Viðskipti innlent

Gerður opnar aðra Blush verslun

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
„Við látum okkur ekki leiðast!“ skrifaði Gerður Arinbjarnardóttir á Instagram síðu sína í dag þegar hún tilkynnti að hún hyggðist opna aðra Blush verslun.
„Við látum okkur ekki leiðast!“ skrifaði Gerður Arinbjarnardóttir á Instagram síðu sína í dag þegar hún tilkynnti að hún hyggðist opna aðra Blush verslun. Ásta Kristjánsdóttir

Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjabúðarinnar Blush, hyggst opna aðra verslun á næsta ári. Hún vill þó ekkert gefa upp um staðsetningu nýju verslunarinnar.

Gerður tilkynnti á Instagram síðu sinni að hún og kærasti sinn, Jakob Fannar Hansen, hefðu í dag skrifað undir samning á nýju verslunarhúsnæði. Í samtali við fréttastofu vildi Gerður ekkert gefa upp um staðsetningu nýju verslunarinnar, en sagði að það kæmi líklega í ljós í desember.

Stefnt er að því að nýja verslunin opni á næsta ári.

Opnaði tæplega 900 fermetra verslun fyrir tveimur árum

Rekstur kynlífstækjabúðarinnar Blush hefur gengið afar vel og ljóst að áhugi Íslendinga á hjálpartækjum ástarlífsins fer síst dvínandi. Í júlí 2021 opnaði Gerður glæsilega verslun Blush á Dalvegi í Kópavogi. Verslunin er 860 fermetrar og gífurlega íburðarmikil. 

Sjálf er Gerður afkastamikil viðskiptakona og var meðal annars valin markaðsmanneskja ársins á síðasta ári.


Tengdar fréttir

„Ást er að hætta aldrei að reyna“

Hún segir rómantíkina liggja í litlu hlutunum, leggur mikinn metnaði í að halda í neistann í sambandinu og kýs símalaus stefnumót. Markaðsmanneskjan og kynlífstækjadrottningin Gerður Huld Arinbjarnardóttir talar um ástina í viðtali við Makamál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×