„Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 14:17 Gunnar Ingi heldur úti viðtalsþáttunum Lífið á biðlista. Skjáskot/Lífið á biðlista „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði,“ segir viðmælandi Gunnars Inga Valgeirssonar, í viðtalsþættinum Lífið á biðlista. Viðmælandinn er karlmaður sem kýs að vera nafnlaus. Hann er heimilislaus í virki neyslu en dreymir um betra líf til að geta verið til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. Hann mætir með rauðvínsbelju meðferðis í viðtalið og tekur vænan sopa áður en þeir hefja samtalið. Án vínsins myndi hann skjálfa. Gunnar skrifar í færslu um þáttinn að viðmælandi hans hafi hlaupið út af Vogi í geðrofi og ofsakvíðakasti og skilið eigur sínar eftir. „Hann grátbað um að fá að koma aftur en eina sem hann fékk var þriggja vikna bið eftir viðtali hjá ráðgjafa. Hann endaði á gistiskýlinu þar sem ungur drengur lést í fanginu á honum,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi varð edrú í febrúar og gefur fólki í neyslu rödd í von um betra líf.Gunnar Ingi. Kvíðinn frá unga aldri Viðmælandi Gunnars byrjaði aðeins fjórtán ára gamall að bæla niður tilfinningar sínar með áfengi sem þróaðist með tímanum í harðari neyslu. Hann hafði leitað sér aðstoðar hjá geðlæknum frá unga aldri sem skrifuðu upp á lyf sem juku vanlíðanina eða gerðu hann þreyttan. Þá hafi hann fyrst fundið fyrir vellíðan daginn sem hann drakk áfengi, því þá hvarf kvíðinn. „Ég drekk svo mikið magn að það er ógeðslegt. Ég veit ekki í andskotanum af hverju ég er á lífi. Ég drekk einhverja lítra á dag. Núna er ég örugglega búinn að drekka tvo lítra og tala við þig eins og ekkert hafi í skorist, nokkurn veginn,“ segir hann. Viðtalið var tekið fyrir hádegi á virkum degi. Viðmælandinn segist ekki óska sínum versta óvin að upplifa sekúndu af því sem hann hefur upplifað síðastliðinn mánuð en ungur strákur lést í fangi hans í gistiskýlinu. Hann ber söguna slæma af gistiskýlinu þar sem sprautunálar og blóð eru á víð og dreif um húsið. Á hverju kvöldi leggst hann á koddann í þeirri von um að vakna ekki aftur. Viðmælandinn er starfsmönnum gistiskýlisins ævinlega þakklátur og eiga þátt í því að hann sé enn á lífi. „Allir strákarnir sem ég hef talað við í gistiskýlinu eru allir á biðlista. Þeir vilja allir hjálp. Það eru bara fíklar og aðstandendur sem skilja þetta ástand.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: Fíkn Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Hann mætir með rauðvínsbelju meðferðis í viðtalið og tekur vænan sopa áður en þeir hefja samtalið. Án vínsins myndi hann skjálfa. Gunnar skrifar í færslu um þáttinn að viðmælandi hans hafi hlaupið út af Vogi í geðrofi og ofsakvíðakasti og skilið eigur sínar eftir. „Hann grátbað um að fá að koma aftur en eina sem hann fékk var þriggja vikna bið eftir viðtali hjá ráðgjafa. Hann endaði á gistiskýlinu þar sem ungur drengur lést í fanginu á honum,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi varð edrú í febrúar og gefur fólki í neyslu rödd í von um betra líf.Gunnar Ingi. Kvíðinn frá unga aldri Viðmælandi Gunnars byrjaði aðeins fjórtán ára gamall að bæla niður tilfinningar sínar með áfengi sem þróaðist með tímanum í harðari neyslu. Hann hafði leitað sér aðstoðar hjá geðlæknum frá unga aldri sem skrifuðu upp á lyf sem juku vanlíðanina eða gerðu hann þreyttan. Þá hafi hann fyrst fundið fyrir vellíðan daginn sem hann drakk áfengi, því þá hvarf kvíðinn. „Ég drekk svo mikið magn að það er ógeðslegt. Ég veit ekki í andskotanum af hverju ég er á lífi. Ég drekk einhverja lítra á dag. Núna er ég örugglega búinn að drekka tvo lítra og tala við þig eins og ekkert hafi í skorist, nokkurn veginn,“ segir hann. Viðtalið var tekið fyrir hádegi á virkum degi. Viðmælandinn segist ekki óska sínum versta óvin að upplifa sekúndu af því sem hann hefur upplifað síðastliðinn mánuð en ungur strákur lést í fangi hans í gistiskýlinu. Hann ber söguna slæma af gistiskýlinu þar sem sprautunálar og blóð eru á víð og dreif um húsið. Á hverju kvöldi leggst hann á koddann í þeirri von um að vakna ekki aftur. Viðmælandinn er starfsmönnum gistiskýlisins ævinlega þakklátur og eiga þátt í því að hann sé enn á lífi. „Allir strákarnir sem ég hef talað við í gistiskýlinu eru allir á biðlista. Þeir vilja allir hjálp. Það eru bara fíklar og aðstandendur sem skilja þetta ástand.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan:
Fíkn Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira