Fótbolti

Stuðnings­maður PSG stunginn í Mílanó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá blóðuga götu í Mílanó þar sem PSG stuðningsmaðurinn var stunginn.
Hér má sjá blóðuga götu í Mílanó þar sem PSG stuðningsmaðurinn var stunginn. AP/Claudio Furlan

Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna.

Maðurinn var stunginn tvisvar í fótinn og var fluttur á Policlinico sjúkrahúsið. Ítalskir fjölmiðlar segja að hann sé 34 ára Frakki.

Fimmtíu AC Milan bullum lenti saman við stuðningsmenn PSG í vinsælu næturlífshverfi í Mílanó. Tveir lögreglumenn slösuðust líka við að reyna að koma ró á mannskapinn.

AC Milan tekur á móti PSG í kvöld en liðin eru í dauðariðlinum með Newcastle United og Borussia Dortmund.

Þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur sem stuðningsmaður mótherja AC Milan verður fyrir hnífaárás í borginni. Stuðningsmaður Newcastle var stunginn í september fyrir leik AC Milan og Newcastle.

AC Milan fordæmdi ofbeldið og sagði í yfirlýsingu að fótboltinn ætti að sameina en ekki sundra.

AC Milan fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra en er neðst í F-riðlinum, án sigurs og hefur ekki enn skorað mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×