllst borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Spyrja þarf því, hvaða styttu á hugsanlega að fjarlægja næst? Var sem dæmi, Ingólfur Arnarson, landnemi, með hreinan skjöld? Hvað með Hannes Hafstein ráðherra og Jón Sigurðsson forseta? Með öðrum orðum, hvar endar þráin til að vaka yfir (e. woke) sögulegu óréttlæti? Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London. Þróun af þessu tagi þykir mér varhugaverð. Ég er á móti henni og er sú afstaða mín í samræmi við grunngildi borgaralegrar stjórnmálastefnu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar