Stofnuðu stuðningsmannaklúbb Nott. Forest á Íslandi: „Við erum fleiri en ég átti von á“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2023 10:01 Fríður hópur íslenskra stuðningsmanna Nottingham Forest á Íslandi. aðsend Um síðustu helgi var stuðningsmannaklúbbur Nottingham Forest á Íslandi. Einn meðlima hans segir fleiri Forest-menn leynast á Fróni en hann bjóst við. Síðasta sunnudag var stuðningsmannaklúbbur Nottingham Forest á Íslandi formlega settur á laggirnar. Stofnfundurinn fór fram á Ölveri í Glæsibæ þar sem meðlimir hins nýja stuðningsmannaklúbbs sáu Forest sigra Aston Villa, 2-0. „Fyrir um tíu árum varð til Facebook-síða þar sem smátt og smátt söfnuðust inn stuðningsmenn Forest á Íslandi. Svo þegar liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina fyrir síðasta tímabil fjölgaði í hópnum og þá kviknaði áhugi að gera þetta formlega, að stofna klúbb eins og er til fyrir önnur félög á Íslandi. Það varð úr að á sunnudaginn héldum við stofnfund á Ölver þar sem tuttugu manns mættu,“ sagði Árni Freyr Helgason, einn meðlima stuðningsmannaklúbbs Forest á Íslandi, í samtali við Vísi. Í Facebook-hópnum góða eru um sjötíu manns og Árni á von á því að meðlimum stuðningsmannaklúbbsins muni fjölga á næstunni. „Við erum fleiri en ég átti von á. Fyrstu árin fannst maður eins og það væru fáir ef einhverjir væru í sömu sporum. En það hefur komið skemmtilega óvart hversu margir hafa skriðið fram í dagljósið undanfarin misseri og það var gaman að hitta þá og spjalla um eitthvað ekkert rosalega margir geta spjallað um; málefni Forest,“ sagði Árni. Frá stofnfundinum á Ölveri.aðsend Þrátt fyrir að blómaskeið Forest hafi verið í kringum 1980, þegar liðið varð Englandsmeistari og Evrópumeistari í tvígang undir stjórn Brians Clough, segir Árni að stuðningsmenn Forest á Íslandi séu á öllum aldri. „Ég er í yngri kantinum en það voru samt tveir yngri en ég á stofnfundinum. En sá elsti byrjaði að halda með Forest þegar hann var námsmaður í Nottingham á 7. áratugnum,“ sagði Árni en í hans tilfelli gengur fylgnin við Forest í erfðir en faðir hans er stuðningsmaður liðsins. „Eins og margir af minni kynslóð var ég Manchester United-maður til að byrja með. En um það leyti sem ég byrjaði að læra ensku fór ég að leita í bækur niðri í kjallara hjá pabba og þá rambaði maður á ævisögur leikmanna liðsins og sögur frá gamla tímanum. Þá snerist maður hægt og rólega,“ sagði Árni. Brian Clough og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Peter Taylor, gerðu Forest að besta liði Evrópu.getty/Duncan Raban Hann segir öllu skemmtilegra að vera stuðningsmaður Forest í dag en fyrir nokkrum árum þegar allt var í steik hjá félaginu. „Mín kynslóð hafði aldrei séð Forest í efstu deild áður. Ég byrjaði að halda með liðinu þegar það var í þriðju efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það eru miklar væntingar sem fylgja því. Stefnan var alltaf sett á að fara upp í úrvalsdeildina en síðan var það einhvern veginn frátekið fyrir alla aðra en okkur. Inn á milli var þetta bölvað basl og við tæpir á að falla úr næstefstu deild,“ sagði Árni. „En síðustu tvö og hálft ár hafa verið ævintýri líkust fyrir alla stuðningsmenn Forest. Það átti enginn von á því þegar Chris Houghton var rekinn með eitt stig á botni næstefstu deildar að við færum beint upp og myndum halda okkur uppi.“ Steve Cooper hefur gert frábæra hluti með Forest síðan hann tók við liðinu í september 2021.getty/Jon Hobley Að sögn Árna er lykilmaðurinn í góðum árangri Forest undanfarin misseri er knattspyrnustjórinn Steve Cooper. „Ekki spurning. Eigandinn [Evangelos Marinakis] má eiga það að hlutirnir hafa smátt og smátt færst til betri vegar eftir að hann keypti félagið. Eigandinn þar á undan lagði félagið allt að því í rúst. En það er ekki hægt að horfa framhjá því að tröppugangurinn eftir Cooper tók við hefur verið svakalegur. Hann er með stuðningsmennina og leikmennina á sínu bandi,“ sagði Árni. En hvaða leikmenn eru í mestu uppáhaldi hjá honum? „Okkur rosalega vænt um uppöldu strákana okkar, Ryan Yates og Joe Worrall. Þeir eru algjörir leiðtogar, innan vallar sem utan. Morgan Gibbs-White er mjög vinsæll sem og framherjinn Taiwo Awoniyi og sá nýjasti sem hefur slegið í gegn hjá okkur er miðvörðurinn Murillo. En heimastrákarnir eiga sérstakan sess í hjarta stuðningsmanna félagsins,“ svaraði Árni sem verður með augun á skjánum þegar Forest sækir West Ham United heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Síðasta sunnudag var stuðningsmannaklúbbur Nottingham Forest á Íslandi formlega settur á laggirnar. Stofnfundurinn fór fram á Ölveri í Glæsibæ þar sem meðlimir hins nýja stuðningsmannaklúbbs sáu Forest sigra Aston Villa, 2-0. „Fyrir um tíu árum varð til Facebook-síða þar sem smátt og smátt söfnuðust inn stuðningsmenn Forest á Íslandi. Svo þegar liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina fyrir síðasta tímabil fjölgaði í hópnum og þá kviknaði áhugi að gera þetta formlega, að stofna klúbb eins og er til fyrir önnur félög á Íslandi. Það varð úr að á sunnudaginn héldum við stofnfund á Ölver þar sem tuttugu manns mættu,“ sagði Árni Freyr Helgason, einn meðlima stuðningsmannaklúbbs Forest á Íslandi, í samtali við Vísi. Í Facebook-hópnum góða eru um sjötíu manns og Árni á von á því að meðlimum stuðningsmannaklúbbsins muni fjölga á næstunni. „Við erum fleiri en ég átti von á. Fyrstu árin fannst maður eins og það væru fáir ef einhverjir væru í sömu sporum. En það hefur komið skemmtilega óvart hversu margir hafa skriðið fram í dagljósið undanfarin misseri og það var gaman að hitta þá og spjalla um eitthvað ekkert rosalega margir geta spjallað um; málefni Forest,“ sagði Árni. Frá stofnfundinum á Ölveri.aðsend Þrátt fyrir að blómaskeið Forest hafi verið í kringum 1980, þegar liðið varð Englandsmeistari og Evrópumeistari í tvígang undir stjórn Brians Clough, segir Árni að stuðningsmenn Forest á Íslandi séu á öllum aldri. „Ég er í yngri kantinum en það voru samt tveir yngri en ég á stofnfundinum. En sá elsti byrjaði að halda með Forest þegar hann var námsmaður í Nottingham á 7. áratugnum,“ sagði Árni en í hans tilfelli gengur fylgnin við Forest í erfðir en faðir hans er stuðningsmaður liðsins. „Eins og margir af minni kynslóð var ég Manchester United-maður til að byrja með. En um það leyti sem ég byrjaði að læra ensku fór ég að leita í bækur niðri í kjallara hjá pabba og þá rambaði maður á ævisögur leikmanna liðsins og sögur frá gamla tímanum. Þá snerist maður hægt og rólega,“ sagði Árni. Brian Clough og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Peter Taylor, gerðu Forest að besta liði Evrópu.getty/Duncan Raban Hann segir öllu skemmtilegra að vera stuðningsmaður Forest í dag en fyrir nokkrum árum þegar allt var í steik hjá félaginu. „Mín kynslóð hafði aldrei séð Forest í efstu deild áður. Ég byrjaði að halda með liðinu þegar það var í þriðju efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það eru miklar væntingar sem fylgja því. Stefnan var alltaf sett á að fara upp í úrvalsdeildina en síðan var það einhvern veginn frátekið fyrir alla aðra en okkur. Inn á milli var þetta bölvað basl og við tæpir á að falla úr næstefstu deild,“ sagði Árni. „En síðustu tvö og hálft ár hafa verið ævintýri líkust fyrir alla stuðningsmenn Forest. Það átti enginn von á því þegar Chris Houghton var rekinn með eitt stig á botni næstefstu deildar að við færum beint upp og myndum halda okkur uppi.“ Steve Cooper hefur gert frábæra hluti með Forest síðan hann tók við liðinu í september 2021.getty/Jon Hobley Að sögn Árna er lykilmaðurinn í góðum árangri Forest undanfarin misseri er knattspyrnustjórinn Steve Cooper. „Ekki spurning. Eigandinn [Evangelos Marinakis] má eiga það að hlutirnir hafa smátt og smátt færst til betri vegar eftir að hann keypti félagið. Eigandinn þar á undan lagði félagið allt að því í rúst. En það er ekki hægt að horfa framhjá því að tröppugangurinn eftir Cooper tók við hefur verið svakalegur. Hann er með stuðningsmennina og leikmennina á sínu bandi,“ sagði Árni. En hvaða leikmenn eru í mestu uppáhaldi hjá honum? „Okkur rosalega vænt um uppöldu strákana okkar, Ryan Yates og Joe Worrall. Þeir eru algjörir leiðtogar, innan vallar sem utan. Morgan Gibbs-White er mjög vinsæll sem og framherjinn Taiwo Awoniyi og sá nýjasti sem hefur slegið í gegn hjá okkur er miðvörðurinn Murillo. En heimastrákarnir eiga sérstakan sess í hjarta stuðningsmanna félagsins,“ svaraði Árni sem verður með augun á skjánum þegar Forest sækir West Ham United heim í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira